Einari heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi

Borgarlínan | 3. september 2024

Einari heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi

Einari Þorsteinssyni borgarstjóra varð heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi í dag þar sem uppfærður Samgöngusáttmáli var til umræðu.

Einari heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi

Borgarlínan | 3. september 2024

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­ari Þor­steins­syni borg­ar­stjóra varð heitt í hamsi á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag þar sem upp­færður Sam­göngusátt­máli var til umræðu.

Ein­ari Þor­steins­syni borg­ar­stjóra varð heitt í hamsi á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag þar sem upp­færður Sam­göngusátt­máli var til umræðu.

Var borg­ar­stjór­inn ósátt­ur við mál­flutn­ing Sjálf­stæðismanna sem gagn­rýndu harðlega upp­færða sátt­mál­ann.

Fund­ur­inn hófst á því að Ein­ar kynnti nýja Sam­göngusátt­mál­ann. Fór hann meðal ann­ars yfir helstu verk­efni hans, hvað hefði breyst frá því að sátt­mál­inn var und­ir­ritaður árið 2019 og skipt­ingu fjár­mögn­un­ar.

Ein­ar nýgræðing­ur í póli­tík

Marta Guðjóns­dótt­ir og Kjart­an Magnús­son voru á meðal þeirra borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins sem tóku til máls.

Marta sakaði Ein­ar meðal ann­ars um að hafa ekki haft hags­muni Reyk­vík­inga að leiðarljósi þegar ákveðið var að seinka fram­kvæmd­um við mis­læg gatna­mót Bú­staðaveg­ar og Reykja­nes­braut­ar. 

Þá sagði Kjart­an að Ein­ar væri ný­byrjaður í póli­tík og að mik­il­vægt væri að hafa for­sög­una í huga þegar skoða ætti upp­færðan Sam­göngusátt­mála. Sagði Kjart­an rétt­nefni sátt­mál­ans vera „Seink­un­arsátt­mál­ann“.

Af hverju er ekki hægt bara að horfa á þetta mál­efna­lega

Borg­ar­stjór­inn virt­ist gefa lítið fyr­ir gagn­rýni Sjálf­stæðismanna og tók sterk­lega til orða.

„Ég er bara alltaf jafn ein­hvern veg­inn undr­andi á ræðu Sjálf­stæðismanna um Sam­göngusátt­mál­ann af því að þeir tala fyr­ir þeim lausn­um sem verið er að bera á borð en geta ein­hvern veg­inn póli­tískt ekki stutt það,“ sagði Ein­ar og hélt áfram:

„Ég sko – tala um Tafa­sátt­mála, Gull­vagn­inn, Tafa­vagn­inn. Af hverju er ekki hægt bara að horfa á þetta mál­efna­lega og segja „Við erum bara að ná ansi góðum ár­angri með það hvernig við ætl­um að byggja upp sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu.“

Fé­lag­ar ykk­ar hinum meg­in við læk­inn skilja þetta

Þá vék borg­ar­stjór­inn máli sínu að flokks­fé­lög­um Hild­ar, Mörtu og Kjart­ans í bæj­ar­stjórn­um annarra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Fé­lag­ar ykk­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um hérna hinum meg­in við læk­inn bara styðja þetta, skilja þetta og hafa unnið að þessu með okk­ur. Á síðasta borg­ar­stjórn­ar­fundi þar sem þessi mál voru rædd var talað um það að það væri al­gjör­lega önn­ur sam­göngu­stefna í Reykja­vík en í hinum sveit­ar­fé­lög­un­um. Það er bara rangt og það er komið í ljós. Það er und­ir­rit­un á þessu plaggi.“

Eruð þið með eða á móti?

Hann sagði það rétt að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði verið drif­kraft­ur­inn á bak við Sam­göngusátt­mál­ann árið 2019 og alla tíð síðan.

„[O]g það er bara vegna þess að við horf­um á gögn­in. Fólki fjölg­ar. Bíl­um fjölg­ar. Það er ákall eft­ir betri al­menn­ings­sam­göng­um. Það er ákall eft­ir hjóla- og göngu­stíg­um. Það er ákall eft­ir stofn­vega­fram­kvæmd­um.

Það er það sem við erum að samþykkja og það er ótrú­legt að hlusta á þess­ar ræður þar sem er vaðið sam­heng­is­laust í ein­hverja sagn­fræði og gagn­rýni á það að þetta gangi ekki nógu hratt. Það var beðið um end­ur­skoðun og fá betri áætlan­ir, fá betri fjár­hags­grein­ing­ar og þetta var allt sam­an gert. Jú það er talið raun­hæf­ara að ná þessu fram að ár­inu 2040. Það er planið,“ sagði borg­ar­stjór­inn. 

„Ég skil ekki hvað – út á hvað geng­ur ræðan. Hvað eiga borg­ar­bú­ar sem eru að hlusta – eruð þið með eða á móti,“ sagði Ein­ar að lok­um áður en hann fékk sér sæti.

mbl.is