Umboðsmaður krefur ráðherra svara

Hvalveiðar | 14. september 2024

Umboðsmaður krefur ráðherra svara

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að matvælaráðuneytið lýsi rökstuddri afstöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á umsókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneytinu 30. janúar sl. samrýmist grundvallarreglu stjórnsýsluréttar um málshraða og þá m.a. með hliðsjón af þeim hagsmunum sem fyrirtækið hafði af skjótri úrlausn málsins til þess að geta skipulagt atvinnurekstur sinn fyrir sumarið 2024.

Umboðsmaður krefur ráðherra svara

Hvalveiðar | 14. september 2024

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra.
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra. Samsett mynd/mbl.is/Eggert

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur óskað eft­ir því að mat­vælaráðuneytið lýsi rök­studdri af­stöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á um­sókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneyt­inu 30. janú­ar sl. sam­rým­ist grund­vall­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar um máls­hraða og þá m.a. með hliðsjón af þeim hags­mun­um sem fyr­ir­tækið hafði af skjótri úr­lausn máls­ins til þess að geta skipu­lagt at­vinnu­rekst­ur sinn fyr­ir sum­arið 2024.

Umboðsmaður Alþing­is hef­ur óskað eft­ir því að mat­vælaráðuneytið lýsi rök­studdri af­stöðu sinni til þess hvernig meðferð þess á um­sókn Hvals hf. um leyfi til veiða á langreyðum sem send var ráðuneyt­inu 30. janú­ar sl. sam­rým­ist grund­vall­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar um máls­hraða og þá m.a. með hliðsjón af þeim hags­mun­um sem fyr­ir­tækið hafði af skjótri úr­lausn máls­ins til þess að geta skipu­lagt at­vinnu­rekst­ur sinn fyr­ir sum­arið 2024.

Vís­ar umboðsmaður þar til þeirr­ar grund­vall­ar­reglu stjórn­sýslu­rétt­ar að ákv­arðanir stjórn­valda skuli tekn­ar svo fljótt sem unnt er.

Þetta kem­ur fram í bréfi umboðsmanns til Bjarkeyj­ar Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra sem Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, en Hval­ur sendi umboðsmanni kvört­un yfir málsmeðferð ráðherr­ans síðari hluta ág­úst­mánaðar sl.

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un eini lög­bundni um­sagnaraðil­inn

Í bréf­inu er fer­ill máls­ins rak­inn frá því að leyf­is­um­sókn­in var send ráðuneyt­inu, uns ráðherra ákvað loks 11. júní sl. að heim­ila hval­veiðar til eins árs, þótt sótt hafi verið um leyfi til lengri tíma.

Umboðsmaður spyr ráðherr­ann m.a. hvernig á því standi að ráðuneytið óskaði fyrst eft­ir lög­bund­inni um­sókn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar fjór­um mánuðum eft­ir að um­sókn Hvals barst ráðuneyt­inu.

Skv. lög­um um hval­veiðar er Haf­rann­sókna­stofn­un eini lög­bundni um­sagnaraðil­inn, en þrátt fyr­ir það leitaði ráðuneytið einnig eft­ir um­sögn­um 15 annarra „hagaðila“ og spyr umboðsmaður af hverju það hafi ekki verið gert fyrr.

Spurt hvers vegna leyfið gilti ekki til fimm ára

Einnig er ráðherr­ann beðinn að út­skýra hvers vegna ráðuneytið taldi yf­ir­höfuð þörf á að leita um­sagna hjá aðilun­um 15 og með hvaða hætti þeim hafi verið ætlað að stuðla að því að málið yrði „nægj­an­lega upp­lýst“ áður en ákvörðun yrði tek­in.

At­hygli vek­ur að umboðsmaður set­ur orðin nægj­an­lega upp­lýst inn­an gæsalappa. Þá spyr umboðsmaður hvaða mál­efna­legu sjón­ar­mið hafi legið því til grund­vall­ar að leyfi Hvals til hval­veiða gilti ein­ung­is út árið 2024, en ekki til fimm ára eins og venja hef­ur verið frá ár­inu 2009.

„Er sér­stak­lega óskað eft­ir skýr­ing­um á því hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á meðal­hóf við töku þess­ar­ar ákvörðunar með hliðsjón af at­vinnu­hags­mun­um Hvals hf.,“ seg­ir umboðsmaður sem vís­ar jafn­framt til fyrra álits embætt­is­ins um stjórn­sýslu mat­vælaráðherra í veit­ingu leyf­is til hval­veiða árið 2023.

mbl.is