Katrín óskar eftir styrkjum til að loka gatinu

Forsetakosningar 2024 | 15. ágúst 2024

Katrín óskar eftir styrkjum til að loka gatinu

Framboðsteymi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, óskar eftir styrkjum til að klára að fjármagna kostnaðinn við framboð Katrínar.

Katrín óskar eftir styrkjum til að loka gatinu

Forsetakosningar 2024 | 15. ágúst 2024

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn þar sem safna …
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn þar sem safna hefur þurft fjármunum eftir kosningar. mbl.is/María

Fram­boðsteymi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, ósk­ar eft­ir styrkj­um til að klára að fjár­magna kostnaðinn við fram­boð Katrín­ar.

Fram­boðsteymi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, ósk­ar eft­ir styrkj­um til að klára að fjár­magna kostnaðinn við fram­boð Katrín­ar.

Bergþóra Bene­dikts­dótt­ir, sem var kosn­inga­stjóri hjá Katrínu og er fyrr­ver­andi aðstoðarmaður henn­ar, birti færslu í stuðnings­manna­hópi Katrín­ar á Face­book í dag þar sem seg­ir:

„Nú erum við á loka­metr­un­um við að gera upp fram­boðið og það vant­ar herslumun­inn til að loka gat­inu. Við leit­um því til ykk­ar – ef þið eruð af­lögu­fær og getið hjálpað með því að leggja inn á fram­boðið væri það afar þakk­látt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöld­inn tek­ur sig til.“

Þekkst hef­ur að safna þurfi fjár­mun­um í ein­hvern tíma eft­ir kosn­inga­bar­áttu og er þetta því ekki endi­lega óál­gengt. Kosn­ing­arn­ar voru haldn­ar fyr­ir tveim­ur og hálf­um mánuði síðan. 

mbl.is