Heppin að sleppa lifandi

Ólympíuleikarnir í París | 16. ágúst 2024

Heppin að sleppa lifandi

Ólympíufarinn og blakkonan bandaríska Micha Hancock óttaðist um líf sitt er hún lenti í bílslysi eftir að hún og liðsfélagar hennar í blakliði Bandaríkjanna höfnuðu í öðru sæti á Ólympíuleikunum í París.

Heppin að sleppa lifandi

Ólympíuleikarnir í París | 16. ágúst 2024

Micha Hancock slasaðist illa.
Micha Hancock slasaðist illa. Ljósmynd/Instagram

Ólymp­íufar­inn og blak­kon­an banda­ríska Micha Hancock óttaðist um líf sitt er hún lenti í bíl­slysi eft­ir að hún og liðsfé­lag­ar henn­ar í blakliði Banda­ríkj­anna höfnuðu í öðru sæti á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís.

Ólymp­íufar­inn og blak­kon­an banda­ríska Micha Hancock óttaðist um líf sitt er hún lenti í bíl­slysi eft­ir að hún og liðsfé­lag­ar henn­ar í blakliði Banda­ríkj­anna höfnuðu í öðru sæti á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís.

Banda­ríska liðið tapaði fyr­ir því ít­alska í úr­slita­leik, en þrátt fyr­ir það hitt­ist liðið eft­ir leik og fagnaði silf­ur­medal­í­un­um.

Á leiðinni til baka á hót­elið missti ökumaður leigu­bíls Hancocks stjórn á öku­tæk­inu og lenti á staur með þeim af­leiðing­um að hún slasaðist og var flutt á spít­ala.

„Hér er ég. Ég lenti í bíl­slysi eft­ir að Ólymp­íu­leik­un­um lauk. Bíl­stjór­inn minn klessti á staur eft­ir að við fór­um út á lífið. Hlut­irn­ir ger­ast hratt. Farið var­lega og notið bíl­belti.

Ég er hepp­in að vera á lífi. Ég er nokkuð slösuð en verð mætt aft­ur eft­ir ein­hverja mánuði,“ skrifaði Hancock m.a. á In­sta­gram.

mbl.is