Ísland meðal bestu ríkja á sviði netöryggis

Netárásir | 13. september 2024

Ísland meðal bestu ríkja á sviði netöryggis

Netöryggisgeta Íslands hefur stóraukist á undanförnum árum samkvæmt nýútgefnum netöryggisvísi Alþjóðafjarskiptasambandsins fyrir árið 2024. 

Ísland meðal bestu ríkja á sviði netöryggis

Netárásir | 13. september 2024

Ísland er í 10. sæti Evrópuþjóða á svði netöryggis.
Ísland er í 10. sæti Evrópuþjóða á svði netöryggis. Ljósmynd/Colourbox

Netör­ygg­is­geta Íslands hef­ur stór­auk­ist á und­an­förn­um árum sam­kvæmt ný­út­gefn­um netör­ygg­is­vísi Alþjóðafjar­skipta­sam­bands­ins fyr­ir árið 2024. 

Netör­ygg­is­geta Íslands hef­ur stór­auk­ist á und­an­förn­um árum sam­kvæmt ný­út­gefn­um netör­ygg­is­vísi Alþjóðafjar­skipta­sam­bands­ins fyr­ir árið 2024. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins

Fimm svið eru mæld sem lúta að netör­yggi ríkja og hlaut Ísland 99,1 stig af 100 mögu­leg­um. Í síðustu út­tekt, sem fram­kvæmd var árið 2020, hlaut Ísland 79,8 stig.

„Þetta er magnaður ár­ang­ur“

„Þetta er magnaður ár­ang­ur sem við erum afar stolt af. Við erum nú meðal ann­ars að upp­skera eft­ir að hafa unnið mark­visst eft­ir netör­ygg­is­áætl­un sem við kynnt­um fyr­ir tveim­ur árum og höf­um á þeim tíma átt í nánu sam­starfi við fjölda aðila um hvað þurfi til að bæta í netör­yggi.

Ég er mjög þakk­lát fyr­ir það sam­starf og hversu mik­inn metnað okk­ar sam­starfsaðilar hafa sýnt í að bæta það sem að þeim snýr,“ er haft eft­ir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra sem jafn­framt fer með mál­efni fjar­skipta og netör­ygg­is.

Ísland í 10. sæti Evr­ópuþjóða

Ísland er núna í 10. sæti Evr­ópuþjóða á sviði netör­ygg­is en var í 31. sæti árið 2020. 

„Ísland nú í hæsta flokki, svo­kölluðum fyr­ir­mynd­ar­flokki, og telst því meðal 10% bestu ríkja af þeim 194 sem út­tekt­in tók til,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is