Fékk samúðarbumbu á meðgöngum eiginkonunnar

Gaman saman | 8. september 2024

Fékk samúðarbumbu á meðgöngum eiginkonunnar

Lárus Blöndal Guðjónsson, best þekktur undir listamannsnafninu Lalli töframaður, er algjör sprelligosi og einn dáðasti skemmtikraftur landsins, enda uppátækjasamur, forvitinn og fyndinn. Hann hefur heillað börn jafnt sem fullorðna með ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum síðustu ár. 

Fékk samúðarbumbu á meðgöngum eiginkonunnar

Gaman saman | 8. september 2024

Lárus elskar föðurhlutverkið.
Lárus elskar föðurhlutverkið. mbl.is/Eyþór

Lár­us Blön­dal Guðjóns­son, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Lalli töframaður, er al­gjör sprelli­gosi og einn dáðasti skemmtikraft­ur lands­ins, enda uppá­tækja­sam­ur, for­vit­inn og fynd­inn. Hann hef­ur heillað börn jafnt sem full­orðna með ótrú­leg­um töfra­brögðum og mögnuðum sjón­hverf­ing­um síðustu ár. 

Lár­us Blön­dal Guðjóns­son, best þekkt­ur und­ir lista­manns­nafn­inu Lalli töframaður, er al­gjör sprelli­gosi og einn dáðasti skemmtikraft­ur lands­ins, enda uppá­tækja­sam­ur, for­vit­inn og fynd­inn. Hann hef­ur heillað börn jafnt sem full­orðna með ótrú­leg­um töfra­brögðum og mögnuðum sjón­hverf­ing­um síðustu ár. 

Lár­us er mik­ill fjöl­skyldumaður og býr með fjöl­skyldu sinni í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Hann á tvo unga syni með eig­in­konu sinni, Heiðrúnu Örnu Friðriks­dótt­ur, og er einnig stjúp­faðir tveggja barna sem eig­in­kona hans átti fyr­ir. 

Töframaður­inn er með mörg járn í eld­in­um um þess­ar mund­ir og bíður nú spennt­ur eft­ir að frum­sýna nýj­ustu barna­sýn­ingu sína, Nýj­ustu töfr­ar og vís­indi, á sviði Tjarn­ar­bíós þann 15. sept­em­ber næst­kom­andi. 

Það hjálpaði að vera Lalli töframaður

Hvernig kynnt­ist þú eig­in­konu þinni?

„Við kynnt­umst á net­inu, byrjuðum að spjalla sam­an og fór­um að hitt­ast í fram­haldi af því. Eft­ir ein­hverja mánuði fór­um við sam­an í Krón­una að versla í mat­inn og það var þar sem ég áttaði mig á því að þetta væri það sem mig langaði að gera til æviloka. Þá er ég ekki að tala um að kaupa í mat­inn held­ur að fá að vera með Heiðrúnu.“

Hvernig gekk að kynn­ast börn­um henn­ar í byrj­un sam­bands­ins?

„Það gekk al­veg ótrú­lega vel, þau eru svo frá­bær og skemmti­leg. Svo þegar mamma þeirra sagði þeim að hún væri kom­in með kær­asta og að það væri Lalli töframaður þá hjálpaði það al­veg til.“

Var ein­hver hræðsla sem fylgdi því að byrja með konu með börn?

„Það er auðvitað rosa­leg ábyrgð og stór pakki að koma inn í líf tveggja barna, en við urðum strax góðir vin­ir. Þau eru hluti af eig­in­konu minni og gera hana að því sem hún er og það er ein­mitt það sem ég elska svo mikið.“

Fjölskyldan var glæsileg á brúðkaupsdaginn.
Fjöl­skyld­an var glæsi­leg á brúðkaups­dag­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Fékk samúðarbumbu

Syn­ir Lárus­ar og Heiðrún­ar, Óli­ver El­vis og Kári Lennon, komu í heim­inn með tæp­lega tveggja ára milli­bili. Lár­us var konu sinni stoð og stytta yfir meðgöngu­tíma­bilið og bætti á sig nokkr­um kíló­um í leiðinni.

