Afskrifa má Grindavík í bili

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Afskrifa má Grindavík í bili

„Ef atvinnustarfsemi hefst að nýju í Grindavík gæti þar aftur vaknað eitthvert líf. Í bili má þó afskrifa bæinn,“ segir Helgi Einarsson fv. skipstjóri þar í bæ.

Afskrifa má Grindavík í bili

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 4. september 2024

Hjónin Helgi Einarsson og Bjarghildur Jónsdóttir.
Hjónin Helgi Einarsson og Bjarghildur Jónsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ef at­vinnu­starf­semi hefst að nýju í Grinda­vík gæti þar aft­ur vaknað eitt­hvert líf. Í bili má þó af­skrifa bæ­inn,“ seg­ir Helgi Ein­ars­son fv. skip­stjóri þar í bæ.

„Ef at­vinnu­starf­semi hefst að nýju í Grinda­vík gæti þar aft­ur vaknað eitt­hvert líf. Í bili má þó af­skrifa bæ­inn,“ seg­ir Helgi Ein­ars­son fv. skip­stjóri þar í bæ.

Þau Helgi og Bjarg­hild­ur Jóns­dótt­ir kona hans þurftu eins og aðrir Grind­vík­ing­ar að hefja nýtt líf í kjöl­far þess að bær­inn var rýmd­ur í nóv­em­ber síðastliðnum. Þau hafa síðustu mánuði dval­ist í sum­ar­húsi sínu við Hvolsvöll, en hafa nú keypt sér fast­eign á Sel­fossi eft­ir að fast­eigna­fé­lagið Þórkatla keypti hús þeirra í Grinda­vík.

„Mis­tök­in hjá Þór­kötlu voru að við sölu og af­hend­ingu eigna þyrfti fólk að rýma hús­in sín. Vegna þess veit ég að fjöldi fólks fór jafn­vel með tals­verðan hluta af inn­búi sínu í ruslið, enda ekki í aðstöðu til að koma því neins staðar fyr­ir. Að sjálf­sögðu eru minni lík­ur á því en ella að fólk snúi aft­ur ef húsið stend­ur autt,“ seg­ir Helgi Ein­ars­son sem tel­ur þetta vera í mót­sögn við fyr­ir­ætlan­ir stjórn­valda um að Grinda­vík­ur­bæ skuli end­ur­reisa til fyrri stöðu. sbs@mbl.is 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is