Glímir við veikindi kasólétt að sínu öðru barni

Meðganga | 21. ágúst 2024

Glímir við veikindi kasólétt að sínu öðru barni

High School Musical-stjarnan Ashley Tisdale er ólétt að sínu öðru barni með eiginmanni sínum, Christopher French. Það styttist óðum í settan dag hjá leikkonunni sem opnaði sig á dögunum um meðgönguna, en hún segir síðustu vikur hafa verið sérstaklega strembnar.

Glímir við veikindi kasólétt að sínu öðru barni

Meðganga | 21. ágúst 2024

Leikkonan Ashley Tisdale.
Leikkonan Ashley Tisdale. Samsett mynd

High School Musical-stjarn­an Ashley Tis­dale er ólétt að sínu öðru barni með eig­in­manni sín­um, Christoph­er French. Það stytt­ist óðum í sett­an dag hjá leik­kon­unni sem opnaði sig á dög­un­um um meðgöng­una, en hún seg­ir síðustu vik­ur hafa verið sér­stak­lega strembn­ar.

High School Musical-stjarn­an Ashley Tis­dale er ólétt að sínu öðru barni með eig­in­manni sín­um, Christoph­er French. Það stytt­ist óðum í sett­an dag hjá leik­kon­unni sem opnaði sig á dög­un­um um meðgöng­una, en hún seg­ir síðustu vik­ur hafa verið sér­stak­lega strembn­ar.

Síðastliðinn föstu­dag til­kynnti Tis­dale á sam­fé­lags­miðlum sín­um að hún hafi verið veik í um þrjár vik­ur með adenóveiruna. Al­geng­ast er að veir­an setj­ist á önd­un­ar­færi fólks þar sem ein­kenn­in koma fram eins og slæm kvefpest. Á sunnu­dag var svo gripið til frek­ari aðgerða vegna veirunn­ar og fékk Tis­dale víta­mín í æð, en leik­kon­an sagðist vera ör­magna og með mik­inn sárs­auka víðs veg­ar um lík­amann. 

Leikkonan fékk vítamín í æð á sunnudag.
Leik­kon­an fékk víta­mín í æð á sunnu­dag. Skjá­skot/​In­sta­gram

Margt ógert áður en barnið fæðist

„Ég er ör­magna. Ég er til­bú­in að eiga þetta barn en samt ekki, ég þarf enn þá að setja upp vegg­fóður í barna­her­berg­inu og koma skipu­lagi á allt, þannig að ekki koma al­veg strax!“.

Tis­dale hef­ur velt vöng­um sín­um yfir hvers vegna börn eiga það til að gera síðustu vik­ur meðgöng­unn­ar sér­stak­lega erfiðar. „Ég trúi því að þau geri síðasta mánuðinn svona erfiðan svo að þú verðir til­bú­in að henda þér í eitt­hvað sem þú vær­ir venju­lega hrædd við, en þú ger­ir það bara samt,“ seg­ir hún.

Tis­dale, sem er 39 ára, til­kynnti ólétt­una á sam­fé­lags­miðlum í mars síðastliðnum með mynd af sér og eig­in­mann­in­um ásamt þriggja ára dótt­ur þeirra Júpíter. 

Page six

htt­ps://​www.mbl.is/​frett­ir/​se­arch/?​qs=Ashley+Tis­dale&se­arch-radi­os=mbl

mbl.is