Tugir kennara hröktust úr starfi vegna myglu

Mygla í húsnæði | 5. september 2024

Tugir kennara hröktust úr starfi vegna myglu

Tugir starfsmanna hafa þurft að fara í veikindaleyfi eða látið af störfum í Laugarnesskóla vegna veikinda sem tengja má við mygluvandamál í skólanum.

Tugir kennara hröktust úr starfi vegna myglu

Mygla í húsnæði | 5. september 2024

Kennararnir sem mbl.is ræddi við segjast ýmist sorgmæddir, reiðir eða …
Kennararnir sem mbl.is ræddi við segjast ýmist sorgmæddir, reiðir eða finna til vanmáttar sökum þess að þeir upplifa að umkvartanir þeirra hafi árum saman ekki verið teknar alvarlega. Samsett mynd

Tug­ir starfs­manna hafa þurft að fara í veik­inda­leyfi eða látið af störf­um í Laug­ar­nesskóla vegna veik­inda sem tengja má við myglu­vanda­mál í skól­an­um.

Tug­ir starfs­manna hafa þurft að fara í veik­inda­leyfi eða látið af störf­um í Laug­ar­nesskóla vegna veik­inda sem tengja má við myglu­vanda­mál í skól­an­um.

mbl.is ræddi við vel á ann­an tug starfs­manna sem hafa á síðustu tveim­ur til þrem­ur árum farið tíma­bundið í veik­inda­leyfi, eru í veik­inda­leyfi, starfa nú í öðrum skól­um eða hafa horfið á ann­an starfs­vett­vang. 

Í ljósi reynslu þeirra af veik­ind­um og slapp­leika sem sum­ir hafa glímt við árum sam­an lýsa þau áhyggj­um af heilsu­fari barna í skól­an­um. Að sögn nú­ver­andi skóla­stjóra ligg­ur ekki fyr­ir sam­an­b­urður á veik­inda­dög­um nem­enda í skól­an­um og í öðrum skól­um.

Tveir skóla­stjórn­end­ur votta hins veg­ar fyr­ir háa veik­indatíðni í starfs­hópn­um. Ann­ar þeirra, Sig­ríður Heiða Braga­dótt­ir, lét af störf­um í lok skóla­árs 2023 vegna veik­inda sem hún teng­ir við myglu í hús­næði skól­ans. 

Kenn­ar­arn­ir sem mbl.is ræddi við segj­ast ým­ist sorg­mædd­ir, reiðir eða finna til van­mátt­ar sök­um þess að þeir upp­lifa að um­kvart­an­ir þeirra hafi árum sam­an ekki verið tekn­ar al­var­lega. Í fyrstu af hálfu skóla­stjórn­enda en það hef­ur hins veg­ar breyst síðustu miss­er­in.

Marg­ir tala hins veg­ar um að borg­ar­yf­ir­völd hafi brugðist við með tóm­læti og að full­trúi þeirra hafi reynt að gera lítið úr veik­ind­um fólks­ins. Fram­kvæmd­ir hafa farið fram í skól­an­um en þær hafa ekki skilað til­ætluðum ár­angri að sögn kenn­ar­anna. Sig­ríður Heiða, fyrr­um skóla­stjóri, seg­ir ei­líft vera reynt að „plástra“ á vanda­mál­in í stað þess að taka skól­ann í heild­ar yf­ir­haln­ingu. 

Hluti hópsins fyrir utan Laugarnesskóla.
Hluti hóps­ins fyr­ir utan Laug­ar­nesskóla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fjöl­breytt­ur hóp­ur 

Hóp­ur­inn sem nú stíg­ur fram er fjöl­breytt­ur. Fólk sem hef­ur ára­tugareynslu af kennslu í skól­an­um en kenn­ir sér meins og ým­ist hef­ur verið eða er í veik­inda­leyfi eða í öðrum störf­um. Ungt og hraust­legt fólk sem horfið hef­ur til annarra skóla, til annarra starfa eða er í veik­inda­leyfi og fyrr­ver­andi skóla­stjórn­end­ur sem þurftu að fara í leyfi eða hættu vegna veik­inda.

All­ur gang­ur er á því hvort fólk telji sig heilsu­hraust eft­ir að það hætt­ir að kenna í skól­an­um og sum­ir segj­ast hafa glímt við heilsu­brest árum sam­an eft­ir að hafa starfað þar.

