Nýjar vendingar hafa orðið í máli Love Island-stjarnanna Molly-Mae Hague og Tommy Fury sem virðast varpa skýrari mynd á hvað hafi valdið sambandsslitum sem þau tilkynntu í fyrradag.
Nýjar vendingar hafa orðið í máli Love Island-stjarnanna Molly-Mae Hague og Tommy Fury sem virðast varpa skýrari mynd á hvað hafi valdið sambandsslitum sem þau tilkynntu í fyrradag.
Nýjar vendingar hafa orðið í máli Love Island-stjarnanna Molly-Mae Hague og Tommy Fury sem virðast varpa skýrari mynd á hvað hafi valdið sambandsslitum sem þau tilkynntu í fyrradag.
Aðdáendur fyrrverandi parsins virðast enn vera í áfalli yfir fregnunum sem komu eins og þruma úr heiðskýru lofti, en miklar vangaveltur og hinar ýmsu kenningar hafa verið á sveimi undanfarna sólarhringa.
Í gær greindu breskir miðlar frá því að Fury væri sagður hafa haldið ítrekað framhjá Hague. Nú hafa heimildarmenn The Sun greint frá því að meint framhjáhald hafi átt sér stað þegar Fury var í fríi í Makedóníu og að konan hafi verið dönsk.
Þá er Hague sögð hafa spurt Fury út í atvikið, en hann hafi ekki getað neitað ásökunum. Í kjölfarið hafi hún svo slitið sambandi þeirra og Fury yfirgefið fjölskylduheimili þeirra. Þá greindi heimildamaðurinn einnig frá því að Hague teldi að danska konan gæti einungis verið toppurinn á ísjakanum og að fleiri konur ættu eftir að stíga fram.
Netheimar loga enn vegna málsins og virðist mikil reiði ríkja í garð Fury. Þá er hann sagður halda því fram að ásakanirnar séu rangar og er sagður hræddur vegna þeirra.
Það virðist þó aðeins hafa bætt gráu ofan á svart þegar myndir birtust af Fury á djamminu á næturklúbbnum INClusive í Ohrid, og þá sérstaklega þegar í ljós kom að hann sé staddur í Makedóníu ásamt vinum sínum, þar sem framhjáhaldið er sagt hafa átt sér stað.