Laufey stórglæsileg á forsíðu Vogue

Poppkúltúr | 9. september 2024

Laufey stórglæsileg á forsíðu Vogue

Laufey Lín Bing Jónsdóttir, söngkona og lagahöfundur, prýðir forsíðuna á nýjasta hefti Vogue í Singapúr.

Laufey stórglæsileg á forsíðu Vogue

Poppkúltúr | 9. september 2024

Sannkölluð drottning í kjól frá Prabal Gurung.
Sannkölluð drottning í kjól frá Prabal Gurung. JAMIE MCCARTHY

Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir, söng­kona og laga­höf­und­ur, prýðir forsíðuna á nýj­asta hefti Vogue í Singa­púr.

Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir, söng­kona og laga­höf­und­ur, prýðir forsíðuna á nýj­asta hefti Vogue í Singa­púr.

Djass­söng­kon­an, sem hef­ur svo sann­ar­lega farið sig­ur­för um heim­inn und­an­farna mánuði, er í ít­ar­legu viðtali í tísku­tíma­rit­inu og ræðir um lífið og til­ver­una sem tví­buri, upp­eldið og tón­list­ar­draum­inn.

Lauf­ey lýs­ir æsku­ár­un­um á Íslandi og viður­kenn­ir að hafa stund­um upp­lifað sig út und­an.

„Börn­in fá að láta ímynd­un­ar­aflið og leik­gleðina leika laus­um hala; maður byrjaði snemma að taka sjálf­stæðar ákv­arðanir,” út­skýr­ir söng­kon­an sem greindi frá því að móðir henn­ar, sem er kín­versk, hafi kosið að ala hana og tví­bura­syst­ur henn­ar upp með venj­um kín­verskr­ar siðmenn­ing­ar og aga.

„For­eldr­ar mín­ir, móðir mín þá sér­stak­lega, voru aðeins strang­ari en aðrir þegar kom að tón­list­ar- og hljóðfæraæf­ing­um. Það hafði vissu­lega sína kosti og er ég að sjálf­sögðu mjög þakk­lát fyr­ir það í dag, en ég upp­lifði mig oft út und­an í æsku. Eft­ir skóla fóru vin­ir mín­ir að leika en ég fór ávallt rak­leitt í selló- eða pí­anó­tíma.”

Lauf­ey var ljós­mynduð af tísku­ljós­mynd­ar­an­um Maddy Rotman og klædd­ist fal­leg­um flík­um frá spænska tísku­hús­inu Loewe. Hún deildi mynd­um úr tök­unni á In­sta­gram-síðu sinni á mánu­dag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem djass­söng­kon­an prýðir forsíðu á er­lendu tíma­riti. Hún sat fyr­ir á forsíðumynd eins þekkt­asta tón­list­ar­tíma­rits í heimi, Bill­bo­ard, fyrr á þessu ári og einnig tísku­tíma­rit­inu Female.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

mbl.is