Dýrt að reka eina vél

Öryggi sjófarenda | 2. september 2024

Dýrt að reka eina vél

Jón Gunnarsson, alþingismaður í Suðvesturkjördæmi og fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir óheppilegt ef tillögur að hagræðingu í rekstri Landhelgisgæslunnar sem hann lét vinna fyrir ráðuneytið séu ekki til skoðunar. Spara megi háar fjárhæðir með öðru rekstrar­formi í eftirlitsfluginu og nefnir hann 400-600 milljónir á ári í því sambandi, eftir því hvaða leið væri farin.

Dýrt að reka eina vél

Öryggi sjófarenda | 2. september 2024

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli.
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður í Suðvest­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, seg­ir óheppi­legt ef til­lög­ur að hagræðingu í rekstri Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem hann lét vinna fyr­ir ráðuneytið séu ekki til skoðunar. Spara megi háar fjár­hæðir með öðru rekstr­ar­formi í eft­ir­lits­flug­inu og nefn­ir hann 400-600 millj­ón­ir á ári í því sam­bandi, eft­ir því hvaða leið væri far­in.

Jón Gunn­ars­son, alþing­ismaður í Suðvest­ur­kjör­dæmi og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, seg­ir óheppi­legt ef til­lög­ur að hagræðingu í rekstri Land­helg­is­gæsl­unn­ar sem hann lét vinna fyr­ir ráðuneytið séu ekki til skoðunar. Spara megi háar fjár­hæðir með öðru rekstr­ar­formi í eft­ir­lits­flug­inu og nefn­ir hann 400-600 millj­ón­ir á ári í því sam­bandi, eft­ir því hvaða leið væri far­in.

Jón seg­ir að TF-SIF sé dýr í rekstri og bet­ur væri farið með fé ef farn­ar væru aðrar leiðir til að halda úti eft­ir­lits­flugi með land­helg­inni. Jón lét gera skýrslu fyr­ir ráðuneytið sem var á loka­metr­un­um þegar hann hætti sem ráðherra. Sér­fræðing­ar og álits­gjaf­ar í þeirri vinnu voru að hans sögn sam­mála um að of dýrt væri að reka eina vél eins og Land­helg­is­gæsl­an geri með TF-SIF.

Þegar Jón viðraði þá hug­mynd að selja TF-SIF og fara aðrar leiðir mætti hann and­stöðu hjá Gæsl­unni. Ein hug­mynd­in var að kaupa vél sem notuð er í Nor­egi og kall­ast King Air 350 ER. Seg­ir hann að hjá Gæsl­unni telji menn að vél­in henti ekki fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður en menn í flugrekstri hér­lend­is og flug­menn sem Jón hafi rætt við séu því ósam­mála. „Marg­ir sem þekkja flugrekst­ur á Íslandi höfðu sam­band að fyrra bragði og lýstu yfir ánægju með þess­ar hug­mynd­ir.“ 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is