Meðgang­an hef­ur mik­il áhrif á kon­ur, lík­am­lega og and­lega, en fannst þú ein­hverj­ar breyt­ing­ar á þér á meðgöng­unni?

„Sko, ég bætti á mig al­veg þó nokkr­um kíló­um og fékk það sem ég kalla „samúðarbumbu“. Ég fann þó aðallega fyr­ir því hvað ég elskaði hana Heiðrúnu mikið.“

Hvernig gengu fæðing­arn­ar?

„Fyrri fæðing­in gekk í stuttu máli mjög illa. Hún tók lang­an tíma og það var svo ekki fyrr en í lok­in að það kom í ljós að hann Óli­ver okk­ar sneri öðru­vísi en þau héldu. Það þurfti því að nota sog­klukku til að koma okk­ar manni al­menni­lega í heim­inn. Þetta tók að sjálf­sögðu mjög mikið á hana Heiðrúnu lík­am­lega en þó aðallega and­lega.

Svo þegar það stytt­ist í að hann Kári, yngsti strák­ur­inn okk­ar, kæmi í heim­inn þá sat þetta eðli­lega ennþá í henni, það er hvernig sein­asta fæðing hafði farið, en hún fékk mikla hjálp við að vinna úr þessu með því tala við gott fólk inn­an spít­al­ans. Fæðing­in hans Kára gekk vel.“

Hvernig var að vera á hliðarlín­unni í fæðing­un­um?

„Það var al­veg ótrú­lega erfitt en ég reyndi eins og ég gat að hjálpa og þá aðallega með því að halda ró og styðja við Heiðrúnu.“

Hvernig leið þér þegar þú fékkst börn­in í fangið í fyrsta sinn?

„Það var al­veg hreint ótrú­legt og þessi til­finn­ing var eitt­hvað sem ég hafði aldrei upp­lifað áður og í raun vissi ég ekki að þessi til­finn­ing væri til. Það að svona lítið kríli geri það að verk­um að maður fái ein­fald­lega illt í hjartað af ást er al­veg ótrú­legt.“

Lárus veit fátt betra en að vera heima í faðmi …
Lár­us veit fátt betra en að vera heima í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er besta hlut­verk sem ég hef fengið í líf­inu“

Lár­us hef­ur leikið þó nokk­ur hlut­verk á síðustu árum en seg­ir ekk­ert hlut­verk toppa föður­hlut­verkið. 

Hvað hef­ur komið þér mest á óvart við föður­hlut­verkið?

„Ég komst að því að það er ómögu­legt að und­ir­búa sig fram í tím­ann. Í raun vissi ég ekki neitt og eins og fleiri þá gerði ég mér enga grein fyr­ir hvað felst í að eiga barn. Vissu­lega var ég al­veg und­ir­bú­inn og allt það, en svo tek­ur nátt­úr­an í raun­inni bara við. Ég elska börn­in mín af öllu hjarta og með því að elska svona mikið þá koma lausn­irn­ar bara að sjálfu sér.“

Langaði þig alltaf til að verða pabbi?

„Al­veg 100%

Þetta er það besta sem ég veit. Það er kannski skrýtið að segja það en bara það að geta aldrei sofið út á morgn­ana af því að börn­in manns vilja að þú ríf­ir þig á lapp­ir eldsnemma alla morgna til að byrja dag­inn með þeim er al­veg hreint dá­sam­legt.“

Hvað er það erfiðasta við föður­hlut­verkið?

„Ekk­ert, ekki neitt. Þetta er besta hlut­verk sem ég hef fengið í líf­inu. Þó svo það sé krefj­andi að halda dampi í vinn­unni og ná að gera allt sem gera þarf þá skipt­ir það engu máli því það að geta verið með börn­un­um er ein­fald­lega það besta sem ég get hugsað mér.“

Hvað er það besta við að vera pabbi?

„Öll ást­in! Hjartað í mér stækkaði um mörg núm­er þegar ég varð faðir, það breytt­ist allt. Fókus­inn færðist af mér og yfir á þau. Börn­in mín skipta mig mestu máli í líf­inu.“

Hvernig pabbi ertu?