Kennarar gera krossa sem tákna þá sem hafa þurft að …
Kenn­ar­ar gera krossa sem tákna þá sem hafa þurft að láta af störf­um vegna veik­inda. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Eng­inn sem vildi hætta“

„Eng­inn af þeim sem hafa þurft að hætta vildi hætta. Við erum stolt af skól­an­um og því starfi sem hér er unnið en því miður er það sárt þetta tóm­læti sem okk­ur hef­ur verið sýnt,“ seg­ir Katla Þór­ar­ins­dótt­ir sem er í veik­inda­leyfi frá skól­an­um.

Hún er ein þeirra 15 kenn­ara og skóla­stjórn­anda sem hafa hætt eða verið frá í lengri tíma vegna veik­inda tengd­um myglu í Laug­ar­nesskóla á und­an­förn­um tveim­ur til þrem­ur árum.

Katla Þórarinsdóttir.
Katla Þór­ar­ins­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Björn Gunn­laugs­son skóla­stjóri Laug­ar­nesskóla seg­ir að tug­ir starfs­manna hafi hætt vegna þessa hjá skól­an­um á síðustu tíu árum. Sjálf­ur þekk­ir hann að lág­marki til tíu manns sem hætt hafa á til­tölu­lega skömm­um tíma af þess­um or­sök­um, en eru ekki hluti af þeim hópi sem mbl.is ræddi við.

„Það er því erfitt að segja ná­kvæm­lega hve marg­ir hafa hætt vegna veik­inda eða hafa ekki viljað vera í þessu um­hverfi því hluti var fyr­ir mína tíð. En það er orðinn stór hóp­ur,“ seg­ir Björn. Hann seg­ir elstu frá­sagn­ir sem hann þekki til vera orðnar 20 ára. 

Björn Gunnlaugsson er núverandi skólastjóri í Laugarnesskóla.
Björn Gunn­laugs­son er nú­ver­andi skóla­stjóri í Laug­ar­nesskóla. Ljós­mynd/​Aðsend

Meðal þeirra sem hætt hafa vegna heilsu­brests eru tveir skóla­stjórn­end­ur. Það eru þau Sig­ríður Heiða Braga­dótt­ir skóla­stjóri sem hætti við skóla­slit árið 2023 og Krist­inn Svavars­son aðstoðarskóla­stjóri sem fór í árs leyfi frá störf­um vegna veik­inda fyr­ir nokkr­um árum.

Tugir kennara hafa hrakist úr starfi frá Laugarnesskóla.
Tug­ir kenn­ara hafa hrak­ist úr starfi frá Laug­ar­nesskóla. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Plástrað á vand­ann 

„Ég gerði mér ekki grein fyr­ir því hvað olli þeim né lækn­ir­inn minn. Þetta kom hins veg­ar í ljós þegar ég var send til sér­fræðings í kjöl­farið á heilsu­fars­skoðun starfs­manna skól­ans vegna ástands á hús­næðinu,“ seg­ir Sig­ríður Heiða.

Skrif­stofa henn­ar var á svæði sem var lag­fært á sín­um tíma og nú er búið að lag­færa hana þris­var.

Sigríður Heiða Bragadóttir.
Sig­ríður Heiða Braga­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég var alltaf með hita, höfuðverk, hósta, sýk­ing­ar og al­menn­an slapp­leika. Mjög ólík sjálfri mér í alla staði,“ seg­ir Sig­ríður Heiða.

„Reykja­vík­ur­borg hef­ur brugðist við með því sem ég kalla „plástraaðferðina“. Hlustað, greint, lagað til bráðabirgða, nem­end­ur og starfs­fólk flutt til á meðan. Á meðan veikist starfs­fólk og hætt­ir. Dýr­mæt­ur mannauður neyðist til að yf­ir­gefa vinnustaðinn og hef­ur tapað heilsu í kjöl­farið. Þeim sem starfa í skól­an­um, jafnt nem­end­um og starfs­fólki, er boðið að starfa í hús­næði sem er heilsu­spill­andi. Þetta er eins og að elt­ast við skottið á sjálf­um sér í stað þess að lag­færa skól­ann eins og vera ber. Flytja alla tíma­bundið úr hús­næðinu á meðan,“ seg­ir Sig­ríður Heiða.

