„Ég hafði ekki mikla trú á eigin getu“

Heilsurækt | 31. ágúst 2024

„Ég hafði ekki mikla trú á eigin getu“

„For­vitni og þekk­ing­arþorsti er grunn­ur að heil­brigði og lífs­gleði,“ seg­ir Edda Björg­vins­dótt­ir, stór­leik­kona og hálf­gerður ei­lífðarstúd­ent. Síðustu ár hef­ur hún safnað há­skóla­gráðum eins og frí­merkj­um og lauk ný­verið jóga­kenn­ara­námi hjá Jóga­setr­inu.

„Ég hafði ekki mikla trú á eigin getu“

Heilsurækt | 31. ágúst 2024

Ljósmynd/Aðsend

„For­vitni og þekk­ing­arþorsti er grunn­ur að heil­brigði og lífs­gleði,“ seg­ir Edda Björg­vins­dótt­ir, stór­leik­kona og hálf­gerður ei­lífðarstúd­ent. Síðustu ár hef­ur hún safnað há­skóla­gráðum eins og frí­merkj­um og lauk ný­verið jóga­kenn­ara­námi hjá Jóga­setr­inu.

„For­vitni og þekk­ing­arþorsti er grunn­ur að heil­brigði og lífs­gleði,“ seg­ir Edda Björg­vins­dótt­ir, stór­leik­kona og hálf­gerður ei­lífðarstúd­ent. Síðustu ár hef­ur hún safnað há­skóla­gráðum eins og frí­merkj­um og lauk ný­verið jóga­kenn­ara­námi hjá Jóga­setr­inu.

Þessi aldagamla hug­leiðslu- og heil­un­ar­tækni hef­ur spilað stór­an þátt í lífi Eddu í lang­an tíma, grætt göm­ul sár, opnað nýj­ar vídd­ir og sýnt henni nýja ver­öld sem hún er þakk­lát fyr­ir að fá að til­heyra.

Edda ætl­ar ásamt dótt­ur sinni, Mar­gréti Ýrr Sig­ur­geirs­dótt­ur, að deila þekk­ingu sinni og reynslu af jóga­fræðunum í sann­kallaðri gleðiferð á Teneri­fe í októ­ber og lof­ar hún ein­stakri, sól­ríkri og ógleym­an­legri upp­lif­un.

Blaðamaður mbl.is hafði sam­band við Eddu og fékk að heyra um jóga­lífið og heil­un­ar­ferðina.

Af hverju jóga?

„Ég er ótrú­lega ör mann­eskja, þarf alltaf að vera á mikl­um hraða og gera mikið. Það get­ur verið erfitt og slít­andi en sömu­leiðis skap­andi fyr­ir mann­eskju eins og mig. Í gegn­um allt mitt bram­bolt, dans, leik­fimi og guð má vita hvað fleira, þá fann ég fljótt að jóga gaf mér ein­hvern klett og magnaði gleðina, sem ég átti að vísu nóg af.

Ég hafði ekki mikla trú á eig­in getu í fyrstu, enda hélt ég að það gæti eng­inn stundað jóga nema vera ofboðslega liðugur og með mikla djúpa innri ró, ég af­skrifaði því sjálfa mig snar­lega þar sem ég er hvorki liðug né með meðfædda innri ró. En for­vitn­in leiddi mig þangað og komst ég að því að jóga hef­ur ekk­ert með liðleika að gera. Ég fann fljótt að þetta voru töfra­brögð í lífi mínu og visst list­form sem kenndi mér að hafa hem­il á sjálfri mér. Jóga kenndi mér sjálf­saga,“ seg­ir Edda.

Ljós­mynd/​Aðsend

Aðspurð seg­ist Edda hald­in óslökkvandi lær­dómsþörf og fróðleiks­fýsn.

