Sett hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem dyraverðir kalla eftir rétti til að fá að notast við handjárn við störf sín. Bjarnar Þór Jónsson, dyravörður og ábyrgðarmaður söfnunarinnar, segir fleiri árásir vera að eiga sér stað niður í miðbæ Reykjavíkur, bæði á dyraverði og á almenning.
Sett hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem dyraverðir kalla eftir rétti til að fá að notast við handjárn við störf sín. Bjarnar Þór Jónsson, dyravörður og ábyrgðarmaður söfnunarinnar, segir fleiri árásir vera að eiga sér stað niður í miðbæ Reykjavíkur, bæði á dyraverði og á almenning.
Sett hefur verið af stað undirskriftasöfnun þar sem dyraverðir kalla eftir rétti til að fá að notast við handjárn við störf sín. Bjarnar Þór Jónsson, dyravörður og ábyrgðarmaður söfnunarinnar, segir fleiri árásir vera að eiga sér stað niður í miðbæ Reykjavíkur, bæði á dyraverði og á almenning.
Finna má undirskriftasöfnunina á ísland.is.
Segir þar að með því að veita dyravörðum heimild til að nota handjárn, með þeim skilyrðum að þeir fái viðeigandi þjálfun og fylgi reglugerðum, væri hægt að tryggja betur öryggi almennings, dyravarða sjálfra og þeirra sem koma við sögu í hættulegum aðstæðum.
Er þá einnig tekið fram að breytingin myndi styrkja öryggismenningu á Íslandi og stuðla að faglegri og skilvirkari öryggisþjónustu.
Í samtali við mbl.is segir Bjarnar Þór, sem rekur öryggisþjónustufyrirtækið Luxury ehf., að oft hafi verið umræða um notkun beisla á meðal dyravarða. Nú hafi hann sett af stað undirskriftasöfnun til þess að sjá hvernig almenningi hugnist að dyraverðir myndu bera handjárn.
Segir hann borgina vera breytta og þá sérstaklega varðandi hnífaburð.
„Það er orðið allt of mikið af ungu fólki með hnífa í dag. Ég og aðrir dyraverðir höfum verið að taka eftir því niðri í miðbæ.
Bara á síðasta hálfu ári þá var reynt að ráðast á mig með hníf og síðan bara tveimur vikum eftir það var reynt að ráðast á mig með exi. Á mínum átta árum sem dyravörður þá hefur það aldrei gerst áður,“ segir dyravörðurinn.
Eru dyraverðir að lenda í því oftar í dag að verða fyrir árásum?
„Já og það er meira verið að ráðast á almenning heldur en áður var.“
Nefnir þá Bjarnar að handjárnanotkun dyravarða gæti einnig hjálpað þegar kæmi að bið eftir lögreglu þegar til aðkasta kemur niður í bæ. Oft þurfi dyraverðir að halda mönnum niðri og segir Bjarnar að þó lögregla geti stundum verið fimm mínútur á leiðinni geti hún einnig verið klukkutíma.
„Þá þurfa kannski ekki 2-3 aðilar að halda einum niðri á meðan löggan er að koma. Þá væri bara hægt að skella honum í járn og láta hann setjast niður á meðan við bíðum eftir lögreglunni.“