Íslenska flugfélagið Play ætlar að hefja áætlunarflug til Pula í Króatíu. Fyrsta ferð flugfélagsins verður laugardaginn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ágúst 2025. Pula er við Adríahafsströndina en hún einkennist af fallegum ströndum, líflegri menningu og heillandi fornminjum. Pula hentar því jafnt þeim sem sækjast eftir slökun og endurheimt og þeim sem vilja ævintýralegar gönguferðir og líflegt næturlíf.
Íslenska flugfélagið Play ætlar að hefja áætlunarflug til Pula í Króatíu. Fyrsta ferð flugfélagsins verður laugardaginn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ágúst 2025. Pula er við Adríahafsströndina en hún einkennist af fallegum ströndum, líflegri menningu og heillandi fornminjum. Pula hentar því jafnt þeim sem sækjast eftir slökun og endurheimt og þeim sem vilja ævintýralegar gönguferðir og líflegt næturlíf.
Íslenska flugfélagið Play ætlar að hefja áætlunarflug til Pula í Króatíu. Fyrsta ferð flugfélagsins verður laugardaginn 31. maí 2025. Flogið verður einu sinni í viku til 16. ágúst 2025. Pula er við Adríahafsströndina en hún einkennist af fallegum ströndum, líflegri menningu og heillandi fornminjum. Pula hentar því jafnt þeim sem sækjast eftir slökun og endurheimt og þeim sem vilja ævintýralegar gönguferðir og líflegt næturlíf.
Í fréttatilkynningu frá Play kemur fram að flugfélagið hafi flogið einu sinni í viku til Split í Króatíu við góðar undirtektir og mun sú áætlun standa út október í ár. Á næsta ári verður ferðum til Split fjölgað.
„Við bætum enn einum glæsilegum sólarlandaáfangastaðnum við leiðakerfið okkar. Íslendingar tóku vel í Split og því er rökrétt ákvörðun að bjóða upp á aðra perlu í Króatíu. Þetta eru gríðarlega fallegir áfangastaðir sem við trúum að muni heilla Íslendinga. Við höfum státað okkur af því að vera með eina glæsilegustu sólarlandaáætlun sem fyrirfinnst og Pula mun án efa laða marga að,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play.
Einnig kemur fram að Play ætlar að bjóða upp á þrjár ferðir til Zagreb í Króatíu í janúar. Ferðirnar þrjár eru allar á dagskrá í tengslum við leiki íslenska karlalandsliðsins í handbolta í riðlakeppni Heimsmeistaramótsins.