Fimm fantaflottar eignir í 101 Reykjavík

Heimili | 24. ágúst 2024

Fimm fantaflottar eignir í 101 Reykjavík

Á fasteignavef mbl.is er að finna fjölbreytt úrval af spennandi eignum á sölu, allt frá litlum stúdíóíbúðum yfir í gríðarstórar lúxushallir. Þá eru fjölbreyttar eignir til sölu í miðbæ Reykjavíkur og engin furða að 101 hverfið sé eftirsóttur staður til að búa á, enda er hverfið líflegt og býr yfir miklum sjarma og merkilegri sögu. 

Fimm fantaflottar eignir í 101 Reykjavík

Heimili | 24. ágúst 2024

Á listanum eru eignir sem hafa greinilega verið innréttaðar af …
Á listanum eru eignir sem hafa greinilega verið innréttaðar af fagurkerum! Samsett mynd

Á fast­eigna­vef mbl.is er að finna fjöl­breytt úr­val af spenn­andi eign­um á sölu, allt frá litl­um stúd­íó­í­búðum yfir í gríðar­stór­ar lúx­us­hall­ir. Þá eru fjöl­breytt­ar eign­ir til sölu í miðbæ Reykja­vík­ur og eng­in furða að 101 hverfið sé eft­ir­sótt­ur staður til að búa á, enda er hverfið líf­legt og býr yfir mikl­um sjarma og merki­legri sögu. 

Á fast­eigna­vef mbl.is er að finna fjöl­breytt úr­val af spenn­andi eign­um á sölu, allt frá litl­um stúd­íó­í­búðum yfir í gríðar­stór­ar lúx­us­hall­ir. Þá eru fjöl­breytt­ar eign­ir til sölu í miðbæ Reykja­vík­ur og eng­in furða að 101 hverfið sé eft­ir­sótt­ur staður til að búa á, enda er hverfið líf­legt og býr yfir mikl­um sjarma og merki­legri sögu. 

Smart­land tók sam­an fimm sér­lega sjarmer­andi eign­ir í 101 Reykja­vík sem ættu að hitta beint í mark hjá fag­ur­ker­um lands­ins. 

Njáls­gata 5

Við Njáls­götu í Reykja­vík er til sölu glæsi­leg hæð með sér inn­gangi sem hef­ur verið inn­réttuð á afar fal­leg­an máta, en það var mynd­lista­kon­an og hönnuður­inn Linda Jó­hanns­dótt­ir sem sá um hönn­un­ina. Hæðin tel­ur alls 79 fm og er í snyrti­legu húsi sem reist var árið 1918. Alls eru tvö svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi á hæðinni. 

Ásett verð er 77.500.000 krón­ur. 

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Njáls­gata 5

Eignin hefur verið innréttuð á glæsilegan máta þar sem ljúf …
Eign­in hef­ur verið inn­réttuð á glæsi­leg­an máta þar sem ljúf litap­all­etta og fal­leg­ir hús­mund­ir eru í for­grunni. Sam­sett mynd

Skóla­vörðustíg­ur 36

Við Skóla­vörðustíg í Reykja­vík er til sölu 164 fm íbúðar­hús­næði á tveim­ur hæðum sem reist var árið 2021. Eign­in hef­ur verið vand­lega inn­réttuð á mini­malísk­an máta þar sem fal­leg­ir hús­mun­ir fá að njóta sín. Þá hef­ur eign­inni verið skipt upp í tvær þriggja her­bergja íbúðir.

Ásett verð er 255.000.000 krón­ur. 

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Skóla­vörðustíg­ur 36

Fallegir húsmunir setja svip sinn á eignina sem hefur verið …
Fal­leg­ir hús­mun­ir setja svip sinn á eign­ina sem hef­ur verið inn­réttuð á mini­malísk­an máta. Sam­sett mynd

Ægis­gata 10

Við Ægis­götu í Reykja­vík er til sölu heill­andi íbúð á ann­arri hæð í fjöl­býl­is­húsi sem reist var árið 1954. Eign­in tel­ur alls 94 fm og hef­ur verið inn­réttuð á sér­lega sjarmer­andi máta þar sem fal­leg litap­all­etta er í for­grunni. Í íbúðinni eru tvö svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi. 

Ásett verð er 78.800.000 krón­ur.

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Ægis­gata 10

Mikill sjarmi er yfir íbúðinni sem gleður sannarlega augað.
Mik­ill sjarmi er yfir íbúðinni sem gleður sann­ar­lega augað. Sam­sett mynd

Ljós­valla­gata 26

Við Ljós­valla­götu í Reykja­vík er til sölu 111 fm par­hús á tveim­ur hæðum í sjarmer­andi húsi sem reist var árið 1926. Eign­in hef­ur verið inn­réttuð á skemmti­leg­an máta, en hún stát­ar af tveim­ur svefn­her­bergj­um og einu baðher­bergi. 

Ásett verð er 114.900.000 krón­ur. 

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Ljós­valla­gata 26

Húsið er ekki síður heillandi að utan, en það var …
Húsið er ekki síður heill­andi að utan, en það var reist árið 1926. Sam­sett mynd

Norður­stíg­ur 5

Við Norður­stíg í Reykja­vík er til sölu björt og sjarmer­andi 83 fm íbúð á neðri hæð í fal­legu tví­býl­is­húsi sem reist var árið 1902. Eign­in hef­ur mik­inn karakt­er og hef­ur verið inn­réttuð á sjarmer­andi máta. Í íbúðinni eru tvö svefn­her­bergi og eitt baðher­bergi. 

Ásett verð er 73.000.000 krón­ur. 

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Norður­stíg­ur 5

Íbúðin er skemmtileg með miklum karakter.
Íbúðin er skemmti­leg með mikl­um karakt­er. Sam­sett mynd
mbl.is