Framkvæmdastjóri Vísis keypti 300 milljóna hús í Garðabæ

Heimili | 4. september 2024

Framkvæmdastjóri Vísis keypti 300 milljóna hús í Garðabæ

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Hafsteinn Pálsson, og eiginkona hans, Ágústa Óskarsdóttir, hafa fest kaup á 300 milljóna glæsihúsi í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 151.650.000 kr. Húsið var aldrei auglýst til sölu heldur selt í skúffunni eins og það er kallað. 

Framkvæmdastjóri Vísis keypti 300 milljóna hús í Garðabæ

Heimili | 4. september 2024

Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Hafsteinn Pálsson, og eiginkona hans, Ágústa Óskarsdóttir, hafa fest kaup á 300 milljóna glæsihúsi í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 151.650.000 kr. Húsið var aldrei auglýst til sölu heldur selt í skúffunni eins og það er kallað. 

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík, Pétur Hafsteinn Pálsson, og eiginkona hans, Ágústa Óskarsdóttir, hafa fest kaup á 300 milljóna glæsihúsi í Garðabæ. Fasteignamat hússins er 151.650.000 kr. Húsið var aldrei auglýst til sölu heldur selt í skúffunni eins og það er kallað. 

Kaupin fóru fram 14. ágúst síðastliðinn og verður húsið afhent 3. desember. 

Um er að ræða 247,7 fm einbýlishús sem reist var 1967. Húsinu hefur verið vel við haldið og það endurnýjað mikið. Árið 2015 fékk seljandi hússins, Ásta Pétursdóttir viðskiptafræðingur, leyfi hjá bæjarráði Garðabæjar til að byggja við húsið. 

Smartland óskar Pétri og Ágústu til hamingju með húsið! 

Húsið er við Stekkjarflöt í Garðabæ.
Húsið er við Stekkjarflöt í Garðabæ. mbl.is/MM
mbl.is