Play flýgur til Pula í Króatíu

Borgarferðir | 10. september 2024

Play flýgur til Pula í Króatíu

Íslenska flugfélagið Play ætlar að hefja áætlunarflug til Pula í Króatíu. Fyrsta ferð flugfélagsins verður laugardaginn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ágúst 2025. Pula er við Adríahafsströndina en hún einkennist af fallegum ströndum, líflegri menningu og heillandi fornminjum. Pula hentar því jafnt þeim sem sækjast eftir slökun og endurheimt og þeim sem vilja ævintýralegar gönguferðir og líflegt næturlíf.

Play flýgur til Pula í Króatíu

Borgarferðir | 10. september 2024

Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Bernhard Kristinn

Íslenska flug­fé­lagið Play ætl­ar að hefja áætl­un­ar­flug til Pula í Króa­tíu. Fyrsta ferð flug­fé­lags­ins verður laug­ar­dag­inn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ág­úst 2025. Pula er við Adría­hafs­strönd­ina en hún ein­kenn­ist af fal­leg­um strönd­um, líf­legri menn­ingu og heill­andi forn­minj­um. Pula hent­ar því jafnt þeim sem sækj­ast eft­ir slök­un og end­ur­heimt og þeim sem vilja æv­in­týra­leg­ar göngu­ferðir og líf­legt næt­ur­líf.

Íslenska flug­fé­lagið Play ætl­ar að hefja áætl­un­ar­flug til Pula í Króa­tíu. Fyrsta ferð flug­fé­lags­ins verður laug­ar­dag­inn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ág­úst 2025. Pula er við Adría­hafs­strönd­ina en hún ein­kenn­ist af fal­leg­um strönd­um, líf­legri menn­ingu og heill­andi forn­minj­um. Pula hent­ar því jafnt þeim sem sækj­ast eft­ir slök­un og end­ur­heimt og þeim sem vilja æv­in­týra­leg­ar göngu­ferðir og líf­legt næt­ur­líf.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Play kem­ur fram að flug­fé­lagið hafi flogið einu sinni í viku til Split í Króa­tíu við góðar und­ir­tekt­ir og mun sú áætl­un standa út októ­ber í ár. Á næsta ári verður ferðum til Split fjölgað. 

„Við bæt­um enn ein­um glæsi­leg­um sól­ar­landa­áfangastaðnum við leiðakerfið okk­ar. Íslend­ing­ar tóku vel í Split og því er rök­rétt ákvörðun að bjóða upp á aðra perlu í Króa­tíu. Þetta eru gríðarlega fal­leg­ir áfangastaðir sem við trú­um að muni heilla Íslend­inga. Við höf­um státað okk­ur af því að vera með eina glæsi­leg­ustu sól­ar­landa­áætl­un sem fyr­ir­finnst og Pula mun án efa laða marga að,“ seg­ir Ein­ar Örn Ólafs­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins Play. 

Einnig kem­ur fram að Play ætl­ar að bjóða upp á þrjár ferðir til Za­greb í Króa­tíu í janú­ar. Ferðirn­ar þrjár eru all­ar á dag­skrá í tengsl­um við leiki ís­lenska karla­landsliðsins í hand­bolta í riðlakeppni Heims­meist­ara­móts­ins.

mbl.is