Þetta felst í uppfærðum samgöngusáttmála

Borgarlínan | 21. ágúst 2024

Þetta felst í uppfærðum samgöngusáttmála

Heildarkostnaður við nýjan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu verður 311 milljarðar. Miklabraut fer í göng en ekki stokk og framkvæmdir við Fossvogsbrú og þar með borgarlínu fara í gang mjög fljótlega. Þetta er meðal þess sem upplýst var um á kynningarfundi um uppfærðan samgöngusáttmála í dag.

Þetta felst í uppfærðum samgöngusáttmála

Borgarlínan | 21. ágúst 2024

Horft er til þess að leggja Sæbraut í stokk á …
Horft er til þess að leggja Sæbraut í stokk á 850 metra kafla. Miklabraut fer hins vegar í göng á 2,8 km kafla í stað stokks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heild­ar­kostnaður við nýj­an sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu verður 311 millj­arðar. Mikla­braut fer í göng en ekki stokk og fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú og þar með borg­ar­línu fara í gang mjög fljót­lega. Þetta er meðal þess sem upp­lýst var um á kynn­ing­ar­fundi um upp­færðan sam­göngusátt­mála í dag.

Heild­ar­kostnaður við nýj­an sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu verður 311 millj­arðar. Mikla­braut fer í göng en ekki stokk og fram­kvæmd­ir við Foss­vogs­brú og þar með borg­ar­línu fara í gang mjög fljót­lega. Þetta er meðal þess sem upp­lýst var um á kynn­ing­ar­fundi um upp­færðan sam­göngusátt­mála í dag.

Verður fjár­fest fyr­ir 14 millj­arða ár­lega til árs­ins 2029 og frá ár­inu 2030 fyr­ir 19 millj­arða til árs­ins 2040. Áður hafði verið gert ráð fyr­ir að kostnaður­inn væri um 170 millj­arðar. Gild­is­tími sátt­mál­ans, og þar með fram­kvæmda­tíma­bil, hef­ur verið lengt um sjö ár, en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að klára verk­efnið árið 2033. Fyrr í vik­unni hafði Morg­un­blaðið greint frá lengri fram­kvæmda­tíma­bili og aukn­um kostnaði verk­efn­is­ins.

Fram kom í kynn­ing­unni að af því fjár­magni sem sett verður í sam­göngusátt­mál­ann munu 42% fara í stofn­vegi, 42% í borg­ar­línu og 13% í göngu- og hjóla­stíga. Að lok­um fer 3% í um­ferðar­stýr­ingu, bætt flæði og ör­yggi.

Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Páll Björg­vin Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Eyþór

Ríkið sér um þung­an af fjár­mögn­un

Ríkið mun fjár­magna 87,5% af sátt­mál­an­um en sveit­ar­fé­lög 12,5%. Munu sveit­ar­fé­lög fjár­magna verk­efni sátt­mál­ans með bein­um fram­lög­um. Ríkið mun fjár­magna sinn hluta með bein­um fram­lög­um, ábata af sölu af Keldna­landi og tekj­um af um­ferð eða með ann­arri fjár­mögn­un.

Stærsta breyt­ing­in frá fyrri sátt­mála er að Mikla­braut verður ekki lögð í stokk, held­ur verða boruð 2,8 km löng jarðgöng frá Skeifu að Land­spít­ala. Þá er Sæ­braut­ar­stokk­ur að fullu kom­inn inn í nú­ver­andi sátt­mála og búið er að vinna nán­ari grein­ingu á kostnaði verk­efn­is­ins sem hef­ur ýtt heild­ar­kostnaðartöl­unni upp.

Upp­lýst var að göng frek­ar en stokk­ur við Miklu­braut væri mun ódýr­ari kost­ur og myndi valda mun minna raski og óþæg­ind­um en stokk­ur.

