Allt breyttist eftir að dóttirin kom í heiminn

Frægar fjölskyldur | 14. ágúst 2024

Allt breyttist eftir að dóttirin kom í heiminn

Rapparinn Post Malone elskar að vera pabbi. Hann opnaði sig nýverið um föðurhlutverkið og segir það hafa breytt lífi hans meira en hann hefði nokkurn tíma getað ímyndað sér. 

Allt breyttist eftir að dóttirin kom í heiminn

Frægar fjölskyldur | 14. ágúst 2024

Rapparinn Post Malone er þakklátur fyrir föðurhlutverkið.
Rapparinn Post Malone er þakklátur fyrir föðurhlutverkið. AFP

Rapp­ar­inn Post Malone elsk­ar að vera pabbi. Hann opnaði sig ný­verið um föður­hlut­verkið og seg­ir það hafa breytt lífi hans meira en hann hefði nokk­urn tíma getað ímyndað sér. 

Rapp­ar­inn Post Malone elsk­ar að vera pabbi. Hann opnaði sig ný­verið um föður­hlut­verkið og seg­ir það hafa breytt lífi hans meira en hann hefði nokk­urn tíma getað ímyndað sér. 

Malone er þekkt­ur fyr­ir að halda einka­lífi fjöl­skyld­unn­ar fjarri sviðsljós­inu, en hann hef­ur ekki enn op­in­berað nafn unn­ustu sinn­ar og dótt­ur. Þó hafa ein­hverj­ar sögu­sagn­ir verið á sveimi um að unn­ust­an sé í raun æsku­ást­in hans, Ashley Diaz. 

Þakk­lát­ur fyr­ir föður­hlut­verkið

Í nýj­asta þætti Sunday Morn­ing sagði Malone frá föður­hlut­verk­inu og bætti því við að mæðgurn­ar hafi spilað lyk­il­hlut­verk í að lyfta ham­ingj­unni og líf­inu upp á næsta stig. 

„Fyr­ir fjór­um árum var ég að feta ranga braut. Það var hræðilegt,“ sagði Malone eft­ir að hafa viður­kennt að hann hefði verið að glíma við mik­inn ein­mana­leika á þess­um tíma. Nú hef­ur rapp­ar­inn snúið blaðinu við og seg­ir að líðan sín hafi aldrei verið betri. 

Hef­ur samið lag um dótt­ur­ina

Rapp­ar­inn hef­ur meira að segja samið lag um dótt­ur sína sem heit­ir Yours og er vænt­an­legt á öll­um helstu streym­isveit­um þann 16. ág­úst næst­kom­andi. Hann seg­ir að lagið sé um framtíðar­brúðkaup dótt­ur­inn­ar. 

„Þetta lag er mér afar kært. Ég sýndi klippu úr því á sam­fé­lags­miðlum á feðradag­inn og ég vona að þið eigið öll eft­ir að njóta lags­ins í heild sinni,“ seg­ir Malone. 

People

mbl.is