Gamlar eldstöðvar vakna til lífsins

Dagmál | 21. ágúst 2024

Gamlar eldstöðvar vakna til lífsins

„Þetta eru ekki stórir skjálftar og ekki margir skjálftar, en áberandi. Það er sum sé eitthvað að gerast þarna sem ekki hefur gerst áður. Og það er mergur málsins,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í Dagmálum í dag.

Gamlar eldstöðvar vakna til lífsins

Dagmál | 21. ágúst 2024

Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi. Virknin á Snæfellsnesi …
Flogið yfir Ljósufjöll á Snæfellsnesi í vetrarbúningi. Virknin á Snæfellsnesi er þó ekki bundin við Ljósufjöll, þó eldstöðvakerfið sé kennt við fjallgarðinn. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta eru ekki stór­ir skjálft­ar og ekki marg­ir skjálft­ar, en áber­andi. Það er sum sé eitt­hvað að ger­ast þarna sem ekki hef­ur gerst áður. Og það er merg­ur máls­ins,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í Dag­mál­um í dag.

„Þetta eru ekki stór­ir skjálft­ar og ekki marg­ir skjálft­ar, en áber­andi. Það er sum sé eitt­hvað að ger­ast þarna sem ekki hef­ur gerst áður. Og það er merg­ur máls­ins,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í Dag­mál­um í dag.

Smá­skjálfta­hrina reið yfir í Ljósu­fjalla­kerf­inu á Snæ­fellsnesi í byrj­un ág­úst og hafa nú mælst 70 skjálft­ar á þessu ári. Er þessi hrina breyt­ing í hegðun eld­stöðva­kerf­is­ins en fyr­ir árið 2021 mæld­ust þar fáir skjálft­ar. Í Hofs­jökli hef­ur einnig skolfið í ár og hef­ur gert síðustu tvö ár, en þar byrjuðu skjálft­ar að mæl­ast árið 2022. Fyr­ir það hafði lítið lífs­mark verið með eld­stöðinni.

Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, er …
Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, er gest­ur í Dag­mál­um í dag. mbl.is/​Hall­ur Már

Ró­legt fram að Kröflu­eld­um

Páll seg­ir þetta nýja lífs­mark með eld­stöðvun­um vera merki um að eitt­hvað sé á seyði, þó hætta á ham­förum sé ekki yf­ir­vof­andi. Lífs­markið í þess­um tveim­ur eld­stöðvum get­ur virst til­vilj­ana­kennt í fyrstu að sögn Páls, en séu þau sett í sam­hengi við annað bendi ým­is­legt til þess að kviku­virkni und­ir land­inu komi í hrin­um.

Hann bend­ir að á um miðja síðustu öld hafi verið ró­legt tíma­bil. Frá Kröflu­eld­un­um, sem hóf­ust 1975, hafi hvert gosið rekið annað. 

„Við erum búin að sjá nokk­ur Heklugos, Hekla hef­ur gosið nú tíðar en hún hef­ur gert á sögu­leg­um tíma. Við höf­um séð gos und­ir Vatna­jökli. Við erum búin að sjá stórt hraungos frá Bárðarbungu og hef­ur komið í ljós að er mik­il­virk­asta eld­stöð lands­ins. Grím­svötn hafa minnt á sig annað slagið, með til­tölu­lega stóru gosi árið 2011.Við erum að sjá virkni í mörg­um eld­stöðvum sem voru áður til­tölu­lega ró­leg­ar,“ seg­ir Páll.

Viðtalið við Pál má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um í dag og lesa í Morg­un­blaðinu. 

mbl.is