Er þetta jakkinn sem Íslendingar þurfa að eiga?

Fatastíllinn | 13. september 2024

Er þetta jakkinn sem Íslendingar þurfa að eiga?

Nú er hinn fullkomni árstími fyrir uppáhaldsjakka landsmanna; vaxaða vinnujakkann sem nýtist í hin ýmsu verkefni og tilefni. Hér á landi hefur hann verið vinsælastur frá merkjum eins og Barbour og þá sérstaklega á meðal karlmanna. Það má meira að segja ganga svo langt að segja jakkann eina af þeim flíkum sem allir ættu að eiga.

Er þetta jakkinn sem Íslendingar þurfa að eiga?

Fatastíllinn | 13. september 2024

Jakkinn passar vel við víðar gallabuxur.
Jakkinn passar vel við víðar gallabuxur.

Nú er hinn fullkomni árstími fyrir uppáhaldsjakka landsmanna; vaxaða vinnujakkann sem nýtist í hin ýmsu verkefni og tilefni. Hér á landi hefur hann verið vinsælastur frá merkjum eins og Barbour og þá sérstaklega á meðal karlmanna. Það má meira að segja ganga svo langt að segja jakkann eina af þeim flíkum sem allir ættu að eiga.

Nú er hinn fullkomni árstími fyrir uppáhaldsjakka landsmanna; vaxaða vinnujakkann sem nýtist í hin ýmsu verkefni og tilefni. Hér á landi hefur hann verið vinsælastur frá merkjum eins og Barbour og þá sérstaklega á meðal karlmanna. Það má meira að segja ganga svo langt að segja jakkann eina af þeim flíkum sem allir ættu að eiga.

Uppruna Barbour-jakkans má rekja allt til ársins 1894, þegar Englendingurinn John Barbour opnaði verslun sem seldi praktískan og vatnsfráhrindandi fatnað sem átti að vernda fyrir verstu veðrum. Það var hins vegar upp úr 1980 sem vaxjakkarnir frá Barbour sem við þekkjum í dag voru hannaðir. Síðan þá hafa þeir verið eftirlæti margra.

Íslendingar eiga það auðvitað sameiginlegt með Bretum að veðrið er yfirleitt ekki upp á marga fiska. Þess vegna hefur þessi jakki verið svo vinsæll hjá öllum kynjum og vinsældirnar eru skiljanlegar. Hann er mjög praktískur, slitsterkur, þægilegur þegar rignir og lítur vel út. Má því segja að þetta sé eitt af því sem fer aldrei úr tísku?

„Litli bróðir“ vaxjakkans hefur þá verið áberandi undanfarið en þá útgáfu skortir vaxið. Jakkinn er úr þykku bómullarefni, yfirleitt með kraga og nokkrum vösum. Þann jakka má finna í verslunum víða og er verðbilið breitt. Flíkin er nú orðin hátískuvara þar sem tískuhús á borð við Prada, Loewe og Isabel Marant tóku þátt í dýrkuninni. Ítalska tískuhúsið Prada er með flotta útgáfu af jakkanum í brúnum lit með flauelskraga. Loewe kom með styttri dökkgræna útgáfu með koníaksbrúnum flauelskraga og útgáfa Isabel Marant var síðan með mörgum vösum.

Til að fullkomna útlitið þarf svo helst að setjast upp í Land Rover frá árinu 1989. Þá kemur hinn sanni innri Breti í ljós.

Lennon Gallagher klæddist jakkanum við stuttbuxur á Glastonbury-útihátíðinni í sumar.​​​​​​
Lennon Gallagher klæddist jakkanum við stuttbuxur á Glastonbury-útihátíðinni í sumar.​​​​​​
Notagildi Jakkinn verður líklega vinur þinn til margra ára.
Notagildi Jakkinn verður líklega vinur þinn til margra ára.
Jakki frá Loewe, fæst á Mytheresa og kostar 403.800 kr.
Jakki frá Loewe, fæst á Mytheresa og kostar 403.800 kr.
​Jakki frá Prada. Fæst á Mytheresa og kostar 382.500 kr.
​Jakki frá Prada. Fæst á Mytheresa og kostar 382.500 kr.
Barbour, Kormákur og Skjöldur, 51,900 kr.
Barbour, Kormákur og Skjöldur, 51,900 kr.
ZARA, 7.995 kr.
ZARA, 7.995 kr.
Jakki frá Polo Ralph Lauren, fæst í Mathildu og kostar …
Jakki frá Polo Ralph Lauren, fæst í Mathildu og kostar 84.990 kr.
Jakki frá Étoile Isabel Marant og kostar 90.300 kr.
Jakki frá Étoile Isabel Marant og kostar 90.300 kr.
Jakki frá COS, 42.000 kr.
Jakki frá COS, 42.000 kr.
mbl.is