Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að grípa verði til allra tiltækra aðgerða til að stemma stigu við vopnaburði ungmenna. Segir hann slíka vinnu í gangi með helstu sérfræðingum á því sviði og að aukinn kraftur verði settur í verkefnið á næstunni. Þannig ætli ríkisstjórnin aðtaka þátt í þjóðarátaki um þetta mál.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að grípa verði til allra tiltækra aðgerða til að stemma stigu við vopnaburði ungmenna. Segir hann slíka vinnu í gangi með helstu sérfræðingum á því sviði og að aukinn kraftur verði settur í verkefnið á næstunni. Þannig ætli ríkisstjórnin aðtaka þátt í þjóðarátaki um þetta mál.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að grípa verði til allra tiltækra aðgerða til að stemma stigu við vopnaburði ungmenna. Segir hann slíka vinnu í gangi með helstu sérfræðingum á því sviði og að aukinn kraftur verði settur í verkefnið á næstunni. Þannig ætli ríkisstjórnin aðtaka þátt í þjóðarátaki um þetta mál.
Tekur hann þar með undir samflokksráðherra sínum, Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, sem sagði fyrir helgi að aðgerðarhópur þeirra aðila sem áður hafa komið að þessum málum muni mynda grunn að þjóðarátaki um forvarnir og samtal um vopnaburð ungmenna.
„Gríðarlega alvarlegt og við sem samfélag getum ekki sætt okkur við að við séum að fara í þessa átt,“ segir Sigurður um stöðuna í dag.
Vísar hann til vinnu m.a. ríkislögreglustjóra frá í vor, en embættið var eitt nokkurra á vegum þriggja ráðuneyta, sem kynntu í júní forvarnaraðgerðir þar sem meðal annars var komið inn á að efla þyrfti samfélagslögreglu, heimsækja skóla og fræða börn á öllum skólastigum.
Segir Sigurður að þrátt fyrir að áhersla hafi verið sett á þennan málaflokk á þessu ári sé ljóst að gera þurfi meira. „Í ljósi þess að þessir voðaatburðir hafa síðan haldið áfram þá er mikilvægt að setja enn meiri kraft í það, því við sem samfélag þolum þetta ekki.“