Alexandra og Gylfi opinbera kynið

Meðganga | 9. september 2024

Alexandra og Gylfi opinbera kynið

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi barnafaraverslunarinnar Mía, eiga von á sínu öðru barni saman. Þau hafa nú opinberað kyn barnsins.

Alexandra og Gylfi opinbera kynið

Meðganga | 9. september 2024

Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga von á …
Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson eiga von á sínu öðru barni saman. Ljósmynd/Instagram

Knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson og Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eig­andi barnafara­versl­un­ar­inn­ar Mía, eiga von á sínu öðru barni sam­an. Þau hafa nú op­in­berað kyn barns­ins.

Knatt­spyrnumaður­inn Gylfi Þór Sig­urðsson og Al­ex­andra Helga Ívars­dótt­ir, eig­andi barnafara­versl­un­ar­inn­ar Mía, eiga von á sínu öðru barni sam­an. Þau hafa nú op­in­berað kyn barns­ins.

Fyr­ir eiga hjón­in eina dótt­ur, Mel­rós Míu, sem kom í heim­inn í maí 2021. Al­ex­andra greindi frá því að fjöl­skyld­an væri að stækka í maí síðastliðnum. 

Nú hef­ur hún op­in­berað kyn barns­ins í ein­lægri færslu sem hún birti á In­sta­gram-reikn­ingi sín­um.

„Strákabumba. Ekki hefði mig grunað fyr­ir nokkr­um árum í miðri og langri ófrjó­sem­is­bar­áttu að þetta yrði staðan í dag. Óend­an­lega þakk­lát að þessi litli gaur kom al­gjör­lega óvænt, eitt­hvað sem mig hefði þá ekki órað fyr­ir að gæti gerst.

Ég man mér fannst stund­um erfitt að heyra svona sög­ur því mér leið eins og ég yrði aldrei ein af þess­um kon­um, en með þess­um skrif­um von­ast ég til að vekja von fyr­ir fólk í sömu spor­um. Lík­am­inn er magnaður og kem­ur sí­fellt á óvart.. Að halda í trúna á þess­ari veg­ferð er svo mik­il­vægt þó það sé oft á tíðum erfitt,“ skrif­ar Al­ex­andra og birt­ir fal­lega mynd af óléttu­kúl­unni. 

Fjöl­skyldu­vef­ur mbl.is ósk­ar þeim inni­lega til ham­ingju!

mbl.is