Á yf­ir­stand­andi skóla­ári er hluti nem­enda í bráðabirgðaaðstöðu á skóla­lóðinni en stærst­ur hluti nem­enda er inn­an veggja skól­ans. Í skól­an­um voru fram­kvæmd­ir í sum­ar líkt og und­an­far­in ár

Hvert á nem­andi að fara ?

Rúna Björg Garðars­dótt­ir er ein þeirra sem glímt hafa við heilsu­brest eft­ir kennslu í skól­an­um. Hún hef­ur starfað við skól­ann í 26 ár.

„Hins veg­ar ganga hér 560 börn í skóla og hafa ekki val um að fara annað. Ólíkt okk­ur starfs­fólk­inu, við get­um kosið að fara annað eða í veik­inda­leyfi. Hvert á nem­andi í grunn­skóla að fara? Eig­um við að bjóða 6-12 ára börn­um upp á það að slíta sig frá fé­laga­hópn­um og ör­ygg­inu sem þau búa við í sín­um heima­skóla vegna heilsu­brests? Hvað vit­um við um lang­tíma­áhrif þess að vera í óheil­næmu hús­næði í sex ár?“ spyr Rúna en nem­end­ur ganga í Laug­ar­nesskóla frá 6-12 ára.

Rúna Björg Garðarsdóttir.
Rúna Björg Garðars­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hafði ekki skiln­ing á myglu­veik­ind­um 

Katla Þór­ar­ins­dótt­ir seg­ir hafa verið erfitt að horf­ast í augu við það að heils­an væri að bresta

„Það tek­ur ógur­lega lang­an tíma að viður­kenna fyr­ir sjálf­um sér að vera ekki heilsu­hraust­ur. Að maður sé að láta í minni pok­ann fyr­ir myglu, að geta ekki staðið þetta af sér. Þrátt fyr­ir að marg­ir hafi þurft að hætta vegna myglu á und­an mér þá trúði ég því ekki að það kæmi fyr­ir mig. Ég hafði sjálf ekki skiln­ing á veik­ind­um annarra vegna myglu, þar sem ég hafði ekki lent í þessu,“ seg­ir Katla

„Til­finn­ing­in að við séum að bregðast börn­un­um“ 

Árni Kristjáns­son var kenn­ari við skól­ann um hríð en fann fljót­lega fyr­ir veik­ind­um. Brá hann á það ráð að geyma föt­in sín í plast­kassa fyr­ir utan heim­ili sitt að vinnu­degi lokn­um.

„Ég fékk fa­stráðningu í Laug­ar­nesskóla haustið 2017 og fann strax fyr­ir reglu­leg­um og vax­andi heilsu­bresti,“ seg­ir Árni.

Árni Kristjánsson.
Árni Kristjáns­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ég vona að skóla­stjórn­end­ur og borg­ar­yf­ir­völd hafi sömu sáru til­finn­ing­ar og við sem höf­um þurft að hætta að kenna í óheil­næm­um skól­um vegna heilsu­brests. Það er til­finn­ing­in um að við séum að bregðast nem­end­um okk­ar, börn­um í skól­an­um, og skilja þau eft­ir á stað þar sem heilsa þeirra er í hættu,“ seg­ir Árni.

Meðferðir sem ekki virka 

Sól­borg Gunn­ars­dótt­ir hef­ur glímt við heilsu­brest og hef­ur verið í veik­inda­leyfi frá upp­hafi árs. Hún á ekki von á því að geta snúið til vinnu í bráð. Hún seg­ist mjög veik og vera orðin of­ur­viðkvæm fyr­ir loft­gæðum hvar sem hún kem­ur eft­ir að hafa unnið í þessu starfs­um­hverfi

„Ég hef eytt ótrú­leg­um fjár­hæðum þessi rúm­lega tvö ár í alls kyns lyf, lækna, mynda­tök­ur og meðferðir sem ekki virka,“ seg­ir Sól­borg.

Þá kveðst hún hafa verið greind með lungna­sjúk­dóm og seg­ir alls óvíst hvenær hún muni geta snúið aft­ur til vinnu. Hún er harðorð í garð borg­ar­yf­ir­valda.

