Dansdrottningin Kara orðin 60 ára

Hverjir voru hvar | 10. september 2024

Dansdrottningin Kara orðin 60 ára

Danskennarinn Kara Arngrímsdóttir fagnaði 60 ára afmæli sínu á laugardaginn var. Veisluhöldin fóru fram í nýjum húsakynnum Dansskóla Köru. 

Dansdrottningin Kara orðin 60 ára

Hverjir voru hvar | 10. september 2024

Arngrímur Stefánsson, Kara Arngrímsdóttir, Stefanía Fanney Ármannsdóttir, Þórir Alex og …
Arngrímur Stefánsson, Kara Arngrímsdóttir, Stefanía Fanney Ármannsdóttir, Þórir Alex og Reynir Steánsson.

Dans­kenn­ar­inn Kara Arn­gríms­dótt­ir fagnaði 60 ára af­mæli sínu á laug­ar­dag­inn var. Veislu­höld­in fóru fram í nýj­um húsa­kynn­um Dans­skóla Köru. 

Dans­kenn­ar­inn Kara Arn­gríms­dótt­ir fagnaði 60 ára af­mæli sínu á laug­ar­dag­inn var. Veislu­höld­in fóru fram í nýj­um húsa­kynn­um Dans­skóla Köru. 

„Það eru 35 ár síðan að ég stofnaði dans­skóla fyrst með Jóni Pétri Úlfljóts­syni. Ég hef rekið Dans­skóla Köru síðastliðin fimm ár og það er búið að ganga ótrú­lega vel. Inn­an skól­ans starfar Dans­fé­lag Reykja­vík­ur sem er aðili að Íþrótta­hreyf­ing­unni. Í fé­lag­inu eru ein­hver af bestu dan­spör­um lands­ins sem eru í landsliði Dansíþrótta­sam­bands ís­lands,“ seg­ir Kara.

Á ferli sín­um hef­ur Kara upp­lifað marg­ar góðar minn­ing­ar. 

„Það hef­ur margt skemmti­legt gerst á þess­um tíma. Það sem stend­ur lík­lega mest upp úr eru ferðalög­in er­lend­is og hér inn­an­lands og fólkið sem ég hef kynnst á þess­um árum hér heima og í raun um all­an heim. Ég var sjálf marg­fald­ur Íslands­meist­ari í dansi ásamt dans­fé­lag­an­um mín­um og fór víða er­lend­is að keppa fyr­ir hönd Íslands á Evr­ópu- og heims­meist­ara­mót­um. Ég hef síðan þjálfað dans­ara sem hafa fylgt á eft­ir og nú síðast í júlí fór ég með tvö pör til Kína á heims­meist­ara­mót ung­linga í suður­am­er­ísk­um döns­um. Auk þess er ég með alþjóðleg dóm­ara­rétt­indi og hef farið víða um heim að dæma dans­mót,“ seg­ir hún. 

Kara fær mikið út úr dans­in­um og seg­ir að hann virki eins og góður sál­fræðitími. 

„Ég elska að kenna dans. Það skipt­ir ekki máli á hvaða aldri nem­end­ur eru eða hvort þeir eru byrj­end­ur eða Íslands­meist­ar­ar. Í skól­an­um er boðið upp á nám­skeið fyr­ir all­an ald­ur frá þriggja ára aldri. Það er svo gam­an að sjá fólk breyt­ast fyr­ir fram­an sig.  Byrj­end­ur labba inn í sal og kunna ekk­ert en ganga síðan út með höfuðið hátt og bros á vör eft­ir að hafa lært spor­in í nokkr­um döns­um. Þau sem æfa keppn­is­dans eru stöðugt að bæta sig og setja markið hátt.  Það er svo gef­andi að fá að vera með þeim og hjálpa þeim í þeirri veg­ferð,“ seg­ir hún.

Guðrún Þorláksdóttir og Eygló Karólína.
Guðrún Þor­láks­dótt­ir og Eygló Karólína.
Anna Líndal, Magnús Tumi Guðmundsson og Kara Arngrímsdóttir.
Anna Lín­dal, Magnús Tumi Guðmunds­son og Kara Arn­gríms­dótt­ir.
Sigríður Edda Hafberg og Ylfa Hjaltested Pétursdóttir.
Sig­ríður Edda Haf­berg og Ylfa Hjaltested Pét­urs­dótt­ir.
Hér er Kara ásamt nemendum sínum.
Hér er Kara ásamt nem­end­um sín­um.
Hér er Kara ásamt systkinum sínum: Auðbjörgu, Sveini, Reyni og …
Hér er Kara ásamt systkin­um sín­um: Auðbjörgu, Sveini, Reyni og Kára.
Sigrún Kjartansdóttir og Friðsemd Helgadóttir eru hér fremstar á myndinni.
Sigrún Kjart­ans­dótt­ir og Friðsemd Helga­dótt­ir eru hér fremst­ar á mynd­inni.
Þórdís Sigurgeirsdóttir, Kristinn Sigurðsson, Bergþóra María Bergþórsdóttir, Friðsemd Helgadóttir, Björn …
Þór­dís Sig­ur­geirs­dótt­ir, Krist­inn Sig­urðsson, Bergþóra María Bergþórs­dótt­ir, Friðsemd Helga­dótt­ir, Björn Sveins­son og Eyj­ólf­ur Bald­urs­son.
Eygló Karólína Benediktsdóttir og Kara Arngrímsdóttir.
Eygló Karólína Bene­dikts­dótt­ir og Kara Arn­gríms­dótt­ir.
mbl.is