Pitch Perfect-stjarna játaðist sínum heittelskaða

Poppkúltúr | 5. september 2024

Pitch Perfect-stjarna játaðist sínum heittelskaða

Hollywood-stjarnan Ben Platt gekk í hjónaband með leikaranum Noah Galvin við glæsilega athöfn að hætti gyðinga í New York-borg á sunnudag. Platt birti myndaseríu frá brúðkaupsdeginum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Pitch Perfect-stjarna játaðist sínum heittelskaða

Poppkúltúr | 5. september 2024

Platt skaust upp á stjörnu­him­in­inn eft­ir að hann lék titil­hlut­verkið …
Platt skaust upp á stjörnu­him­in­inn eft­ir að hann lék titil­hlut­verkið í söng­leikn­um Dear Evan Han­sen og kynnt­ist parið þegar Gal­vin var feng­inn til þess að taka við hlut­verk­inu af Platt. Skjáskot/Instagram

Hollywood-stjarnan Ben Platt gekk í hjónaband með leikaranum Noah Galvin við glæsilega athöfn að hætti gyðinga í New York-borg á sunnudag. Platt birti myndaseríu frá brúðkaupsdeginum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Hollywood-stjarnan Ben Platt gekk í hjónaband með leikaranum Noah Galvin við glæsilega athöfn að hætti gyðinga í New York-borg á sunnudag. Platt birti myndaseríu frá brúðkaupsdeginum á Instagram-síðu sinni í gærdag.

Platt og Galvin hafa verið saman frá því í byrjun árs 2020. Platt, þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn á Broadway og í kvik­mynd­um á borð við Pitch Per­fect, Dear Evan Han­sen og The People We Hate at the Wedd­ing, fór á skeljarnar í nóvember 2022.

Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og enduðu með fallegri athöfn í menningarmiðstöðinni Pioneer Works í Brooklyn.

Meðal gesta í brúðkaupinu voru leikkonurnar Beanie Feldstein, Kaitlyn Dever og Zoey Deutch.

Platt lauk nýverið tónleikaferðalagi um Bandaríkin. Íslenska tónlistarundrið Laufey Lín Bing Jónsdóttir steig á svið ásamt leik- og söngvaranum í Los Angeles síðla júlímánaðar og sló tvíeykið heldur betur í geng með glæsilegum flutningi á laginu My Funny Valentine.

mbl.is