Sigvaldi og Nótt opinbera nafn sonarins

Frægar fjölskyldur | 6. september 2024

Sigvaldi og Nótt opinbera nafn sonarins

Handboltakappinn Sigvaldi Björn Guðjónsson og fyrrverandi knattspyrnukonan Nótt Jónsdóttir eignuðust sitt annað barn á dögunum. Nú hafa þau opinberað nafn sonarins. 

Sigvaldi og Nótt opinbera nafn sonarins

Frægar fjölskyldur | 6. september 2024

Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eignuðust nýverið son.
Sigvaldi Guðjónsson og Nótt Jónsdóttir eignuðust nýverið son. Skjáskot/Instagram

Hand­bol­takapp­inn Sig­valdi Björn Guðjóns­son og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­kon­an Nótt Jóns­dótt­ir eignuðust sitt annað barn á dög­un­um. Nú hafa þau op­in­berað nafn son­ar­ins. 

Hand­bol­takapp­inn Sig­valdi Björn Guðjóns­son og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­kon­an Nótt Jóns­dótt­ir eignuðust sitt annað barn á dög­un­um. Nú hafa þau op­in­berað nafn son­ar­ins. 

Dreng­ur­inn er annað barn pars­ins sam­an, en fyr­ir eiga þau son­inn Jök­ul sem kom í heim­inn í sept­em­ber 2022. Þau greindu frá því að þau ættu von á öðru barni í apríl síðastliðnum.

Nótt op­in­beraði nafn son­ar­ins í færslu á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um, en dreng­ur­inn fékk nafnið Funi Sig­valda­son. 

„Í dag er vika síðan litli prins­inn okk­ar kom í heim­inn og full­komnaði fjöl­skyld­una. Hann lét alls ekki bíða eft­ir sér og mætti rúm­um þrem vik­um fyr­ir sett­an dag, al­gjör­lega til­bú­inn, stór og sterk­ur. Sein­ustu dag­ar hafa farið í það að kynn­ast hon­um og líf­inu sem fjög­urra manna fjöl­skylda, ásamt því gera og græja það sem ekki var klárt enda bjugg­umst við alls ekki við hon­um svona snemma,“ skrifaði hún við fal­lega mynd af feðgun­um. 

Fjöl­skyldu­vef­ur­inn ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is