Guðs lifandi fegin að vera laus við Affleck

Bennifer | 28. ágúst 2024

Guðs lifandi fegin að vera laus við Affleck

Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er sögð guðs lifandi fegin að vera laus við eiginmann sinn, leikstjórann og leikarann Ben Affleck, í kjölfar stormasams hjónabandslífs þeirra síðustu tvö árin.

Guðs lifandi fegin að vera laus við Affleck

Bennifer | 28. ágúst 2024

Hollywood-stjörnurnar giftu sig við hátíðlega athöfn í júlí 2022.
Hollywood-stjörnurnar giftu sig við hátíðlega athöfn í júlí 2022. AFP

Söng- og leik­kon­an Jenni­fer Lopez er sögð guðs lif­andi feg­in að vera laus við eig­in­mann sinn, leik­stjór­ann og leik­ar­ann Ben Aff­leck, í kjöl­far storma­sams hjóna­bands­lífs þeirra síðustu tvö árin.

Söng- og leik­kon­an Jenni­fer Lopez er sögð guðs lif­andi feg­in að vera laus við eig­in­mann sinn, leik­stjór­ann og leik­ar­ann Ben Aff­leck, í kjöl­far storma­sams hjóna­bands­lífs þeirra síðustu tvö árin.

Lopez sótti form­lega um skilnað frá Aff­leck í síðustu viku og var það, að sögn heim­ild­ar­manns, það síðasta sem hún vildi gera. Leik­kon­an var víst til­bú­in að gera hvað sem er til að lappa upp á hjóna­band henn­ar og Aff­leck, en leik­stjór­inn var ekki á sama máli. 

„Það hef­ur verið mjög erfitt fyr­ir hana að horfa á eft­ir Aff­leck. Hann ákvað að halda áfram með líf sitt og skilja hana eft­ir,” sagði heim­ild­armaður við tíma­ritið People á mánu­dag.

„Hún vildi alls ekki skilja. Hún vildi leysa átök og rækta sam­bandið. Þau elska hvort annað. Lopez er ekki týp­an til að gef­ast upp. Það hef­ur verið mjög erfitt fyr­ir hana að sitja og bíða.”

Lopez og Aff­leck eiga langa sögu sund­ur og sam­an. Þau voru áður trú­lofuð og ætluðu að gifta sig í sept­em­ber 2003 en hættu svo sam­an í byrj­un árs 2004. Þau voru svo vin­ir og byrjuðu aft­ur sam­an 17 árum síðar. Hollywood-stjörn­urn­ar giftu sig við hátíðlega at­höfn í júlí 2022.

Kom­inn með nýja

Aff­leck virðist þegar vera kom­inn yfir fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, en síðustu vik­ur hef­ur hann sést ásamt dótt­ur banda­ríska stjórn­mála­manns­ins Robert F. Kenn­e­dy, leik­kon­unni Kick Kenn­e­dy.

Eðli sam­bands þeirra er óljóst en parið sást meðal ann­ars á ein­um heit­asta skemmti­stað ríka og fræga fólks­ins, The Polo Lounge, nú á dög­un­um.

mbl.is