Ísland tekur þátt í Eurovision 2025

Eurovision | 13. september 2024

Ísland tekur þátt í Eurovision 2025

Ríkisútvarpið hefur nú staðfest þátttöku í Eurovision sem haldin verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári.

Ísland tekur þátt í Eurovision 2025

Eurovision | 13. september 2024

Hera Björk tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í …
Hera Björk tók þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í ár. AFP

Rík­is­út­varpið hef­ur nú staðfest þátt­töku í Eurovisi­on sem hald­in verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári.

Rík­is­út­varpið hef­ur nú staðfest þátt­töku í Eurovisi­on sem hald­in verður í Basel í Sviss í maí á næsta ári.

Ísland hef­ur tekið þátt í keppn­inni frá ár­inu 1986. Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá RÚV að ákvörðunin um þátt­töku bygg­ist fyrst og fremst á því að um sé að ræða viðburð sem hef­ur mikið gildi í ís­lensku sam­fé­lagi, er upp­spretta gleði og ánægju hjá stór­um hluta þjóðar­inn­ar og vett­vang­ur dýr­mætra sam­veru­stunda fjöl­skyldna um land allt. Keppn­in hef­ur mikla og óum­deilda þýðingu fyr­ir ís­lenskt tón­list­ar­líf. Eurovisi­on og Söngv­akeppn­in hafa getið af sér ótal marg­ar ís­lensk­ar söng­perl­ur og lagt grunn­inn að glæst­um ferli fjölda tón­listar­fólks. Áhorf á úr­slita­kvöld Eurovisi­on mæld­ist 60% í ár þótt Ísland væri fallið úr keppni. Ein­ung­is stærstu íþróttaviðburðir og Ára­móta­s­kaupið kom­ast ná­lægt þessu áhorfi.

Sam­tök Evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) hafa ákveðið að fara í um­fangs­mikla vinnu til þess að bregðast við gagn­rýni í tengsl­um við keppn­ina í ár og ýms­ar skipu­lags­breyt­ing­ar eru í umræðunni sem eiga m.a. að leggja áherslu á að vernda ópóli­tíska ásýnd keppn­inn­ar, skapa fjöl­skyldu­væn­an viðburð og styrkja stoðir Eurovisi­on til framtíðar. Nú eru níu vinnu­hóp­ar að störf­um og stefnt er að því að þeir skili niður­stöðum úr vinn­unni á næstu mánuðum. Rík­is­út­varpið hef­ur komið sín­um at­huga­semd­um að í þeirri út­tekt þar sem m.a. var greint frá afar nei­kvæðri umræðu hér á landi fyr­ir síðustu keppni. Nú þegar hafa nán­ast all­ar þjóðir til­kynnt þátt­töku í Sviss á næsta ári.

Fyr­ir­komu­lag á vali á fram­lagi Íslands kynnt síðar

Enn hef­ur ekki verið ákveðið með hvaða hætti fram­lag Íslands í Eurovisi­on 2025 verður valið. Síðustu ár hef­ur sig­ur­veg­ari Söngv­akeppn­inn­ar haldið utan fyr­ir Íslands hönd í Eurovisi­on, en ákvörðun um fyr­ir­komu­lagið núna verður tek­in á næstu vik­um.

mbl.is