Bryndís var hetja og augasteinn foreldra sinna

Bryndís var hetja og augasteinn foreldra sinna

„Engin orð fá lýst þeirri sorg sem fjölskylda og ástvinir elsku Bryndísar Klöru, sem stungin var til bana á Menningarnótt, eru að upplifa þessa dagana og hversu langur og dimmur dalur er fram undan í lífi svo margra. Öryggiskennd okkar allra hefur skaðast.“

Bryndís var hetja og augasteinn foreldra sinna

Hnífstunguárás á Menningarnótt | 4. september 2024

„Eng­in orð fá lýst þeirri sorg sem fjöl­skylda og ást­vin­ir elsku Bryn­dís­ar Klöru, sem stung­in var til bana á Menn­ing­arnótt, eru að upp­lifa þessa dag­ana og hversu lang­ur og dimm­ur dal­ur er fram und­an í lífi svo margra. Öryggis­kennd okk­ar allra hef­ur skaðast.“

„Eng­in orð fá lýst þeirri sorg sem fjöl­skylda og ást­vin­ir elsku Bryn­dís­ar Klöru, sem stung­in var til bana á Menn­ing­arnótt, eru að upp­lifa þessa dag­ana og hversu lang­ur og dimm­ur dal­ur er fram und­an í lífi svo margra. Öryggis­kennd okk­ar allra hef­ur skaðast.“

Þetta kem­ur fram í færslu sem birt er á Face­book-síðu Linda­kirkju þar sem fjallað er um and­lát Bryn­dís­ar Klöru Birg­is­dótt­ur. Tekið er fram að færsl­an hafi verið skrifuð í sam­ráði og með leyfi fjöl­skyldu og vin­kvenna Bryn­dís­ar Klöru.

Þar seg­ir að Bryn­dís, sem fermd­ist í Linda­kirkju vorið 2021, hafi haft hlýja nær­veru, björt og fal­leg augu og hafi verið ein­stök stóra syst­ir og fyr­ir­mynd fyr­ir Vig­dísi níu ára syst­ur sína.

Hún hafi verið auga­steinn for­eldra sinna, ömmu og afa­barn af bestu gerð, góð vin­kona, sönn og heil.

Eru harmi sleg­in

„Við í Linda­kirkju, eins og þjóðin öll, erum harmi sleg­inn. Við vild­um að það væru til töfra­orð sem hugga og geta breytt stöðunni en þau eru eng­inn til, þetta er óbæri­legt og verður það áfram. Kirkj­an á held­ur ekki að þykj­ast vera töframaður, frem­ur að vera eins og ljós­móðir. Ljós­móðir sem stend­ur traust­um fót­um og held­ur í hönd­ina þegar hríðar og þján­ing geng­ur yfir og seg­ir uppörv­andi: Þú get­ur þetta, ég er hér með þér, og þú munt kom­ast í gegn­um þetta. Við erum ekki ein á ferð, Guð græt­ur með okk­ur, hugg­ar og styrk­ir,“ seg­ir í færsl­unni.

„Við ætl­um að gera allt sem við get­um til að halda utan um þau sem syrgja svo sárt. Prest­ar Linda­kirkju hafa sett í for­gang að aðstoða for­eldra og fjöl­skyldu, vin­kon­ur og skóla­fé­laga und­an­farna viku, vegna stærðar verk­efn­is­ins hafa prest­ar og djákn­ar úr öðrum sókn­um verið kölluð til og verk­efn­um út­deilt.“ 

Þá kem­ur fram, að minn­ing­ar­stund hafi verið hald­in í Linda­kirkju á sunnu­dag­inn í sam­vinnu við Versló og Sala­skóla.

Kvaddi allt of snemma

Í færsl­unni kem­ur einnig fram, að mik­il­væg­ustu skila­boðin hafi komið frá for­eldr­um Bryn­dís­ar sem og æsku­vin­kon­um Bryn­dís­ar Klöru úr Sala­skóla, en þær mættu í bleiku, upp­á­halds­litn­um henn­ar Bryn­dís­ar, og lásu þessi orð sem þær skrifuðu:

„Við vilj­um byrja á því að þakka ykk­ur öll­um fyr­ir að koma til að sýna stuðning og minn­ast Bryn­dís­ar. Fyr­ir þá sem þekkja okk­ur ekki þá erum við æsku­vin­kon­ur Bryn­dís­ar. Flest­ir þekktu Bryn­dísi sem frek­ar feimna og kyrr­láta stelpu. Hún kaus að vera ekki miðpunkt­ur at­hygl­inn­ar og leið alltaf best með sín­um nán­ustu. Við sem vor­um bestu vin­kon­ur henn­ar þekkt­um hana sem al­gjöra and­stæðu.