„Ég tel mig vera mjög skemmti­leg­an pabba, þegar á heild­ina er litið. Þó svo að 17 ára ung­lings­dótt­ir­in hlæi kannski ekki að öll­um pabba­brönd­ur­un­um mín­um þá skynja ég nú samt að hún sé þakk­lát fyr­ir að sé ég alla­vega að reyna að vera fynd­inn.“

Það er alltaf gleði og gaman.
Það er alltaf gleði og gam­an. Ljós­mynd/​Aðsend

Það er alltaf gam­an

Gleðin er alltaf alls­ríkj­andi á heim­ili Lárus­ar og Heiðrún­ar. Hjón­in nýta hvert tæki­færi til þess að bregða á glens og leggja áherslu á af­slappað og ást­ríkt and­rúms­loft.

Not­ar þú húm­or mikið í upp­eld­inu?

„Já, það er mikið um grín og gleði í upp­eld­inu hjá okk­ur. Börn­um lang­ar helst alltaf að hafa gam­an og þar er ég þeim hjart­an­lega sam­mála. Lífið á að vera skemmti­legt og ég reyni eins og ég get að hafa það þannig.“

Hvað legg­ur þú helst áherslu á í upp­eld­inu?

„Aðal­atriðið er að vera góð hvort við annað, það skipt­ir mig miklu máli. Ef við lær­um að vera góð við aðra þá fyrst get­um við lært að vera góð við okk­ur sjálf og byrjað að líða vel.“

Hvað finnst ykk­ur skemmti­leg­ast að gera sam­an?

„Fyr­ir utan það að fara í sund, út að leika og spila fót­bolta þá finnst okk­ur fjöl­skyld­unni mjög gam­an að ferðast. Heiðrún er al­veg ferðaóð og þegar hún t.d. spyr hvort hún eigi að panta flug­miða svo við get­um farið með börn­in í mánaðarlangt flakk um Banda­rík­in, þá segi ég bara það sem ég lærði í meðgöngujóga: „Já, ást­in mín.“

Þetta er mjög skemmti­leg og fræðandi sýn­ing

Hvað ertu að bauka þessa dag­ana?

„Vinnu­lega séð er mikið í gangi. Ég er með mörg járn í eld­in­um og ber þar helst að nefna nýja leik­sýn­ingu sem ég frum­sýni í Tjarn­ar­bíói þann 15. sept­em­ber. Sýn­ing­in ber heitið Nýj­ustu töfr­ar og vísindi og er barna­sýn­ing þar sem ég, eða Lalli töframaður, velti fyr­ir mér hvort það sé ein­hver raun­veru­leg­ur mun­ur á töfr­um og vís­ind­um.

Þetta er mjög skemmti­leg og fræðandi leik­sýn­ing sem ég mæli hik­laust með að fólk komi og sjái því hún er ekki bara skemmti­leg fyr­ir börn­in held­ur er hún líka frá­bær skemmt­un fyr­ir okk­ur full­orðna fólkið.“

Lalli töframaður hlakkar til að taka á móti á sýninguna …
Lalli töframaður hlakk­ar til að taka á móti á sýn­ing­una Nýj­ustu töfr­ar & vís­indi í Tjarn­ar­bíói. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

„Ég hef á til­finn­ing­unni að þetta eigi eft­ir að vera mjög góður vet­ur. Börn­in eru byrjuð í skólar­útín­um sín­um og það er byrjað að fær­ast smá ró á heim­ilið eft­ir mikið og skemmti­legt sum­ar­frí.

Með vetr­in­um koma all­ar árs­hátíðarn­ar og jóla­hlaðborðin þar sem ég er mikið að veislu­stýra og gleðja, svo er enski fót­bolt­inn líka byrjaður sem gleður okk­ur feðga mjög mikið, þannig að þessi vet­ur lít­ur bara mjög vel út.“

Hvað ætl­ar þú að gera til þess að hann verði sem best­ur?

  1. Vera tím­an­lega með jóla­gjaf­irn­ar.
  2. Kaupa nýtt teppi svo það verði kósí að koma heim eft­ir kalda úti­veru í snjón­um og hlýja sér und­ir tepp­inu og horfa á teikni­mynd­ir
  3. Halda áfram að gleðja fólk með töfra­sýn­ing­um, gríni og ham­ingju.
mbl.is