Þetta eru köldustu áfangastaðir í heimi

Á Grænlandi | 1. september 2024

Þetta eru köldustu áfangastaðir í heimi

Okkur Íslendinga dreymir oft um frí á suðrænum og sólríkum slóðum, enda fáum við flest alveg nóg af kuldanum yfir vetrartímann. Suma dreymir þó um að heimsækja enn kaldari staði þar sem snjór, frost og magnað landslag skapar einstakt andrúmsloft. 

Þetta eru köldustu áfangastaðir í heimi

Á Grænlandi | 1. september 2024

Á listanum finnur þú nokkra af köldustu áfangastöðum heims!
Á listanum finnur þú nokkra af köldustu áfangastöðum heims! Samsett mynd

Okk­ur Íslend­inga dreym­ir oft um frí á suðræn­um og sól­rík­um slóðum, enda fáum við flest al­veg nóg af kuld­an­um yfir vetr­ar­tím­ann. Suma dreym­ir þó um að heim­sækja enn kald­ari staði þar sem snjór, frost og magnað lands­lag skap­ar ein­stakt and­rúms­loft. 

Okk­ur Íslend­inga dreym­ir oft um frí á suðræn­um og sól­rík­um slóðum, enda fáum við flest al­veg nóg af kuld­an­um yfir vetr­ar­tím­ann. Suma dreym­ir þó um að heim­sækja enn kald­ari staði þar sem snjór, frost og magnað lands­lag skap­ar ein­stakt and­rúms­loft. 

Á dög­un­um birt­ist grein á vef Lonely Pla­net þar sem köld­ustu áfangastaðir í heimi voru tekn­ir sam­an – þess­ir staðir eru fyr­ir þá allra hörðustu!

Suður­skautslandið

Suður­skautslandið lík­ist helst ann­arri plán­etu þar sem ís­breiðurn­ar þekja yf­ir­borðið og skapa ótrú­legt sjón­arspil. Marga dreym­ir um að heim­sækja Suður­skautslandið ein­hvern tím­ann á æv­inni.

Ljós­mynd/​Unsplash/​Getty

Longye­ar­byen

Longye­ar­byen er nyrsti byggði staður­inn í heim­in­um og höfuðborg Sval­b­arða í Nor­egi. Það er svo snjóþungt í bæn­um að oft­ast þarf að nota vélsleða til að kom­ast á milli staða. Þar get­ur þú upp­lifað ein­stakt dýra­líf og guðdóm­leg norður­ljós. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Jacek Urbanski

Ittoqqortoormiit

Á aust­ur­strönd Græn­lands er að finna eina af­skekkt­ustu byggð heims í bæn­um Ittoqqortoormiit. Þar er framúrsk­ar­andi dýra­líf og skammt frá er stærsti þjóðgarður heims, Norðaust­ur-Græn­land. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Rod Long

Denali-þjóðgarður­inn

Í Denali-þjóðgarðinum í Alaska stend­ur hæsta fjall rík­is­ins, en tind­ur­inn er sá kald­asti í heimi þar sem hit­inn mæl­ist allt niður í -30°C yfir há­sum­arið. Þjóðgarður­inn er vin­sæll meðal úti­vist­ar- og æv­in­týra­fólks, enda er nóg af göngu­leiðum og spenn­andi hlut­um að sjá. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Jesse Brack

Hakkōda-fjöll

Rétt fyr­ir neðan tinda Hakkōda-fjall­anna stend­ur Aomori, snjóþungasta borg heims, sem er graf­in und­ir mörg­um metr­um af snjó í um fjóra mánuði á ári hverju. Þar í kring eru vin­sæl skíðasvæði og margt fal­legt að sjá. 

Ljós­mynd/​Unslash/​Seiya Maeda
mbl.is