Tilviljun?

Dagmál | 21. ágúst 2024

Tilviljun?

„Við fyrstu athugun myndi maður segja að þetta væri tilviljanakennt. En svo ef maður skoðar þetta í samhengi við annað sem hefur gerst á landinu er ýmislegt sem bendir til þess að kvikuvirkni undir landinu komi í hrinum,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í Dagmálum í dag.

Tilviljun?

Dagmál | 21. ágúst 2024

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Við fyrstu at­hug­un myndi maður segja að þetta væri til­vilj­ana­kennt. En svo ef maður skoðar þetta í sam­hengi við annað sem hef­ur gerst á land­inu er ým­is­legt sem bend­ir til þess að kviku­virkni und­ir land­inu komi í hrin­um,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í Dag­mál­um í dag.

    „Við fyrstu at­hug­un myndi maður segja að þetta væri til­vilj­ana­kennt. En svo ef maður skoðar þetta í sam­hengi við annað sem hef­ur gerst á land­inu er ým­is­legt sem bend­ir til þess að kviku­virkni und­ir land­inu komi í hrin­um,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, pró­fess­or emer­it­us í jarðeðlis­fræði við Há­skóla Íslands, í Dag­mál­um í dag.

    Hann var spurður hvort það væri til­vilj­un að líf sé að kvikna í bæði Ljósu­fjalla­kerf­inu, sem teyg­ir sig frá Kolgrafarf­irði í vestri að Norðurá í Borg­ar­f­irði, og eld­stöðva­kerf­inu í Hofs­jökli. Á sama tíma hafa átta eld­gos orðið á Reykja­nesskaga.

    Ljósufjöll á Snæfellsnesi og Hofsjökull.
    Ljósu­fjöll á Snæ­fellsnesi og Hofs­jök­ull. Sam­sett mynd/Á​rni Sæ­berg/​Sig­urður Bogi

    Verður að setja í sam­hengi

    Lífs­markið í þess­um tveim­ur eld­stöðvum get­ur virst til­vilj­ana­kennt í fyrstu, að sögn Páls, en sé það sett í sam­hengi við annað sem í gangi er á land­inu bendi ým­is­legt til þess að kviku­virkni und­ir land­inu komi í hrin­um.

    „Ísland er nátt­úru­lega það sem við köll­um heit­ur reit­ur, und­ir land­inu er möttulstrók­ur sem á upp­tök djúpt í möttli jarðar. Þessi strók­ur, efnið í hon­um er fast efni að mestu leyti. Það er á hægri hreyf­ingu upp á við. Það er að skila orku frá innviðum jarðar­inn­ar og upp til yf­ir­borðs. Efnið í hon­um er heitt, þegar það nálg­ast yf­ir­borðið þá lækk­ar í því bræðslu­markið. Það byrj­ar að bráðna, efnið í þess­um möttulstrók, þegar það nálg­ast yf­ir­borðið. Vökvinn sem verður til, kvik­an, stíg­ur upp og fóðrar þessa eld­virkni,“ út­skýr­ir Páll.

    „Það virðist eins og það skipt­ist svo­lítið á, lítið virk tíma­bil og virk­ari tíma­bil. Það svona læðist að manni grun­ur um að þetta geti virkað á svona tímaskal­an­um öld eða svo.“

    Viðtalið við Pál má horfa á í heild sinni í Dag­mál­um í dag og lesa í Morg­un­blaðinu.

    mbl.is