Heiðdís og Hjálmtýr eignuðust stúlku

Fæðingar og fleira | 21. ágúst 2024

Heiðdís og Hjálmtýr eignuðust stúlku

Knattspyrnukonan Heiðdís Lillýjardóttir og kærasti hennar, Hjálmtýr Alfreðsson sálfræðingur og handknattleiksmaður, eignuðust sitt fyrsta barn saman þann 14. ágúst síðastliðinn. 

Heiðdís og Hjálmtýr eignuðust stúlku

Fæðingar og fleira | 21. ágúst 2024

Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel.
Heiðdís Lillýjardóttir í búningi Basel. Ljósmynd/Aðsend

Knatt­spyrnu­kon­an Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og kær­asti henn­ar, Hjálmtýr Al­freðsson sál­fræðing­ur og hand­knatt­leiksmaður, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 14. ág­úst síðastliðinn. 

Knatt­spyrnu­kon­an Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir og kær­asti henn­ar, Hjálmtýr Al­freðsson sál­fræðing­ur og hand­knatt­leiksmaður, eignuðust sitt fyrsta barn sam­an þann 14. ág­úst síðastliðinn. 

Parið til­kynnti gleðifregn­irn­ar í sam­eig­in­legri færslu á In­sta­gram, en með færsl­unni birtu þau fal­lega myndaröð af fæðing­ar­deild­inni. 

„Þann 14.08.24 upp­lifðum við fal­leg­ustu stund lífs okk­ar þegar litla full­komna dúll­an okk­ar kom í heim­inn,“ skrifuðu þau við mynd­irn­ar. 

Bæði á kafi í íþrótt­um

Heiðdís spilaði fyrst fót­bolta með Sel­fossi og síðar með Breiðablik frá ár­inu 2017 til 2022, en þá skrifaði hún und­ir samn­ing við sviss­neska knatt­spyrnuliðið Basel og flutti út í lok janú­ar 2023 og spilaði með liðinu í eitt ár. 

Hjálmtýr hef­ur spilað hand­bolta með meist­ara­flokki Stjörn­unn­ar frá ár­inu 2011, en hann er sál­fræðing­ur að mennt og setti ný­verið á lagg­irn­ar fyr­ir­tækið Hug­rænn styrk­ur ásamt fé­laga sín­um, knatt­spyrnu­mann­in­um og sál­fræðing­in­um Vikt­ori Erni Mar­geirs­syni, þar sem þeir bjóða upp á sál­fræðiaðstoð sem er sér­sniðin að íþrótta­fólki. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is