„Borg­in hlust­ar ekki og hunds­ar kvart­an­ir okk­ar og dreg­ur á lang­inn all­ar fram­kvæmd­ir og stend­ur ekki við gef­in lof­orð,“ seg­ir Sól­borg.

Sólborg Guðmundsdóttir.
Sól­borg Guðmunds­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Dúka­skipti urðu henni til happs 

Helga Gunn­ars­dótt­ir, um­sjón­ar­kenn­ari á miðstigi, seg­ir að upp­haf­lega hafi ekki verið hlustað á hana.

„Ég leitaði til skóla­stjórn­enda sem sögðu að ekk­ert væri að í stof­unni minni, en það varð mér til happs að það þurfti að skipta um gólf­dúk á stof­unni minni um sum­arið og þá kom í ljós mik­il mygla. Eft­ir það hafa skóla­stjórn­end­ur tekið mark á því þegar ég viðra áhyggj­ur mín­ar vegna ein­kenna sem ég finn fyr­ir, en ég hef ekki alltaf verið í sömu kennslu­stof­unni en það skipt­ir ekki máli þar sem mygl­an er úti um allt. Reykja­vík­ur­borg hef­ur svikið hvert ein­asta lof­orð á milli þess sem starfs­menn henn­ar segja okk­ur að það sé ekk­ert að og neita að trúa að vand­inn sé til staðar. Þetta er mjög al­var­legt, það er verið að spila með heilsu bæði barna og starfs­manna og eng­inn veit hvað það mun kosta í framtíðinni,“ seg­ir Helga.

Helga Gunnarsdóttir.
Helga Gunn­ars­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Borg­inni þótti sýna­taka óþarfi 

„Þegar ég fór í veik­inda­leyfi núna í fe­brú­ar­byrj­un og skilaði inn veik­inda­vott­orði hafði stjórn­and­inn, sem tók við vott­orðinu, orð á því að það góða við að ég væri að fara í veik­inda­leyfi væri að þá væri loks­ins hægt að fá vil­yrði fyr­ir því hjá Reykja­vík­ur­borg að tekið yrði myglu­sýni úr ný­bygg­ing­unni [þar er stof­an henn­ar núna]. Stjórn­end­ur skól­ans höfðu þá farið fram á að það yrðu tek­in sýni úr öll­um skól­an­um en Reykja­vík­ur­borg þótti það óþarfi vegna þess að að þeirra mati var vand­inn mun minni en við töld­um. Eft­ir að ég fór í veik­inda­leyfi voru svo tek­in sýni úr öll­um skól­an­um og öll­um rým­um og þá kom fram að bæði sýn­in sem voru tek­in úr minni stofu voru rauð,“ seg­ir Helga.

Sýni sem Efla tek­ur til þess að kanna hvort það sé mygla sýna græn­an lit (eng­in mygla), gul­an (ein­hver mygla), app­el­sínu­gul­an (meiri mygla) og rauðan lit (mik­il mygla). 

Borg­ar­starfsmaður ef­ast um veik­ind­in

„Þrátt fyr­ir að Efla sýndi okk­ur á fundi, þar sem voru líka full­trú­ar frá Reykja­vík­ur­borg, að það væru svo sann­ar­lega ennþá mörg rými skól­ans sem inni­héldu myglu þá hélt einn starfsmaður Reykja­vík­ur­borg­ar samt ræðu yfir okk­ur beint á eft­ir sem inni­hélt meðal ann­ars orðin: „Það er ekk­ert sem sann­ar það að þið séuð veik vegna myglu.“ Hann sagði það sama við okk­ur í byrj­un hausts­ins, en þá var hann líka viss um að eng­in mygla væri í skól­an­um sem var lygi,“ seg­ir Helga.

