Gömul ástarbréf og enginn kaupmáli

Bennifer | 21. ágúst 2024

Gömul ástarbréf og enginn kaupmáli

Jennifer Lopez hefur sótt um skilnað frá Ben Affleck. Fjölmiðlar vestanhafs keppast nú um að greina hvað það var sem fór úrskeiðis í þeirra hjónabandi. 

Gömul ástarbréf og enginn kaupmáli

Bennifer | 21. ágúst 2024

Bennifer munu nú að skilja og leitast við að finna …
Bennifer munu nú að skilja og leitast við að finna hamingjuna í sitt hvoru lagi. AFP

Jenni­fer Lopez hef­ur sótt um skilnað frá Ben Aff­leck. Fjöl­miðlar vest­an­hafs kepp­ast nú um að greina hvað það var sem fór úr­skeiðis í þeirra hjóna­bandi. 

Jenni­fer Lopez hef­ur sótt um skilnað frá Ben Aff­leck. Fjöl­miðlar vest­an­hafs kepp­ast nú um að greina hvað það var sem fór úr­skeiðis í þeirra hjóna­bandi. 

Sam­kvæmt Daily Mail þá á heim­ild­ar­mynd Lopez The Grea­test Love Story Never Told að hafa sett mikið álag á hjóna­bandið og valdið deil­um. Þar á Aff­leck að hafa komið að starfs­fólki Lopez að blaða í gegn­um göm­ul ástar­bréf hans til henn­ar í leit að inn­blæstri að lög­um fyr­ir næstu hljóm­plötu henn­ar.

Aff­leck hafði geymt um­rædd ástar­bréf frá því þegar þau byrjuðu fyrst sam­an og hafði síðar látið binda þau inn í bók og gefið Lopez þegar þau hófu aft­ur ástar­sam­band 17 árum síðar.

Í heim­ild­ar­mynd­inni lét Aff­leck það í ljós að hann hefði kosið að halda þess­um bréf­um frá öðru fólki.

„Það að halda ein­hverju prívat ger­ir hlut­ina sér­staka og heil­aga,“ sagði Aff­leck í heim­ild­ar­mynd­inni.

„Þetta er bók sem Ben gaf mér þegar við vörðum fyrstu jól­un­um okk­ar sam­an á ný. Þetta er hvert ein­asta bréf frá því fyr­ir tutt­ugu árum til dags­ins í dag.“

Geymdi bréf­in þrátt fyr­ir að vera gift­ur ann­arri

At­hygli vek­ur að Aff­leck geymdi bréf­in þrátt fyr­ir að hafa verið um tíma gift­ur Jenni­fer Garn­ar í þrett­án ár. Í heim­ild­ar­mynd­inni var þó ít­rekað að Garner væri mjög ánægð fyr­ir þeirra hönd.

„Ben myndi held­ur kjósa að fólk vissi ekki um ástar­bréf­in en hann er mjög róm­an­tísk­ur í eðli sínu og þó að hann hafi vissu­lega elskað Garner þá var hann aldrei bú­inn að jafna sig á Lopez. Hann varðveit­ir all­ar minn­ing­ar vel,“ seg­ir heim­ild­armaður í sam­tali við Daily Mail um ástar­bréf­in á sín­um tíma.

Eng­inn kaup­máli

Sagt er að hjón­in hafi ekki skrifað und­ir kaup­mála áður en þau gengu í hjóna­band árið 2022. Þetta er fjórða hjóna­band Lopez sem fer í hund­ana og annað hjóna­band Aff­leck.

Vin­ir Lopez segja að hún þurfi að vinna í sjálfri sér og eru orðnir þreytt­ir á kaó­tísku ástar­lífi henn­ar. Hún þurfi að kom­ast að því hver hún sé og hvert hún stefni í framtíðinni.

„Jenni­fer var orðin þreytt á hvernig Aff­leck niður­lægði hana sí­fellt með að þykj­ast vera betri og merki­legri. Hún beið með að sækja um skilnað þar til þau áttu tveggja ára brúðkaup­saf­mæli því hún vildi særa hann. Það virkaði samt ekki því Aff­leck er fyr­ir löngu orðinn þreytt­ur á henni,“ seg­ir heim­ild­armaður. Þá er sagt að hann hafi ekki sýnt nokk­urn vilja til þess að bjarga hjóna­band­inu sem hafi ollið Lopez sár­um von­brigðum.

Ef eng­inn kaup­máli er til staðar þá ber þeim að skipta jafnt því sem þau þénuðu á meðan á hjóna­band­inu stóð. Lopez hef­ur t.d. leikið í fjór­um kvik­mynd­um og hann í tveim­ur auk þess sem hann fram­leiddi eina kvik­mynd. Lopez sæk­ist ekki eft­ir meðlagi frá Aff­leck og hef­ur sótt um að dóm­stól­ar neiti Aff­leck um sams­kon­ar stuðning frá henni.

Sam­kvæmt heim­ild­um BBC hef­ur Lopez 60 daga til þess að upp­lýsa um fjár­hags­stöðu sína og Aff­leck fær einnig 60 daga til viðbót­ar eft­ir að Lopez hef­ur lagt sín gögn fram. Renni þau út á tíma þá eiga þau á hættu að þurfa að greiða háar sekt­ir.

„Ef hjón eru ekki sam­mála um hvernig á að skipta eign­um þá mun dóm­ari meta og skipta öllu sam­kvæmt lög­um. Sum ríki skipta eign­um jafnt en önn­ur eft­ir sann­girni frek­ar en hníf­jafnt.“

mbl.is