Stjórn Samfés vottar fjölskyldu Bryndísar Klöru Birgisdóttur samúð sína og hvetur samfélagið til að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu barna og ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar.
Stjórn Samfés vottar fjölskyldu Bryndísar Klöru Birgisdóttur samúð sína og hvetur samfélagið til að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu barna og ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar.
Stjórn Samfés vottar fjölskyldu Bryndísar Klöru Birgisdóttur samúð sína og hvetur samfélagið til að taka höndum saman gegn ofbeldismenningu barna og ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnarinnar.
„Við erum harmi slegin eftir þá skelfingu sem átti sér stað á Menningarnótt og sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina Bryndísar Klöru,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir jafnframt að Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, taki undir áhyggjuraddir samfélagsins hvað varði ofbeldismenningu ungmenna landsins. Ljóst sé að alvarleg þróun hafi átt sér stað og að ofbeldi eigi allt of stóran þátt í daglegu lífi þeirra.
„Samfés hvetur samfélagið í heild sinni til að taka höndum saman og leggjast á eitt í baráttunni við aukna ofbeldismenningu barna og ungmenna. Slík samvinna er lykillinn að árangri. Ræðum við börnin okkar um afleiðingar og hættuna við að beita ofbeldi og bera vopn, setjum þeim skýr mörk og veitum þeim stuðning.“
Þá hvetja samtökin sömuleiðis foreldra og forsjáraðila til virkrar þátttöku í foreldrafélögum, foreldrarölti eða öðru verndandi starfi í nærumhverfi barna sinna. Þá gegni félagsmiðstöðvar og ungmennahús einnig afar mikilvægu hlutverki þegar komi að forvarnarstarfi sem sé verndandi þáttur í lífi barna og unglinga.
„Forvarnarstarf er nauðsynlegur hluti af okkar samfélagi þar sem ekki má sofna á verðinum. Það sparar enginn á því að skerða forvarnarstarf heldur felst sparnaðurinn í eflingu þess þar sem fjármagn til forvarna sé tryggt.“