„Smotterí“ eftir af fjármögnun framboðs Baldurs

Forsetakosningar 2024 | 19. ágúst 2024

„Smotterí“ eftir af fjármögnun framboðs Baldurs

Baldur Þórhallsson segir að það sé „smotterí“ eftir af fjármögnun við kostnað forsetaframboðs síns.

„Smotterí“ eftir af fjármögnun framboðs Baldurs

Forsetakosningar 2024 | 19. ágúst 2024

Baldur sagði í kosningabaráttunni að hann skyti á að framboð …
Baldur sagði í kosningabaráttunni að hann skyti á að framboð sitt myndi kosta 20 milljónir í heildina. mbl.is/Arnþór

Bald­ur Þór­halls­son seg­ir að það sé „smotte­rí“ eft­ir af fjár­mögn­un við kostnað for­setafram­boðs síns.

Bald­ur Þór­halls­son seg­ir að það sé „smotte­rí“ eft­ir af fjár­mögn­un við kostnað for­setafram­boðs síns.

„Það geng­ur bara vel að ganga frá reikn­ing­um hjá okk­ur, það er bara smotte­rí sem er óupp­gert sem við göng­um frá lík­lega bara í dag og svo ligg­ur þetta allt fyr­ir um mánaðamót­in,“ seg­ir Bald­ur í sam­tali við mbl.is.

Skila þarf upp­gjöri 1. sept­em­ber

Bald­ur er pró­fess­or við stjórn­mála­fræðideild Há­skóla Íslands og bauð sig fram til for­seta í kosn­ing­um í sum­ar þar sem hann hlaut 8,4% og endaði fimmti af tólf fram­bjóðend­um.

Hann seg­ir að upp­gjöri kosn­inga­bar­átt­unn­ar eigi að skila til Rík­is­end­ur­skoðunar eigi síðar en 1. sept­em­ber.

„Það er nú eig­in­lega búið að greiða allt jú, það er eig­in­lega bara eitt­hvað smotte­rí sem svona, ein­hverj­ar eft­ir­leguk­ind­ur, bara eitt­hvað smotte­rí, þannig séð búið að greiða allt, bara smotte­rí eft­ir,“ seg­ir Bald­ur.

Skaut á fram­boðið myndi kosta 20 millj­ón­ir

Í kapp­ræðum rík­is­sjón­varps­ins í maí sagðist Bald­ur skjóta á að fram­boðið myndi kosta 20 millj­ón­ir króna og að það væri fyrst og fremst fjár­magnað með fjár­fram­lög­um.

Spurður hvort fram­boðið hafi kostað meira eða minna en lagt var upp með seg­ist hann eiga erfitt með að svara því.

„Í sann­leika sagt að þá ég erfitt með að svara þessu fyrr en upp­gjörið ligg­ur fyr­ir,“ seg­ir Bald­ur.

At­hygli vakti í sein­ustu viku þegar fram­boðsteymi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur óskaði eft­ir styrkj­um til að klára að fjár­magna kostnaðinn við fram­boð henn­ar.

mbl.is