Laufey lék fyrir þúsundir í Hollywood Bowl

Poppkúltúr | 9. ágúst 2024

Laufey lék fyrir þúsundir í Hollywood Bowl

Það var mikið um dýrðir á miðvikudagskvöldið þegar Laufey Lín Bing Jónsdóttir steig á svið í Hollywood Bowl.

Laufey lék fyrir þúsundir í Hollywood Bowl

Poppkúltúr | 9. ágúst 2024

Laufey ljómaði á sviði Hollywood Bowl.
Laufey ljómaði á sviði Hollywood Bowl. Samsett mynd

Það var mikið um dýrðir á miðviku­dags­kvöldið þegar Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir steig á svið í Hollywood Bowl.

Það var mikið um dýrðir á miðviku­dags­kvöldið þegar Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir steig á svið í Hollywood Bowl.

Íslenska tón­list­ar­kon­an lék fyr­ir þúsund­ir manna og heillaði tón­leika­gesti með fal­legri fram­komu og söng. Hún steig á svið ásamt Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni í Los Ang­eles. 

Lauf­ey birti tvær færsl­ur á In­sta­gram-síðu sinni eft­ir tón­leik­ana og þakkaði aðdá­end­um sín­um, sem ganga und­ir nafn­inu „Lau­vers“, fyr­ir ógleym­an­legt kvöld. 

„Kæra 13 ára Lauf­ey, þú seld­ir upp Hollywood Bowl. Takk öll­söm­ul fyr­ir besta kvöld lífs míns,“ skrifaði söng­kon­an við aðra færsl­una. 

Árið hef­ur verið fjöl­breytt og viðburðaríkt hjá ís­lensku tón­list­ar­kon­unni.

Hún hlaut Grammy-verðlaun fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inna söng-poppp­latna í byrj­un árs, gekk mynt­ug­ræna dreg­il­inn á Met Gala-viðburðinum í maí og hef­ur selt upp á hverja tón­leik­ana á fæt­ur öðrum víðs veg­ar um heim­inn.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)



mbl.is