Eldfjall sem þarf að taka mark á

Dagmál | 21. ágúst 2024

Eldfjall sem þarf að taka mark á

Hofsjökull er líka að vakna til lífsins, eða þar má að minnsta kosti greina líf sem kann ekki að hafa verið þar í mörg þúsund ár.

Eldfjall sem þarf að taka mark á

Dagmál | 21. ágúst 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hofs­jök­ull er líka að vakna til lífs­ins, eða þar má að minnsta kosti greina líf sem kann ekki að hafa verið þar í mörg þúsund ár.

    Hofs­jök­ull er líka að vakna til lífs­ins, eða þar má að minnsta kosti greina líf sem kann ekki að hafa verið þar í mörg þúsund ár.

    „Hofs­jök­ull er ein af þeim eld­stöðvum sem hafa ekki sýnt nein sér­stök tilþrif í lang­an tíma. Hann hef­ur hins veg­ar allt til að bera til að vera tek­inn al­var­lega. Það er stór askja und­ir jökl­in­um, keilu­laga eld­fjall, og allt þar í kring bend­ir til þess að þarna sé eld­fjall sem get­ur látið að sér kveða. Hins veg­ar er ekk­ert í sögu síðustu 10 þúsund ára sem bend­ir til þess að neitt sér­stakt hafi gengið á í þessu eld­fjalli,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í Dag­mál­um í dag.

    Örfá og ör­smá eld­gos hafa orðið þar á síðustu 10 þúsund árum, það sýna hraun sem koma und­an jökl­in­um. Út frá jökl­in­um eru til­komu­mikl­ir sprungu­sveim­ar, bæði til norðnorðvest­urs og til vestsuðvest­urs.

    Sjá má hvernig líf færist í skjálftavirknina á síðustu árum.
    Sjá má hvernig líf fær­ist í skjálfta­virkn­ina á síðustu árum. Kort/​mbl.is

    Vel fylgst með síðan 1975

    Fylgst hef­ur verið vel með Hofs­jökli síðan árið 1975 þegar fyrstu jarðskjálfta­mæl­un­um var komið fyr­ir þar. Aft­ur á móti komu eig­in­lega eng­ir skjálft­ar fram á kerf­inu fyrr en árið 2021. Það staðfest­ir, að sögn Páls, að skjálft­arn­ir komi ekki fram bara vegna þess að mæli­tæk­in nú á 21. öld­inni séu betri. Hann seg­ir rann­sókn­ir síðustu ára við Hofs­jök­ul benda til þess að mjög langt sé síðan ein­hverj­ar hreyf­ing­ar og ham­far­ir hafi verið á þessu svæði – 10-15 þúsund ár.

    „En þegar koma fram svona lífs­mörk verða menn að taka það al­var­lega, alla vega til að byrja með, og það er full ástæða til að fylgj­ast vel með þess­ari eld­stöð,“ seg­ir Páll.

    „Nú stönd­um við frammi fyr­ir þessu með Hofs­jök­ul. Hann er eld­fjall sem þarf að taka mark á,“ seg­ir Páll.

    Viðtalið við Pál má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um í dag og lesa í Morg­un­blaðinu.

    mbl.is