Borg­ar­línu­áform óbreytt

Óbreytt áform eru um upp­bygg­ingu borg­ar­línu og grunn­hönn­un henn­ar frá því sem kynnt var í frumdrög­um að fyrstu lotu borg­ar­línu. Fyrsti hluti þess verk­efn­is verður eft­ir sem áður Foss­vogs­brú, en fyrsti áfangi Borg­ar­línu mun ná frá Hamra­borg í Kópa­vogi yfir Foss­vogs­brú yfir að BSÍ, þaðan að HÍ og gegn­um miðbæ­inn og gegn­um Suður­lands­braut og upp á Ártúns­höfða.

Vagn­arn­ir verða í sérrými og að mestu með for­gang á gatna­mót­um. Vagn­ar munu aka á 7-10 mín fresti á anna­tím­um og með yf­ir­byggðum stöðvum. Sérak­rein­ar verði einnig nýtt­ar und­ir neyðar­um­ferð viðbragðsaðila.

Fyrsti áfangi borgarlínu felur í sér brú yfir Fossvog og …
Fyrsti áfangi borg­ar­línu fel­ur í sér brú yfir Foss­vog og stefnt er að því að þær fram­kvæmd­ir hefj­ist fljót­lega. Ljós­mynd/​Efla/​Beam Architects

Ríkið kem­ur að rekstri al­menn­ings­sam­göng­um

Þá verður komið upp sam­eig­in­legu rekstr­ar­fé­lagi fyr­ir rekst­ur al­menn­ings­sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu, en ríkið mun fjár­magna rekst­ur þess um þriðjung meðan sveit­ar­fé­lög­in sex munu greiða tvo þriðju hluta rekst­urs­ins. Verður þetta fé­lag stofnað næstu ára­mót.

Frá því að sam­göngusátt­mál­inn var und­ir­ritaður árið 2019 hafa þrjár stofn­vega­fram­kvæmd­ir klár­ast og sú fjórða er haf­in. Þetta eru; Vest­ur­lands­veg­ur: Skar­hóla­braut-Hafra­vatns­veg­ur, Reykja­nes­braut: Kaldár­sels­veg­ur-Krísu­vík­ur­veg­ur og Suður­lands­veg­ur: Bæj­ar­háls-Vest­ur­lands­veg­ur. Lauk þess­um verk­efn­um árin 2021 og 2022. Í fyrra hóf­ust svo fram­kvæmd­ir við Arn­ar­nes­veg frá Rjúpna­vegi að Breiðholts­braut, en verklok eru áformuð árið 2026.

80 km göngu- og hjóla­stíg­ar til viðbót­ar

Frá und­ir­rit­un sátt­mál­ans árið 2019 hafa 20 km af hjóla- og göngu­stíg­um verið lagðir, þrenn und­ir­göng og tvær brýr fyr­ir gang­andi og hjólandi. Að lok­um hef­ur 1,6 millj­örðum verið varið í tækja­búnað og tækniþróun fyr­ir um­ferðarljós­a­stýr­ing­ar og aðrar smærri fram­kvæmd­ir til að bæta um­ferðarflæði og ör­yggi í um­ferðinni. Í kynn­ing­unni kom fram að í upp­færðum sátt­mála verður 80 km bætt við til árs­ins 2040.

Reiknaður ábati 1.140 millj­arðar

Sam­kvæmt kynn­ing­unni í dag er áætlaður sam­fé­lags­leg­ur ábati af sátt­mál­an­um til 50 ára 1.140 millj­arðar, eða 3,5 fald­ur kostnaður fram­kvæmd­anna.

Upp­fært: Í upp­haf­legri frétt kom fram að heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins væri tæp­lega 300 millj­arðar, en það var byggt á ár­legri áætlaðri fjár­fest­ingu. Í til­kynn­ingu stjórn­ar­ráðsins kem­ur hins veg­ar fram að heild­ar­kostnaður­inn sé sam­tals 311 millj­arðar til árs­ins 2040. Hef­ur frétt­in verið upp­færð sam­kvæmt því.

mbl.is