Eins og við séum móður­sjúk 

„Reykja­vík­ur­borg kem­ur bara fram við okk­ur eins og við séum móður­sjúk en við vit­um öll að ef við vær­um að vinna með pen­inga en ekki börn þá væri fyr­ir löngu búið að finna leið til þess að laga húsið eða í það minnsta reisa meint bráðabirgðahús­næði svo hægt væri að laga skól­ann. Því bráðabirgðahús­næði hef­ur verið haldið fyr­ir okk­ur sem gul­rót síðan haustið 2019, ef ekki fyrr. Á meðan fer heilsu starfs­fólks hrak­andi og án efa nem­enda líka og því miður hef­ur fullt af mannauði horfið. Reykja­vík­ur­borg ger­ir sér ekki grein fyr­ir því að við erum þarna enn þá vegna þess að þetta er frá­bær vinnustaður. En það er hart að þurfa að missa heilsu sína, mögu­lega fyr­ir fullt og allt, vegna þess að Reykja­vík­ur­borg finnst við bara vera móður­sjúk og sér ekki vand­ann. Við vit­um að við erum ekki ein í þess­um vanda en það ger­ir okk­ar ástand ekk­ert betra,“ seg­ir Helga

Ekki raun­hæft að vinna ann­ars staðar

Ágústa Jóns­dótt­ir hef­ur verið frá störf­um vegna veik­inda um nokkra hríð eft­ir störf í skól­an­um um ára­tuga­skeið. 

Ágústa Jónsdóttir.
Ágústa Jóns­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það er því ekki raun­hæf­ur mögu­leiki fyr­ir mig að sækja um vinnu ann­ars staðar. Það ræður eng­inn kenn­ara sem kem­ur kannski til starfa og kannski ekki. Ef ég má mæta til vinnu í Laug­ar­nesskóla í haust veit ég ekki hvað ég kem til með að gera. Ég hef verið um­sjón­ar­kenn­ari í rúm 20 ár en eins og mál­in standa er ekki hægt að skrá mig sem um­sjón­ar­kenn­ara því það er með öllu óvíst hvort ég mæti,“ seg­ir Ágústa í sam­tali í sum­ar. 

mbl.is fékk þær upp­lýs­ing­ar ný­lega að Ágústa ætlaði að prófa að hefja störf í mánuð á þessu skóla­ári en tæki ekki að sér um­sjón yfir bekk.

Sá svarta tauma leka niður vegg­ina 

Krist­inn Svavars­son fyrr­ver­andi aðstoðarskóla­stjóri var sá fyrsti sem fór í veik­inda­leyfi vegna mygl­unn­ar fyr­ir nokkr­um árum. Raun­ar færði hann sig til í starfi og starfaði á skóla­skrif­stofu þar sem hann gat ekki hugsað sér að sitja aðgerðalaus.

Kristinn Svavarsson.
Krist­inn Svavars­son. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég var sá fyrsti sem fór í veik­inda­leyfi vegna þessa. Ég fékk í önd­un­ar­fær­in eft­ir að hafa setið á skrif­stof­unni í þess­ari drullu. Í stað þess að menn skiptu út míglek­um glugg­um þá var alltaf verið að tjasla upp á glugg­ana. Svo einn dag­inn gerðist það að við sáum svarta tauma leka niður vegg­ina. Þá áttaði maður sig á því að eitt­hvað væri veru­lega að,“ seg­ir Krist­inn. 

Kristinn er saxófónleikari.
Krist­inn er saxó­fón­leik­ari. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Hann fór í veik­inda­leyfi í eitt ár. Kom svo til baka að nýju og kláraði starfsæv­ina. Krist­inn er saxó­fón­leik­ari og hef­ur alla tíð haft sterk lungu.

„Ég var alltaf með hósta og ein­hver veik­indi en ég hef alla tíð verið heilsu­hraust­ur. En svo fór ég að lok­um til lækn­is og hann skrifaði upp á leyfi fyr­ir mig. Ég er að vísu svo of­virk­ur að það hentaði mér illa þannig að ég fór að vinna á skóla­skrif­stof­unni niðri í bæ,“ seg­ir Krist­inn í gam­an­söm­um tón

Seg­ir lækn­inn hafa vitað bet­ur 

Soffía Björg Sveins­dótt­ir er fyrr­ver­andi starfsmaður í Laug­ar­nesskóla sem þurfti að hætta vegna heilsu­brests. Raun­ar er hún með skemmd í lung­um og hjarta­vanda­mál sem hún get­ur ekki annað en hugsað að teng­ist mygl­unni.

