Fóru víða um Vestfirði á fjórhjólum

Fóru víða um Vestfirði á fjórhjólum

Slark! Vestfirðir eru heillandi landshluti, hver sem ferðamátinn er. Páll Kristinsson og Steingrímur Birgisson tengdasonur hans gerðu víðreist á dögunum í flandri á fjórhjólum. Kjaransbraut, Ketildalir og Látrabjarg voru meðal viðkomustaða.

Fóru víða um Vestfirði á fjórhjólum

Vesturland í öllu sínu veldi | 11. ágúst 2024

Steingrímur Birgisson, til vinstri, og Páll Kristinsson hér við fjórhjólin …
Steingrímur Birgisson, til vinstri, og Páll Kristinsson hér við fjórhjólin sín. Þeir hlakka til næstu ferðar. mbl.is/Sigurður Bogi

Slark! Vest­f­irðir eru heill­andi lands­hluti, hver sem ferðamát­inn er. Páll Krist­ins­son og Stein­grím­ur Birg­is­son tengda­son­ur hans gerðu víðreist á dög­un­um í flandri á fjór­hjól­um. Kjarans­braut, Ketildal­ir og Látra­bjarg voru meðal viðkomu­staða.

Slark! Vest­f­irðir eru heill­andi lands­hluti, hver sem ferðamát­inn er. Páll Krist­ins­son og Stein­grím­ur Birg­is­son tengda­son­ur hans gerðu víðreist á dög­un­um í flandri á fjór­hjól­um. Kjarans­braut, Ketildal­ir og Látra­bjarg voru meðal viðkomu­staða.

Á Vest­fjörðum eru marg­ar áhuga­verðar leiðir upp til fjalla og út með nesj­um sem gam­an er að ferðast um. Sér­stak­lega er gam­an að þræða þess­ar slóðir á fjór­hjól­um, því þannig nær maður al­veg frá­bærri teng­ingu við nátt­úr­una og um­hverfið. „Þetta er ferðamáti sem ég mæli svo sann­ar­lega með,“ seg­ir Stein­grím­ur Birg­is­son.

Marg­ir mögu­leik­ar á ferðum um stór­brotna nátt­úru fyr­ir vest­an blöstu við, þegar Stein­grím­ur og Páll Krist­ins­son, tengdafaðir hans, sett­ust niður með landa­kortið fyr­ir fram­an sig. Þetta var nú í júlí, en eft­ir að hafa kannað gisti­mögu­leika og fleira lögðu þeir af stað. Settu fjór­hjól sín – sem eru mjög af stærri gerðinni – á jeppa­kerru og stefn­an sett vest­ur. Steins­hús við Nauteyri á Langa­dals­strönd var fyrsti áfangastaður og þaðan var lagt á bratt­ann.

Hjólin í einni röð nærri Svalvogavegi, frægu einstigi við ysta …
Hjól­in í einni röð nærri Sval­voga­vegi, frægu ein­stigi við ysta haf.

Ótrú­legt um­hverfi

„Við stefnd­um um heiðarbraut upp að Dranga­jökli og kom­umst nokkuð áleiðis. Vand­inn var hins veg­ar sá að þarna lá þoka yfir og því sner­um töld­um við ráðlegt að snúa við, áður en í ógöng­ur væri komið. Ég veit að áður voru slóðir að jökl­in­um, sem hef­ur hopað mjög á síðustu árum svo veg­ir eru hon­um víðsfjarri. Landið er alltaf að brey­ast sem í sjálfu sér er mjög spenn­andi,“ seg­ir Stein­grím­ur sem er múr­ara­meist­ari og rek­ur fyr­ir­tæki í borg­inni. Páll tengdafaðir hans er járn­smiður: var lengi einn af eig­end­um Stálsmiðjunn­ar og rak slipp­inn við Reykja­vík­ur­höfn.

Velþekkt er fyr­ir vest­an svo­nefnd Sval­voga­leið, sem aðrir kenna við Elís Kjaran, sem braut­ina ruddi. Þetta er á skag­an­um milli Arn­ar­fjarðar og Dýra­fjarðar og á köfl­um er þarna um tæp­ar göt­ur að fara. Sér­stak­lega er raun­in sú í svo­nefndu Hrafn­hol­um við ut­an­verðan Dýra­fjörð. Þar er veg­ur­inn tæp­ast meira en bíl­breidd­in; rispa í hamr­astáli.

„Þarna er ein­stök nátt­úru­feg­urð og í raun al­veg ótrú­legt um­hverfi. Á ferð um þess­ar slóðir lögðum við upp frá Þing­eyri og fór­um hring­inn. Sér­stak­lega var gam­an að virða landið fyr­ir sér þegar við kom­um suður fyr­ir skag­ann í Lok­in­hamra­dal þar sem sér vel yfir Arn­ar­fjörðinn, suður í Ketildali. Þangað fór­um við næsta dag; meðal ann­ars í Selár­dal; skoðuðum lista­safn Samú­els Jóns­son­ar og bæ Gísla á Upp­söl­um. Þarna er sag­an nærri og sér­stak­ar bygg­ing­ar sem verið er að gera upp af mik­um mynd­ar­skap,“ seg­ir Stein­grím­ur og held­ur áfram:

„Að koma á þess­ar slóðir er stend­ur eig­in­lega upp úr eft­ir þessa Vest­fjarðaferð. Einnig fór­um við upp á Þing­manna­heiði, út á Látra­bjarg og niður á Rauðasand. Veg­irn­ir þarna eru upp og ofan og fjór­hjól­in reynd­ust þar vel.“

Stapasund við Arnarfjörðinn.
Stapa­sund við Arn­ar­fjörðinn.

Kröft­ug hjól

Fjór­hjól Stein­gríms er af gerðinni Canam og er 90 hest­öfl. Hjól Páls er sömu gerðar en lítið eitt aflm­inna, en samt kröfugt í meira lagi.

„Við erum með sum­ar­hús í Kjós og oft að leika okk­ur þar í kring á hjól­un­um,” seg­ir Stein­grím­ur. „Nú væri til­valið að fara á Lang­jök­ul og bruna þar á snjó. Ég er kom­inn með þann búnað á hjólið mitt að geta hleypt úr dekkj­um og pumpað í sitt á hvað og á ferð, sem kem­ur sér vel í vetr­ar­færð eða slík­ar aðstæður. Sunn­an­vert há­lendið er æv­in­týra­heim­ur fjór­hjóla­manna, hvort sem ferðast er á sumri eða vetri. Reykja­nesskag­inn raun­ar líka og þangað mun leið margra liggja þegar og ef elds­um­brot­um slot­ar.“

Eyðibýið Uppsalir þar sem Gísli Gíslason bjó alla sína tíð.
Eyðibýið Upp­sal­ir þar sem Gísli Gísla­son bjó alla sína tíð.
Ekið í þæfingsfærð.
Ekið í þæf­ings­færð.
mbl.is