Fengu ábendingar um hefndaráform

Fengu ábendingar um hefndaráform

Mikil viðvera lögreglu á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í gærkvöldi tengdist orðrómi um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur.

Fengu ábendingar um hefndaráform

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 1. september 2024

Lögregla segir orðróm gærkvöldsins og árásina á föstudagskvöld ekki tengjast.
Lögregla segir orðróm gærkvöldsins og árásina á föstudagskvöld ekki tengjast. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Aðsend

Mikil viðvera lögreglu á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í gærkvöldi tengdist orðrómi um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur.

Mikil viðvera lögreglu á hátíðinni Í túninu heima í Mosfellsbæ í gærkvöldi tengdist orðrómi um mögulegar hefndaraðgerðir vegna stunguárásarinnar á Menningarnótt sem leiddi til andláts sautján ára stúlku, Bryndísar Klöru Birgisdóttur.

Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn, en hún segir orðróminn ekki tengjast atburðum föstudagskvöldsins þar sem hnífi var beitt í líkamsárás á hátíðinni. 

„Það gerist á föstudagskvöldinu, orðrómurinn var að það myndi eitthvað gerast um laugardagskvöldið.“

Aðspurð segir hún lögreglu ekki telja árásina á föstudagskvöldið og árásina á Menningarnótt tengjast.

Orðrómurinn óljós

Hún tekur fram að orðrómurinn hafi verið afar óljós og fyrst byrjað að berast lögreglu af einhverju viti á laugardaginn. Ábendingar hafi ekki beinst að tilteknum einstaklingum.

Lögregla hafi verið með mikla viðveru á hátíðinni í kjölfarið í samstarfi við skipuleggjendur, gæsluliða og Flotann - flakkandi félagsmiðstöð, sem hafi verið afar sýnileg á staðnum.

„Allir sem að þessu koma juku bara aðeins við og við teljum að það hafi orðið til þess að þetta fór vel fram,“ segir Hjördís.

mbl.is