Laufey er ekki hrifin af karlmönnum í hælasokkum

Fatastíllinn | 13. september 2024

Laufey er ekki hrifin af karlmönnum í hælasokkum

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er á sannkallaðri sigurför um heiminn, en hún hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarna mánuði þar sem hún hefur heillað tónleikagesti hvaðanæva að úr heiminum með undurfagurri rödd sinni og sjarmerandi persónuleika. 

Laufey er ekki hrifin af karlmönnum í hælasokkum

Fatastíllinn | 13. september 2024

Djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er með sterkar skoðanir þegar kemur …
Djasssöngkonan Laufey Lín Jónsdóttir er með sterkar skoðanir þegar kemur að tísku. Samsett mynd

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir er á sann­kallaðri sig­ur­för um heim­inn, en hún hef­ur verið á tón­leika­ferðalagi und­an­farna mánuði þar sem hún hef­ur heillað tón­leika­gesti hvaðanæva að úr heim­in­um með und­urfag­urri rödd sinni og sjarmer­andi per­sónu­leika. 

Tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir er á sann­kallaðri sig­ur­för um heim­inn, en hún hef­ur verið á tón­leika­ferðalagi und­an­farna mánuði þar sem hún hef­ur heillað tón­leika­gesti hvaðanæva að úr heim­in­um með und­urfag­urri rödd sinni og sjarmer­andi per­sónu­leika. 

Um þess­ar mund­ir er Lauf­ey stödd í Ástr­al­íu, en á dög­un­um birt­ist mynd­band frá ein­um af tón­leik­um henn­ar sem hef­ur vakið þó nokkra at­hygli. Í mynd­band­inu seg­ir Lauf­ey frá því hver henn­ar „ick“ séu, en það merk­ir eitt­hvað sem hún er alls ekki hrif­in af. 

Tísku­drottn­ing­in legg­ur karl­mönn­um lín­urn­ar

Lauf­ey seg­ir að henn­ar „ick“ séu karl­menn í hæla­sokk­um. Lauf­ey er mik­il tísku­drottn­ing og veit greini­lega hvað hún syng­ur þegar kem­ur að tísku, líka hjá karl­mönn­um. „Mitt „ick“ eru hæla­sokk­ar. Ég veit það ekki. Það er eitt­hvað við stráka sem eru í hæla­sokk­um, ég er bara: „Farðu úr þeim“,“ seg­ir Lauf­ey við mikl­ar und­ir­tekt­ir úr saln­um.

Því næst seg­ir Lauf­ey frá henn­ar stærsta „ick“, en þó svo hæla­sokk­arn­ir heilli hana lítið þá er annað í fari karl­manna sem heill­ar hana enn minna. „Mitt stærsta „ick“, ég hata, ég bara hata þegar karl­menn eru með stórt egó og þeir eru bara að tala um sjálf­an sig all­an tím­ann. Ég veit. Ég hata þetta. Ég veit það ekki, mér leiðist bara svo mikið,“ seg­ir Lauf­ey.

Þúsundald­arkyn­slóðin í upp­námi

Umræðan um hæla­sokka er ekki ný af nál­inni og Lauf­ey virðist ekki vera sú eina sem er lítið hrif­in af þeim. Sokk­arn­ir hafa verið áber­andi í umræðunni að und­an­förnu og verið kallaðir „þúsundald­arkyn­slóðar sokk­arn­ir“ af Z-kyn­slóðinni, sem Lauf­ey til­heyr­ir, en þau vilja meina að hæla­sokk­ar geti skapað al­gjört tísku­slys.

Þá hef­ur því verið haldið fram að hægt sé að kom­ast að því af hvaða kyn­slóð fólk er út frá því hvernig sokk­um það klæðist, en umræðan um hæla­sokka hef­ur verið held­ur nei­kvæð þar sem þessi týpa af sokk­um hef­ur ým­ist verið tengd við það að eld­ast, detta úr tísku eða hætta að vera töff. 

Þetta hef­ur komið ófá­um af þúsundald­arkyn­slóðinni í opna skjöldu enda hafa sokk­arn­ir notið mik­illa vin­sælda í gegn­um árin og marg­ir sem eiga full­ar skúff­ur af hæla­sokk­um. 

Fólk af Z-kyn­slóðinni kýs frek­ar að vera í upp­há­um sokk­um og hafa nú marg­ir af öðrum kyn­slóðum fetað í þeirra fót­spor og end­ur­nýjað sokka­skúff­una frá a til ö.

mbl.is