Skjálftum fjölgar milli daga

Ljósufjallakerfi | 11. ágúst 2024

Skjálftum fjölgar milli daga

„Það er búið að vera ágætis jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Skjálftum fjölgar milli daga

Ljósufjallakerfi | 11. ágúst 2024

Um 80 jarðskjálftar mældust frá miðnætti til kl 16 í …
Um 80 jarðskjálftar mældust frá miðnætti til kl 16 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er búið að vera ágætis jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

„Það er búið að vera ágætis jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Hann segir að það hafi mælst um 80 skjálftar frá miðnætti til klukkan 16 sem sé aukning frá því í gær þegar 80 skjálftar mældust á því svæði allan sólarhringinn. Skjálftavirknin hafi þó enn ekki náð þeim mörkum þannig að það dragi til einhverra tíðinda.

Skjálftarnir eru allir um og undir stærðina 1 sem mælast á Reykjanesskaganum.

„Það er búið að vera einhver virkni í Hengli í dag en hún datt svo niður eftir hádegi,“ segir hann.

Rafleiðnin fer lækkandi

Hann segir að það hafi byrjað skjálftahrina um fjögurleytið í gær í Ljósufjallakerfinu í gær en að hún hafi svo dottið niður um hádegi í dag.

„Það er kannski fullsnemmt að segja að henni sé lokið núna,“ segir hann en að það þurfi að láta sólarhring eða tvo líða til að vita hvort skjálftahrinunni sé lokið.

Aðspurður segir hann að rafleiðnin í Skálm sé ennþá heldur há en fari lækkandi.

„Þetta er allt að fara í rétta átt,“ segir hann að lokum.

mbl.is