Hrósað af borgarbúum fyrir flottan líkama

Áhrifavaldar | 12. september 2024

Hrósað af borgarbúum fyrir flottan líkama

Guðmundur Birkir Pálmason, best þekktur sem Gummi kíró, er nýlentur á klakanum eftir ævintýralega daga í borg borganna, New York.

Hrósað af borgarbúum fyrir flottan líkama

Áhrifavaldar | 12. september 2024

Gummi kíró vakti athygli borgarbúa fyrir klæðaburð sinn og líkamsvöxt.
Gummi kíró vakti athygli borgarbúa fyrir klæðaburð sinn og líkamsvöxt. Samsett mynd

Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, best þekkt­ur sem Gummi kíró, er ný­lent­ur á klak­an­um eft­ir æv­in­týra­lega daga í borg borg­anna, New York.

Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son, best þekkt­ur sem Gummi kíró, er ný­lent­ur á klak­an­um eft­ir æv­in­týra­lega daga í borg borg­anna, New York.

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an fylgdi sam­býl­is­konu sinni Línu Birgittu Sig­urðardótt­ur fata­hönnuði til stór­borg­ar­inn­ar og sat á fremsta bekk er hún frum­sýndi nýja fatalínu íþrótta­vörumerk­is­ins Define The Line Sport á viðburði tengd­um New York Fashi­on Week. 

Guðmund­ur er afar stolt­ur af konu sinni og hef­ur birt fjöld­ann all­an af mynd­um og mynd­skeiðum frá ferð þeirra á In­sta­gram-síðu sinni síðastliðna daga. 

Í einni færsl­unni vakti hann sér­staka at­hygli á al­menni­leg­heit­um borg­ar­búa og sagðist hafa fengið mikið hrós fyr­ir klæðaburð sinn og lík­ams­bygg­ingu og sömu­leiðis upp­lifað hlý­legt viðmót hvar sem hann kom. Guðmund­ur hvet­ur því lands­menn til að taka sér þetta til fyr­ir­mynd­ar.

„Ég elskaði þenn­an tíma í NY og var alls ekki til­bú­inn að koma heim. 

Ég fór að velta því fyr­ir mér því venju­lega er ég alltaf mjög spennt­ur að koma heim. Ég komst að því að part­ur að því væri veðrið, borg­in, fríið, fé­lags­skap­ur­inn og mat­ur­inn en fyrst og fremst var það viðmótið frá fólk­inu í borg­inni. 

Ég fékk svo oft hrós og fal­legt viðmót frá fólki sem ég þekkti ekki neitt og mörg hrós um out­fitt­in, út­litið og góðmennsk­una ef ég opnaði fyr­ir ein­hvern eða var kurt­eis og meira að segja fékk ég hrós um flott­an lík­ama. 

Við höf­um öll jafn mikla þörf fyr­ir það að vera séð sem mann­eskj­ur og þegar annað fólk tek­ur eft­ir ein­hverju fal­legu, flottu, skemmti­legu og frá­bæru í okk­ar fari mætt­um við öll vera miklu dug­legri að hrósa hvort öðru þó svo að við þekkj­umst eða ekki. 

Ég ætla alla­vega að vera dug­legri að hrósa.

Eitt hrós eða eitt bros get­ur gert dag­inn eða jafn­vel vik­una fyr­ir ein­hvern ann­an,“ skrifaði kírópraktor­inn sí­vin­sæli. 

Gummi kíró hvetur landsmenn til að taka hrósa hvor öðrum.
Gummi kíró hvet­ur lands­menn til að taka hrósa hvor öðrum. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is