Þegar við hugs­um um Bryn­dísi er það fyrsta sem okk­ur dett­ur í hug hvað hún var hress, skemmti­leg, bros­mild og góð mann­eskja en aðallega hvað hún var ótrú­lega fynd­in. Bryn­dís fékk rugluðustu hug­mynd­ir í heimi, eitt­hvað sem eng­um öðrum myndi detta í hug eins og t.d. þegar hún mætti í af­mæli búin að maka hveiti og mat­ar­lit fram­an í sig, þegar henni tókst að festa páfa­gauk­inn sinn í ljósakrónu og þegar hún skrapaði af sér hálft and­litið í aparól­unni í Sala­skóla af því henni fannst það svo rosa­lega sniðugt að fara í hana á hvolfi.

Bryn­dís var mjög ástríðufull, þegar hún fann sér eitt­hvað sem hún elskaði þá ELSKAÐI hún það. Hvort sem það voru fjöl­skylda henn­ar og vin­ir eða eitt­hvað annað. Hún setti alltaf alla aðra í fyrsta sæti og var alltaf til staðar fyr­ir okk­ur. Hún var ótrú­lega traust og góð vin­kona og hún lífgaði alltaf upp á dag­inn með fal­lega bros­inu sínu og sætu spé­kopp­un­um sín­um. Við mun­um aldrei gleyma öll­um stund­un­um sem við hlóg­um og skemmt­um okk­ur oft langt fram á nótt.

Elsku Bryn­dís okk­ar sem kvaddi þenn­an heim alltof snemma, það er svo mikið sem hún mun ekki fá að upp­lifa. Það er svo óraun­veru­legt að standa hér vit­andi að það sé ekki hægt að tala við hana á morg­un og segja henni frá öllu sem er að ger­ast í líf­inu.

Þó miss­ir okk­ar allra sé mik­ill er miss­ir Iðunn­ar og Birg­is mest­ur og eitt­hvað sem ekk­ert for­eldri ætti að þurfa að ganga í gegn­um. Við hugs­um líka til Vig­dís­ar litlu sem hef­ur misst bestu stóru syst­ur í heimi. Ekk­ert okk­ar skil­ur sorg­ina þeirra allra og hug­ur okk­ar er stöðugt hjá þeim.

Þetta hræðilega at­vik sem átti sér stað hef­ur haft áhrif á alla. Bryn­dís er hetja og mun bjarga mörg­um manns­líf­um í framtíðinni. Við þurf­um öll að passa upp á að dauði Bryn­dís­ar verði til þess að það verði gert átak í mál­efn­um barna og ung­linga til þess að eitt­hvað þessu líkt ger­ist aldrei aft­ur. Ver­um góð hvert við annað og hjálp­umst að að gera heim­inn að stað sem leyf­ir þessu ekki að ger­ast.

Þessi tími sem við höfðum elsku Bryn­dísi hjá okk­ur var ómet­an­lega dýr­mæt­ur og við mun­um aldrei gleyma henni. Við erum að ei­lífu þakk­lát­ar fyr­ir að hafa átt Bryn­dísi sem vin­konu og okk­ur þykir enda­laust vænt um all­ar minn­ing­arn­ar sem við eig­um sam­an. Það hef­ur ekki sek­únta liðið þar sem við hugs­um ekki til þín en þótt þú sért far­in mun­um við aldrei gleyma þér og þú munt alltaf lifa í hjarta okk­ar. Orð geta ekki lýst hversu mikið þín verður saknað. Guð mun taka vel á móti þér uppi í himna­ríki. Hvíldu í friði elsku Bryn­dís.“

Þá kem­ur fram, að for­eldr­ar Bryn­dís­ar Klöru, Birg­ir og Iðunn, hefðu ekki treyst sér á stund­ina en sendu eft­ir­far­andi skila­boð sem voru loka­orð stund­ar­inn­ar:

„Okk­ur Iðunni þykir svo vænt um ykk­ur öll sem komið hér sam­an í dag, hlýhug­inn og ást­ina til Bryn­dís­ar Klöru. Þið munuð verða ómet­an­leg sem ridd­ar­ar, í minn­ingu Bryn­dís­ar okk­ar, til að bæta heim­inn og gera kær­leik­ann að eina vopn­inu.“

Færsl­una má lesa í heild sinni hér fyr­ir neðan. 
mbl.is