„Við erum öll slegin“

„Við erum öll slegin“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu með ríkislögreglustjóra, lögreglumönnum og aðilum úr heilbrigðiskerfinu eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag þar sem til umræðu var aukinn vopnaburður og ofbeldi meðal ungmenna.

„Við erum öll slegin“

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 3. september 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra og fleiri ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar funduðu með rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­reglu­mönn­um og aðilum úr heil­brigðis­kerf­inu eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag þar sem til umræðu var auk­inn vopna­b­urður og of­beldi meðal ung­menna.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra og fleiri ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar funduðu með rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­reglu­mönn­um og aðilum úr heil­brigðis­kerf­inu eft­ir fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag þar sem til umræðu var auk­inn vopna­b­urður og of­beldi meðal ung­menna.

„Ég vil fyrst byrja á því að votta aðstand­end­um Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur samúð mína og mikla hlut­tekn­ingu. Ég veit að öll ís­lenska þjóðin finn­ur mjög til með henn­ar fjöl­skyldu og aðstand­end­um í þess­um hörmu­legu aðstæðum,“ sagði Guðrún í sam­tali við mbl.is eft­ir fund­inn.

Bryn­dís Klara var stung­in með hnífi á Menn­ing­arnótt og lést af sár­um sín­um á föstu­dag­inn. Hún var 17 ára göm­ul. 16 ára pilt­ur er grunaður um að hafa stungið þrjú ung­menni við Skúla­götu og er hann í gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un í fang­els­inu á Hólms­heiði.

Guðrún seg­ir að rík­is­stjórn­in hafi fjallað um aukið of­beldi barna og ung­menna á öll­um rík­is­stjórn­ar­fund­um síðan hnífstungu­árás­in átti sér stað á Menn­ing­arnótt.

Verður að bregðast ákveðum bráðavanda mjög hratt

„Við erum öll sleg­in. Við erum búin að eiga fundi með lög­regl­unni, barna­húsi og nán­ast öll­um þeim sem koma að starfi með börn­um og ung­menn­um. Við vor­um í ráðherra­nefnd að ljúka fundi um sam­ræm­ingu mála og við erum ein­huga í því að það verði að bregðast við ákveðnum bráðavanda mjög hratt og svo þurf­um við sömu­leiðis að horfa til lengri framtíðar,“ seg­ir dóms­málaráðherra.

Hún seg­ir að í júní hafi hún og barna­málaráðherra kynnt aðgerðir til að sporna við auknu of­beldi barna og ung­menna og nú sé búið að skipa aðgerðar­hóp sem mun hitt­ast á morg­un.

„Hann hef­ur það hlut­verk núna að for­gangsraða þeim aðgerðum sem við lögðum til þá, sem voru fjór­tán, og koma með til­lög­ur á næstu dög­um til rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvað þau telji að verði að fara í núna fyrst,“ seg­ir Guðrún.

Með þessu seg­ir hún að verið sé að senda skýr skila­boð út í sam­fé­lagið að við þetta verði ekki unað.

Höf­um gríðarleg­ar áhyggj­ur

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-,iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, tel­ur þörf á þjóðarátaki hvað þessi mál varðar.

„Við höf­um gríðarlega áhygg­ur af þess­um mál­um. Þetta er óhugn­an­legt og mjög al­var­legt og þetta er í al­gjör­um for­gangi í umræðu hjá rík­i­s­tjórn­inni,“ sagði Áslaug Arna við blaðamann eft­ir fund rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar.

mbl.is