„Ég er með meist­ara­gráðu í menn­ing­ar­stjórn­un og diplóma­gráðu í bæði já­kvæðri sál­fræði og sál­gæslu og hef bara þessa stöðugu þörf til þess að læra eitt­hvað nýtt. Ég finn fyr­ir innri titr­ingi í hvert sinn sem ég sé aug­lýst nýtt nám og þá sér­stak­lega eitt­hvað sem snýr að and­legri vellíðan,“ út­skýr­ir Edda sem skráði sig ný­verið í nám í stólajóga.

Hvað varð til þess að þú fórst í jóga­kenn­ara­nám?

„Það hafði verið of­ar­lega á dag­skrá í lang­an tíma og hlaut ég loks­ins tæki­færið þegar samn­ing­ur minn við Þjóðleik­húsið rann út. Það er víst í rík­is­lög­um að maður má ekki vera samn­ings­bund­inn eft­ir ákveðinn ald­ur og þá myndaðist aðeins meira rými og ég ákvað að skella mér í þetta nám. Ég hélt að ég myndi ein­göngu gera þetta fyr­ir sjálfa mig en svo finnst mér bara svo ofboðslega gam­an og spenn­andi að taka fólk til mín og hjálpa þeim sem eru stirðir, óþol­in­móðir og telja sig ekki geta þetta. Það er hóp­ur­inn minn, fólkið mitt.“

Kjarn­inn er þakk­læti

Edda seg­ir kjarn­ann í jóga­fræðunum vera gleði og þakk­læti.

„Ég hef alltaf grúskað í and­leg­um fræðum og þakk­læti varð fljótt part­ur af lífi mínu. Þegar ég var nem­andi í leik­list­ar­skól­an­um ákvað ég að þakka ofboðslega vel fyr­ir öll tæki­færi, hlut­verk og all­ar gjaf­ir lífs­ins og hef­ur það ávallt fylgt mér. Of­ar­lega á þakk­læt­islist­an­um er vin­konu­sam­bandið við dæt­ur mín­ar. Við eig­um ótal hluti sam­eig­in­lega og erum sann­kallað kvenna­gengi. Ég á ynd­is­legt sam­band við öll börn­in mín, dreng­ina tvo líka, og bar­dúsa ým­is­legt með þeim öll­um og er óend­an­lega þakk­lát fyr­ir það, enda ekki sjálf­gefið.

Sann­kölluð gleðiferð

Edda og Mar­grét Ýrr fóru sam­an í jóga­kenn­ara­nám og ákváðu svo í fram­haldi að bjóða upp á kvenna­ferð til Teneri­fe.

„Þetta verður al­veg hreint ynd­is­legt. Við verðum með eitt­hvað ofboðslega fal­legt og upp­byggj­andi fyr­ir sál­ina, alls kyns jóga, teygj­ur í sjáv­ar­mál­inu og djúpslök­un sem er að mínu mati besta heilameðal sem þú get­ur fengið.

Eva skvísa dótt­ir mín verður von­andi sér­leg­ur gleðigjafi og skrípill í ferðinni. Við erum að ham­ast í henni, við Mar­grét, að reyna að fá hana með.

Ljós­mynd/​Aðsend

Það eru ekki mörg pláss í boði enda vilj­um við mæðgurn­ar geta ein­beitt okk­ur að þeim kon­um sem fara með okk­ur í sól­ina.“

Af hverju varð Teneri­fe fyr­ir val­inu?

„Mig lang­ar rosa­lega að fara á exó­tíska staði í framtíðinni en það varð ofan á beint flug þangað sem við vit­um að er heitt og það er á Teneri­fe. Við verðum á pínu­lít­illi strönd á litlu lúx­us­hót­eli fjarri dúndr­andi hávaða og þvögu ferðamanna.

Ég hlakka mikið til að upp­lifa þetta með þess­um ynd­is­lega kvenna­hópi enda magnað að sjá hvað það er hægt að ná ótrú­legri slök­un á þess­um tíma. Jóga er sann­kallaður fjár­sjóður.“

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is