Læknanemar bjóða börnum í heimsókn á Bangsaspítalann

Helgin framundan | 11. september 2024

Læknanemar bjóða börnum í heimsókn á Bangsaspítalann

Bangsaspítali Lýðheilsufélags læknanema hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, en hann mun snúa aftur á höfuðborgarsvæðið næstkomandi laugardag, 14. september, og verður nú staðsettur á fjórum heilsugæslustöðvum. 

Læknanemar bjóða börnum í heimsókn á Bangsaspítalann

Helgin framundan | 11. september 2024

Hinn sívinsæli Bangsaspítali snýr aftur næstkomandi laugardag.
Hinn sívinsæli Bangsaspítali snýr aftur næstkomandi laugardag. mbl.is/Hari

Bangsaspítali Lýðheilsufélags læknanema hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, en hann mun snúa aftur á höfuðborgarsvæðið næstkomandi laugardag, 14. september, og verður nú staðsettur á fjórum heilsugæslustöðvum. 

Bangsaspítali Lýðheilsufélags læknanema hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, en hann mun snúa aftur á höfuðborgarsvæðið næstkomandi laugardag, 14. september, og verður nú staðsettur á fjórum heilsugæslustöðvum. 

Öllum börnum ásamt foreldrum og forráðamönnum er boðið að koma í heimsókn með veika eða slasaða bangsa á milli klukkan 10 til 16 á heilsugæslustöðvarnar í Efstaleiti, Sólvangi, Seltjarnarnesi og Salahverfi.

Fram kemur í viðburðinum að tilgangur verkefnisins sé tvíþættur – annars vegar að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og hins vegar að gefa læknanemum tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur.

Öll börn eru velkomin á Bangsaspítalann með veika eða slasaða …
Öll börn eru velkomin á Bangsaspítalann með veika eða slasaða bangsa. mbl.is/Óttar

Hvert barn kemur með sinn eigin bangsa og mælt er með að rætt sé fyrir fram við barnið um það hvernig bangsinn sé veikur, hvort hann sé t.d. með hálsbólgu, magapest eða brotinn fót.

Barnið fær svo að innrita bangsann á heilsugæslunni og í kjölfarið kemur bangsalæknir og vísar barninu inn á læknastofu þar sem skoðun og aðhlynning fer fram á bangsanum. 

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook.

mbl.is