„Það var strax tekið eftir þessu“

Dagmál | 21. ágúst 2024

„Það var strax tekið eftir þessu“

Óvenjuleg virkni hófst í Ljósufjallakerfinu um mitt ár 2021 þegar fjöldi smáskjálfta mældist. Alls urðu 83 skjálftar í kerfinu það ár og síðustu tvö ár hefur virknin verið ögn minni, en þó mjög svo frábrugðin virkninni árin fyrir 2021. Í ár hafa mælst um 70 skjálftar og reið smáskjálftahrina yfir nú í byrjun ágúst.

„Það var strax tekið eftir þessu“

Dagmál | 21. ágúst 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Óvenju­leg virkni hófst í Ljósu­fjalla­kerf­inu um mitt ár 2021 þegar fjöldi smá­skjálfta mæld­ist. Alls urðu 83 skjálft­ar í kerf­inu það ár og síðustu tvö ár hef­ur virkn­in verið ögn minni, en þó mjög svo frá­brugðin virkn­inni árin fyr­ir 2021. Í ár hafa mælst um 70 skjálft­ar og reið smá­skjálfta­hrina yfir nú í byrj­un ág­úst.

    Óvenju­leg virkni hófst í Ljósu­fjalla­kerf­inu um mitt ár 2021 þegar fjöldi smá­skjálfta mæld­ist. Alls urðu 83 skjálft­ar í kerf­inu það ár og síðustu tvö ár hef­ur virkn­in verið ögn minni, en þó mjög svo frá­brugðin virkn­inni árin fyr­ir 2021. Í ár hafa mælst um 70 skjálft­ar og reið smá­skjálfta­hrina yfir nú í byrj­un ág­úst.

    Jarðskjálfta­virkni hef­ur einnig orðið vart í Hofs­jökli og síðustu tvö ár hef­ur virkn­in meira en tvö­fald­ast sé fjöldi skjálfta á ári bor­inn sam­an við fjölda skjálfta árin þar á und­an. Eins og í Ljósu­fjalla­kerf­inu eru skjálft­arn­ir litl­ir og ekki marg­ir, í sam­an­b­urði við skjálfta á virk­ara elds­um­brota­svæði eins og Reykja­nesskag­an­um.

    Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2011.
    Frá eld­gos­inu í Eyja­fjalla­jökli árið 2011. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

    Eitt­hvað gerðist árið 1991

    Spurður út í aukna virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu og Hofs­jökli rek­ur Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, sög­una af Eyja­fjalla­jökli þar sem eld­gos braust út árið 2010.

    „Menn muna nú kannski vel þegar Eyja­fjalla­jök­ull allt í einu tók við sér. Fram­an af var lítið um að vera í Eyja­fjalla­jökli, smá gos árið 1821 og svo síðan ekki meir. Fram­an af þess­ari mæliöld sem við lif­um núna var ekk­ert um að vera í Eyja­fjalla­jökli, hann bara lét eins og ekk­ert væri. Eng­ir jarðskjálft­ar og ekki neitt. Síðan gerðist eitt­hvað árið 1991, þá byrjuðu jarðskjálft­ar. Það var strax tekið eft­ir þessu, vegna þess að hann hafði verið svo mátt­laus fram að því. Eft­ir það rak hver at­b­urður­inn ann­an í þessu eld­fjalli. Það urðu inn­skot og virkni, og skjálfta­hrin­ur og landris. Kvikuinn­skot inn í ræt­ur eld­fjalls­ins. Það tók hann 18 ár að ná því marki að geta gosið,“ seg­ir Páll.

    Viðtalið við Pál má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um í dag og lesa í Morg­un­blaðinu.

    Kort/​mbl.is
    mbl.is