„Ég var ekki búin að vinna lengi þegar ég spurði skóla­stjór­ann hvort það gæti verið mygla í skól­an­um. Ég fékk strax svarið nei, hér er eng­in mygla. Þetta var af­ger­andi svar og því gerði ég ráð fyr­ir að sá mögu­leiki hefði verið úti­lokaður og ég leitaði svara við ein­kenn­um mín­um og hélt áfram í vinn­unni.“

Soffía Björg Sveinsdóttir.
Soffía Björg Sveins­dótt­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Hún leitaði til of­næm­is­lækn­is vegna mik­ill­ar þreytu og sí­felldra veik­inda.

„Lækn­ir­inn spyr mig hvort það sé mygla í kring­um mig því þetta líti þannig út. Ég svara því neit­andi. Stuttu seinna grein­ist mygla í skól­an­um og ég fer aft­ur til of­næm­is­lækn­is­ins sem sagðist hafa vitað hvað ég væri að fara að segja þegar hún sá að ég pantaði aft­ur tíma. Hún vissi að ein­kenn­in væru vegna myglu,“ seg­ir Soffía.

Hún fékk í fram­hald­inu vott­orð um að hún gæti ekki farið inn í skól­ann. Þar vildi hún starfa áfram og seg­ir skól­ann góðan. Hún fékk því að kenna sund utan hús­næðis­ins í fyrstu. Vegna aðstæðna sem kröfðust þess að hún mætti á fundi í skól­an­um ákvað hún hins veg­ar að segja upp. „Ég fann mig knúna til að segja upp,“ seg­ir Soffía.

Var ekki trúað 

Guðný Pét­urs­dótt­ir vann sem þroskaþjálfi í skól­an­um á ár­un­um 2016-2020. Hún seg­ist enn glíma við af­leiðing­ar af því að hafa unnið í hús­næði skól­ans.

„Ég var send í of­næm­is­próf sem sýndi að ég hafði ekki of­næmi fyr­ir myglu. Svör­in sem ég fékk frá skól­an­um voru: „Þú ert ekki með of­næmi fyr­ir myglu.“ Of­næm­is­lækn­ir­inn sagði að hann væri að prófa fyr­ir fjór­um teg­und­um af myglu en það væru til ótelj­andi af­brigði sem hann væri ekki að prófa fyr­ir. Samt voru niður­stöðurn­ar úr þessu prófi tekn­ar gild­ar um að enn og aft­ur væri það ég sem væri vanda­málið, ekki skól­inn,“ seg­ir Guðný sem kveðst hafa neyðst til að segja upp starfi sínu.

Finnst ég hafa brugðist nem­end­um og for­eldr­um 

„Verst af öllu er að þrátt fyr­ir heilsu­brest­inn finnst mér ég hafa brugðist nem­end­um mín­um og for­eldr­um þeirra, ég lagði mik­inn metnað í starf mitt og mér fannst mjög erfitt að geta ekki fylgt þeim eft­ir,“ seg­ir Guðný.

Guðný Pétursdóttir.
Guðný Pét­urs­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Það er sorg­legt að kvart­an­ir mín­ar voru ekki tekn­ar al­var­lega því ég er al­veg viss um að það hefði getað komið í veg fyr­ir heilsu­brest annarra starfs­manna, svo ekki sé minnst á mögu­leg áhrif á nem­end­ur sem hafa gleymst í þess­ari umræðu.“

Ekki all­ir sem vildu koma fram 

mbl.is  hef­ur fengið að heyra sög­ur um fleira starfs­fólk sem glímt hef­ur við heilsu­brest vegna aðstæðna í skól­an­um. Eru þær frá nú­ver­andi starfs­fólki sem vinn­ur í skól­an­um, fyrr­ver­andi starfs­fólki sem glím­ir enn við heilsu­brest og þeim sem hafa fengið heils­una til baka eft­ir að hafa hætt kennslu við skól­ann.

Sum­ir vildu ekki koma fram und­ir nafni og vildu ekki segja sögu sína í fjöl­miðlum. Aðrir gáfu ein­ung­is leyfi fyr­ir mynd­birt­ingu. Nær all­ir hafa þó komið á fram­færi stuðningi við kenn­ara í skól­an­um. Þá hef­ur fólk­inu orðið tíðrætt um áhyggj­ur sín­ar af heilsu­fari barn­anna.

mbl.is