Jarðskjálfti af stærðinni 2,6 varð í Ljósufjallakerfinu á áttunda tímanum í kvöld. Skjálftahrina hófst í kerfinu um helgina og mældist þá talsverður fjöldi skjálfta.
Jarðskjálfti af stærðinni 2,6 varð í Ljósufjallakerfinu á áttunda tímanum í kvöld. Skjálftahrina hófst í kerfinu um helgina og mældist þá talsverður fjöldi skjálfta.
Jarðskjálfti af stærðinni 2,6 varð í Ljósufjallakerfinu á áttunda tímanum í kvöld. Skjálftahrina hófst í kerfinu um helgina og mældist þá talsverður fjöldi skjálfta.
Upptök skjálftans eru rétt austur af Grjótárvatni og er hann sá stærsti sem mælst hefur í þessari hrinu.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur benti á það í samtali við Morgunblaðið í dag að reytingur af skjálfum hefði verið í kerfinu síðustu tvö til þrjú árin. Skjálftavirknin sé eftirtektarverð og ástæða sé til að fylgjast með svæðinu.
Morgunblaðið fjallaði um skjálfta í Ljósufjallakerfinu í október árið 2021 þegar fleiri en tuttugu skjálftar höfðu mælst á fjórum mánuðum. Voru skjálftarnir þá orðnir talsvert fleiri en mælst höfðu í að minnsta kosti tólf ár þar á undan.
Eldstöðvakerfið sem um ræðir nefnist Ljósufjallakerfið. Norðvesturendi kerfisins er sunnan við Stykkishólm en Ljósufjöll draga nafn sitt af ljósum súrum bergtegundum í fjöllunum. Miðja eldstöðvakerfisins er talin vera í sjálfum Ljósufjöllum. Virknin nú er helst í kringum Grjótárvatn, en Ljósufjöll eru talsvert lengra í vestur.
Ekki hefur gosið í kerfinu síðan á landnámsöld. Varð það snemma á landnámsöld, þótt ekki hafi tekist að greina hvaða ár það varð. Að öllum líkindum var það í Rauðhálsum. Tekist hefur að skilgreina um 23 eldgos á nútíma í sjálfu Ljósafjallakerfinu.
Fjöllin hlóðust upp með mikilli og fjölbreytilegri eldvirkni allt frá seinnihluta ísaldar. Eldvirkni á sögulegum tímum hefur verið bundin við svæðið austan Ljósufjalla, nánar tiltekið við Hítardal og Hnappadal.
Í Morgunblaðinu í dag leggur Páll áherslu á að eldstöðin í Ljósufjöllum teljist ekki hættuleg í samanburði við ýmsar aðrar. Öll þessi gos hafi verið lítil og flokkist ekki undir miklar hamfarir.