Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri áhugaverðum hlutum tengdum mat fyrir lesendum Matarvefsins. Hún byrjaði að taka mataræðið í gegn í fyrra og náði miklu árangri. Hún segist þó borða allt sem henni finnst gott en í skynsamlegu magni.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri áhugaverðum hlutum tengdum mat fyrir lesendum Matarvefsins. Hún byrjaði að taka mataræðið í gegn í fyrra og náði miklu árangri. Hún segist þó borða allt sem henni finnst gott en í skynsamlegu magni.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir ljóstrar upp matarvenjum sínum og fleiri áhugaverðum hlutum tengdum mat fyrir lesendum Matarvefsins. Hún byrjaði að taka mataræðið í gegn í fyrra og náði miklu árangri. Hún segist þó borða allt sem henni finnst gott en í skynsamlegu magni.
Hún er borgarfulltrúi og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og býr í gamla Vesturbænum. „Ég er 34 ára gömul og gift Einari Friðrikssyni lækni, og á einn hund og tvö börn, þar af ungling úr fyrra sambandi og eina tveggja ára telpu,“ segir Ragnhildur Alda og bætir við að hún sé einnig yfirkokkurinn á heimilinu.
„Í nóvember í fyrra byrjaði ég í bullandi heilsuátaki með það markmið að passa aftur í allar dragtirnar sem ég hafði réttlætt að kaupa dýrum dómum af því ég ætlaði að nota þær í áraraðir, en varð svo ólétt. Þessir viðbótar sentímetrar sem fylgja barneignum voru svona fastari við mig en áður og á þeim grunni réttlætti ég kaup á nokkrum nýjum drögtum. Svo fann ég að streitan var farin að segja til sín og veskið orðið léttara en ég kærði mig um þar sem ég var orðin fastagestur á helstu bakaríum hverfisins og þá var eina ráðið að fara í átak,“ segir Ragnhildur Alda.
„Ég hef því gjörbreytt matarvenjum mínum síðustu mánuði. Þó ég borði ennþá allt sem mér sýnist og er síborðandi, þá er munurinn að ég borða það í skynsamlegu magni og með meiri áherslu á mat sem er í einum bita bæði próteinríkur og með fjölbreytt samansafn næringarefna. Ég skóf af mér 12 kíló með þessu og segi við þá sem vilja létta sig að sigurinn sé sóttur í eldhúsið.“
Hvað færðu þér í morgunmat?
„Ég hef fengið mér sama morgunmatinn nánast hvern einasta dag í áraraðir, það er skál af létt AB-mjólk með matskeið af fræjum eða „Booztblöndu“ úr Krónunni og svo teskeið af rúsínum, og French Roast uppáhelling frá Te og Kaffi. Í kringum tvítugt komst ég að því að ef ég byrja daginn minn á góðgerlum eins og eru í AB mjólk er orkustigið mun meira, svo er ég skel af konu ef ég fæ ekki kaffibollann minn.“
Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?
„Ég er alltaf eitthvað á ferðinni og þá er nauðsynlegt að vera með snarl. Ég er mikið að vinna með banana, epli og skyrskvísur, en gef öllu séns sem er hægt að svolgra ofan í sig, keyra bíl og kannski jafnvel taka símtal í leiðinni, sem er þá auðvitað tengdur við bílinn. Eins lengi og það er ekki mikill sykur í því, ef ég borða mikinn sykur fyrir hádegi þá er það bara ávísun á slen eftir hádegi.“
Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?
„Af einskærri tillitsemi við þá sem þurfa að umgangast mig sleppi ég aldrei morgun-, hádegis- eða kvöldmat nema í einskærri neyð.“
Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?
„Egg og AB-mjólk sem ég borða daglega, svo geymi ég alltaf Atkins peanut butter cup í náttborðinu þar sem ég fæ mér líka eitt stykki svoleiðis á hverju kvöldi.“
Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?
„Það kallast oft á í mér íhaldið og frjálslyndið við val á veitingastöðum. Stundum kemur yfir mig kjötþrá þar sem ekkert minna dugar en blóðrauð steik með góðu rauðvíni. Þegar ég lendi á góðri steik þá lifir minningin um hana furðulega lengi. Oft á ég bágt með muna hvað fólk heitir sem ég hitti reglulega en á sama tíma man ég ljóslifandi eftir Porterhousesteikina sem ég fékk mér á Steikhúsinu fyrir þremur árum get. Sé ævintýraþráin við stýrið þá er hringt í hipp og kúl vin eftir ráðgjöf, ég fór á veitingastaðinn Uppi nýlega og var svo ánægð með hann að ég held að það verði bara staðurinn sem ég fer á til að gera vel við mig næsta árið. Matseðilinn þar slær tvær flugur í einu höggi með sturluðum steikum en líka meira framandi réttum.“
Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á Bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?
„Ekki sem stendur. Ég var alltaf með Dans le noir á lista hjá mér eftir senuna í rómantísku gamanmyndinni About time þar sem aðalstjörnunar hittast á þessum veitingastað þar sem allir borða í kolniðamyrkri. Svo fór ég þangað með eiginmanninum í afmælisferð til London fyrir nokkrum árum og kemur í ljós að það er sjúklega óþægilegt að borða í algjöru myrkri þar sem maður sér ekki einu sinni hendurnar á sér, ekki síst vegna þess að maður getur ekki beint miðað hnífapörunum. Ég var alveg við það að guggna en kom mér í gegnum þetta með því að halda fast í höndina á eiginmanninum og fótinn á vínglasinu. Maturinn bragðast líka öðruvísi og upplifunin á áferðinni og allt þetta er allt öðruvísi. Maður fattar ekki hve stórt hlutverk sjónin spilar í því hvernig okkur finnst maturinn bragðast.“
Hvað vilt þú á pitsuna þína?
„Nánast allt saman nema kartöflur, banana og ansjósur þá helst vegna einskærra fordóma gagnvart þessum framandi bragðtegundum. Við erum með pitsakvöld aðra hverja viku og þá set ég lauk, ólífur, skinku, pepperóní, sveppi, döðlur og papriku. Ég fæ mér ávallt Dominos Extra en skipti henni óspart í tvennt til að breyta aðeins til.“
Uppáhaldsrétturinn þinn?
„Klassísk púðursykursmarensrjómaterta er mitt eina sanna uppáhald. Annars er ég svo mikill mathákur að ég á mjög erfitt með að gera upp á milli.“
Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?
„Ég hef alltaf verið meira fyrir salat, nema þegar um brúnaðar kartöflur eða kartöflumús er að ræða. Enda erum við þá komin nálægt því að vera með eftirrétti og ég er forfallin eftirréttarkona.“
Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?
„Ég er klárlega meiri bakari, sem má örugglega rekja til þess að vera sólgin í eftirrétti. En þá er ég svona klassíker og baka bara tertur og kökur eins og púðursykursmarens, Ricekrispies tertu, djöflaköku, franska súkkulaðiköku eða gömlu góðu perutertuna. Þessar tímalausu samsetningar af sykri, smjöri og rjóma með smá ávöxtum jafnvel þykja mér langbestar.“