Benedikt og Eva opinbera nafn sjötta barnsins

Frægar fjölskyldur | 13. ágúst 2024

Benedikt og Eva opinbera nafn sjötta barnsins

Fjölskylda Benedikts Brynleifssonar trommara og Evu Brink fjármálastjóra stækkaði þann 4. júní síðastliðinn þegar þau tóku á móti sínu fyrsta barni saman. Á dögunum var sonur þeirra skírður við fallega athöfn.

Benedikt og Eva opinbera nafn sjötta barnsins

Frægar fjölskyldur | 13. ágúst 2024

Benedikt Brynleifsson og Eva Brink hafa opinberað nafn sonarins.
Benedikt Brynleifsson og Eva Brink hafa opinberað nafn sonarins. Skjáksot/Instagram

Fjöl­skylda Bene­dikts Bryn­leifs­son­ar tromm­ara og Evu Brink fjár­mála­stjóra stækkaði þann 4. júní síðastliðinn þegar þau tóku á móti sínu fyrsta barni sam­an. Á dög­un­um var son­ur þeirra skírður við fal­lega at­höfn.

Fjöl­skylda Bene­dikts Bryn­leifs­son­ar tromm­ara og Evu Brink fjár­mála­stjóra stækkaði þann 4. júní síðastliðinn þegar þau tóku á móti sínu fyrsta barni sam­an. Á dög­un­um var son­ur þeirra skírður við fal­lega at­höfn.

Eva op­in­beraði nafnið í færslu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um þar sem hún birti fal­lega mynd af syni sín­um og skírn­ar­kök­unni, en dreng­ur­inn fékk nafnið Frosti Brink Bene­dikts­son.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Eva Brink (@evabrink)

„Litla dýr­mæta sam­ein­ing­ar­barnið okk­ar“

Parið greindi frá því í nóv­em­ber síðastliðnum að þau ættu von á barni með fal­legri færslu á In­sta­gram. 

„Börn­in okk­ar 6. Litla dýr­mæta sam­ein­ing­ar­barnið okk­ar bæt­ist í hóp­inn árið 2024 & full­komn­ar stóru fjöl­skyld­una okk­ar,“ skrifuðu þau og birtu mynd af són­ar­mynd og hönd­um barn­anna þeirra, en þau eru fædd árin 2006, 2010, 2011 og 2014.

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim til ham­ingju með nafnið!

mbl.is