„Við erum komin með nokkuð góða mynd af þessum atburði,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar a höfuðborgarsvæðinu, um hnífsstunguárás á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lést af sárum sínum.
„Við erum komin með nokkuð góða mynd af þessum atburði,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar a höfuðborgarsvæðinu, um hnífsstunguárás á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lést af sárum sínum.
„Við erum komin með nokkuð góða mynd af þessum atburði,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar a höfuðborgarsvæðinu, um hnífsstunguárás á Menningarnótt þar sem 17 ára stúlka lést af sárum sínum.
Að sögn Gríms fer krufning fram í vikunni.
„Þá sjáum við endanlega hver dánarorsökin er,“ segir Grímur.
Piltur og stúlka voru einnig með áverka eftir árásina en sá sem grunaður er um árásina er á unglingsaldri. Stúlkan fór af spítala síðastliðinn föstudag. Pilturinn hefur einnig yfirgefið spítalann.
Unglingurinn sem grunaður er um verknaðinn er er kominn aftur á Hólmsheiði til vistunar. Var hann vistaður þar áður en hann var fluttur á meðferðarheimili Stuðla. Að sögn Gríms var honum hótað og því var gripið til þess ráðs að flytja hann aftur í fangelsið Hólmsheiði.
Þar sætir hann ekki lengur einangrun en er vistaður sem einstaklingur undir lögaldri. „Hann er ekki vistaður eins og ef hann væri orðinn 18 ára,“ segir Grímur.
Að sögn Gríms eru hótanirnar til rannsóknar en hann gefur ekki upp hvort lögregla telji sig vita hver standi að baki þeim.
„Hótanirnar eru ekki alltaf með nafni en það þarf alltaf að meta alvarleika þeirra og því er brugðið á tiltæk ráð til að minnka áhættu á því að hótanir nái fram að ganga,“ segir Grímur um flutninginn á Hólmsheiði.