Brad Pitt borðaði í Dalakofanum

Brad Pitt | 18. ágúst 2024

Brad Pitt borðaði í Dalakofanum

Bandaríski stórleikarinn Brad Pitt gladdi heldur betur starfsmenn í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Rúllaði hann í hlaðið á mótorhjóli ásamt þremur öðrum mönnum.

Brad Pitt borðaði í Dalakofanum

Brad Pitt | 18. ágúst 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Banda­ríski stór­leik­ar­inn Brad Pitt gladdi held­ur bet­ur starfs­menn í Dala­kof­an­um í Laug­um í Reykja­dal í gær. Rúllaði hann í hlaðið á mótor­hjóli ásamt þrem­ur öðrum mönn­um.

    Banda­ríski stór­leik­ar­inn Brad Pitt gladdi held­ur bet­ur starfs­menn í Dala­kof­an­um í Laug­um í Reykja­dal í gær. Rúllaði hann í hlaðið á mótor­hjóli ásamt þrem­ur öðrum mönn­um.

    Guðrún Dwayne Boyd, ann­ar eig­andi Dala­kof­ans, eldaði ham­borg­ar­ana ofan í Pitt og fé­laga og seg­ir að þeir hafi verið al­sæl­ir með mat­inn.

    Brad Pitt fékk sér ham­borg­ara, sal­at og pepsi og var ánægður með mat­inn. Heim­sókn­in varði í um klukku­tíma.

    „Við erum eig­in­lega svo­lítið dofn­ar. Við erum eig­in­lega að fatta það í morg­un að hann hafi verið hérna,“ seg­ir Guðrún, spurð að því hvernig starfs­menn hafi brugðist við.

    Í mynd­skeiðinu að ofan má sjá þeg­ar­Brad Pitt fer af stað í burtu frá Dala­kof­an­um. 

    Brad Pitt fékk sér hamborgara, salat og pepsi og var …
    Brad Pitt fékk sér ham­borg­ara, sal­at og pepsi og var ánægður með mat­inn. Sam­sett mynd

    Fékk að vera í friði

    Guðrún seg­ir að starfs­menn hafi komið fram við hann eins og hvern ann­an kúnna og að aðrir viðskipta­vin­ir hafi látið hann í friði.

    „Hann fékk bara al­veg að vera í friði,“ seg­ir Guðrún.

    Brad Pitt var með sólgler­augu og húfu og því var ekki aug­ljóst við fyrstu sýn hvort að um hann væri að ræða en svo tók hann af sér sólgler­aug­un og þá var ekki leng­ur vafi á því.

    „Þá fór það ekk­ert fram hjá okk­ur“

    „Þetta var nú bara þannig að það var einn starfsmaður hérna sem fylgdi þeim til borðs og læt­ur þá bara fá mat­seðil og svo fer hún bara. Svo er ég að fara mat á borðið við hliðina á þeim og var svona samt ekk­ert al­veg viss hvort að þetta væri hann því hann var með húfu og sólgler­augu hérna inni,“ seg­ir hún.

    Guðrún fór svo af veit­ingastaðnum og að af­greiða í versl­un­inni tíma­bundið.

    „Svo kem ég til baka og þá er hann bú­inn að taka af sér sólgler­aug­un. Þá fór það ekk­ert fram hjá okk­ur að þetta væri hann,“ seg­ir hún.

    Þegar hann og vin­ir hans lögðu af stað í burtu þá fóru nokkr­ir viðskipta­vin­ir á fæt­ur til að fylgj­ast með því hvert Pitt væri að fara.

    Dalakofinn í Laugum.
    Dala­kof­inn í Laug­um. Skjá­skot/​dala­kof­inn.is
    mbl.is